Pallaball í kvöld og allir í stuði á Húnavöku
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
14.07.2023
kl. 16.11
„Húnavakan fór aldeilis vel af stað í gær. Það mættu um 400 manns í grill, þar sem 63 árgangurinn og Óli í 83 árgang sáu um að grilla ofan í mannskapinn.“ Svo segir í færslu á Facebook-síðu Húnavökunnar. Þó Húnvetningar séu kátir með Húnavökuna þá eru veðurguðirnir kannski ekki alveg að spila með þessa helgina. Þá er ekkert annað í stöðunni en að brosa framan í súldina, klæða af sér kuldann og regið og njóta þess að vera vel dúðaður.
Meira
