A-Húnavatnssýsla

Sagan af Gulla gullfisk kom Einari á bragðið með litteratúr

Nú bankar Bók-haldið upp á hjá sagnameistaranum Einari Kárasyni í Barmahlíðinni í Reykjavík. Einar er fæddur árið 1955, kvæntur og faðir fjögurra dætra. Þegar Feyki ber að stafrænum garði og spyr hvað sé í deiglunni þá segist hann vera að skrifa eitthvað. Nýjasta bók hans, Opið haf, byggir á sögu Guðlaugs Friðþórssonar sem synti sex kílómetra úr sökkvandi skipi til Vestmannaeyja um miðjan vetur. Saga af bráðum lífsháska og sterkum lífsvilja, eins og segir í kynningu.
Meira

Sönn vinátta hunds og andarunga :: Ný bók sem byggir á ótrúlegri sögu frá Hvammstanga

Með vindinum liggur leiðin heim er ný bók sem kom út núna fyrir jólin og tengist á vissan hátt lífinu á Norðurlandi vestra en um er að ræða barnabók um vináttu hunds og andarunga og byggir á sannri sögu frá Hvammstanga. Þar tók fjölskylda að sér móðurlausan andarunga og kom honum á legg.
Meira

Framúrskarandi verkefni 2022

SSNV kallar eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2022. Þetta er í fjórða sinn sem viðurkenningin verður veitt og gert er ráð fyrir að hún verði afhent á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra í janúar 2023.
Meira

Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð búgreinafélaganna í A-Hún. og Hestamannafélagsins Neista

Uppskeruhátíð búgreinafélaganna í A-Húnavatnssýslu og hestamannafélagsins Neista fór fram 19. nóvember og var vel sóttur og hin fínasta skemmtun þar sem verðlaun voru veitt fyrir framúrskarandi árangur á einhverju sviði. Feykir hafði samband við formenn búgreinafélaganna, Ingvar Björnsson á Hólabaki, Birgi Þór Haraldsson á Kornsá og Jón Árna Magnússon í Steinnesi, sem sendu þær upplýsingar sem hér koma á eftir en frá Hestamannafélaginu Neista voru upplýsingar fengnar á heimasíðu félagsins.
Meira

Samstaða og slagkraftur skilar árangri

Þann 19. janúar næstkomandi verða Mannamót Markaðsstofa landshlutanna haldin. Mannamót hafa vaxið mjög sem viðburður síðustu ár, eins og norðlensk ferðaþjónusta sem hefur alltaf verið áberandi á Mannamótum og vakið verðskuldaða athygli. Þar hefur sú samstaða sem hefur ríkt meðal norðlenskra ferðaþjónustu fyrirtækja skipt miklu máli. Samstaðan og slagkrafturinn hefur einnig skilað því að næsta sumar munu fjögur flugfélög bjóða upp á millilandaflug til Akureyrar. Þar býr að baki mikil vinna við markaðssetningu áfangastaðarins og ferðaþjónustunnar, og áherslan er sem áður á að efla ferðaþjónustu sem heilsárs atvinnugrein.
Meira

Dagbók Drekagyðjunnar - Útgáfupartý í Listakoti Dóru

Næstkomandi sunnudag, þann 18. desember, verður haldið útgáfupartý í Listakoti Dóru Vatnsdalshólum í tilefni þess að Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir er að gefa út sína fyrstu bók Dagbók Drekagyðjunnar. Höfundurinn verður á staðnum og áritar bókina ef fólk vill og lesið verður partur úr sögunni um klukkan 15.
Meira

Brúarsmíði yfir Laxá í Refasveit fyrir um 100 árum

Á vef Skagastrandar birtist vikulega mynd úr Ljósmyndasafni bæjarins og það eru margir sem hafa gaman að því að skyggnast aftur í tímann, sjá gömul og stundum kunnugleg andlit og lífið eins og það var. Eins og flestir hér á Norðurlandi vestra vita þá eru vegframkvæmdir milli Blönduóss og Skagastrandar og meðal annars verið að byggja brú yfir Laxá í Refasveit – þá þriðju frá upphafi. Það er því gaman að sjá mynd vikunnar að þessu sinni sem sýnir byggingu fyrstu brúarinnar.
Meira

Tónleikar Jólahúna með kærleika og samstöðu að leiðarljósi

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir Jólahúna-tónleika þetta árið sem verða í Félagsheimilinu á Hvammstanga föstudagskvöldið 16. desember kl. 20:00 og í Blönduóskirkju sunnudaginn 18. desember kl. 17:00. „Um 60 manns koma að Jólahúnum þetta árið og eigum við von á frábærum tónleikum á báðum stöðum,“ sagði Elvar Logi Friðriksson, einn forsprakka Jólahúna, þegar Feykir leitaði frétta.
Meira

Kveðja á aðventu

Eitt af mínum eftirlætis jólalögum er Hin fyrstu jól, lag Ingibjargar Þorbergs við kvæði Kristjáns frá Djúpalæk. Kannski er ástæðan fyrir dálæti mínu á þessu lagi sú að það færir fæðingu Krists svo nærri lífi mínu sem stráks í sveitinni. Lágstemmd lýsing og næstum hversdagsleg.
Meira

Verðlaunahafar jólamyndagátu - Fimm heppin fá bókavinninga

Dregið hefur verið úr réttum lausnum í myndagátunni sem birtist í JólaFeyki. Líklega hefur gátan eitthvað þvælst fyrir fólki þar sem heldur færri lausnir bárust en undanfarin ár en var ágæt þrátt fyrir það.
Meira