A-Húnavatnssýsla

Þemasýningin Óskasteinninn í Tindastóli í Listakoti Dóru

Þemasýningin Óskasteinninn í Tindastóli opnar 8 júlí klukkan 13.00. Auk listaverka 14 listamanna verða listamenn að selja list og nytjamuni úr grjóti á söluborðum í sýningarsalnum 8. og 9. júlí.
Meira

Fjölgaði um 32 á Norðurlandi vestra

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.041 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. júní 2023 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 294 íbúa. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 136 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 945 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 241 íbúa. Á Norðurlandi vestra fjölgaði um 32 á þessu tímabili.
Meira

Opið hús í Apótekarastofunni á Blönduósi í dag

Hótel Blönduós verður með opið hús í Apótekarastofunni, nýjustu viðbót í rekstri hótelsins, í dag milli klukkan 17 og 20 þar sem boðið verður upp á kaffi og kleinur. „Apótekarastofan er gamla apótekið í Gamla bænum á Blönduósi og er á Aðalgötu 8. Við verðum þar með sælkerabúð og kaffihús,“ segir á Facebook-síðu hótelsins.
Meira

Ólafur Freyr hlýtur verðlaun úr sjóði Halldórs Hansen

Ólafur Freyr Birkisson, söngvari frá Höllustöðum í Blöndudal, heldur áfram að gera það gott í sinni listgrein. Sunnudaginn sl. hlaut hann verðlaun úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen.
Meira

Nóg um að vera á Prjónagleðinni um helgina

Prjónagleðin verður haldin um helgina á Blönduósi þar sem allir eru velkomnir, sérstaklega prjónafólk. Hátíðin stendur frá föstudeginum 9. – 11. júní en hitað verður upp í kvöld í Apótekarastofunni að Aðalgötu 8. Prjónagleðin er fyrir alla sem hafa einhvern snefil af áhuga á prjónaskap og skemmtilegum viðburðum, segir Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar.
Meira

Það er þörf á markvissum aðgerðum til að auka þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni

Traust búseta og fjölskylduvænt samfélag á landsbyggðinni felst í öruggu aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu, menntun, heilnæmu umhverfi, traustum fjarskiptum, samgöngubótum og fjölbreyttum atvinnutækifærum við allra hæfi.
Meira

Kaupfélag Skagfirðinga veitir kúa- og sauðfjárbændum fjárhagsstuðning

Vegna mikils vaxtakostnaðar á þessu ári sökum mikillar verðbólgu, samþykkti stjórn Kaupfélags Skagfirðinga á stjórnarfundi sínum 5. maí sl. að veita bæði kúa- og sauðfjárbændum fjárhagsstuðning.
Meira

Áfram ríkjandi suðvestan átt, segja spámenn Veðurklúbbs Dalbæjar

Veðurklúbbur Dalbæjar hélt sinn reglulega fund í gær og spáði fyrir um júníveðrið. Í fundargerð kemur fram að þangað hafi mætt þau Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Jón Garðarsson, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir.
Meira

Textílverk Philippe Recart á sumarsýningu Heimilisiðnaðarsafnsins

Yfirlitssýning á textílverkum Philippe Recart opnar á morgun 7. júní kl. 16:30 í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og stendur út ágústmánuð. Sumaropnun safnsins hófst þann 1. júní og er opið alla daga frá kl. 10 til 17:00. Á Facebook-síðu Heimilisiðnaðarsafnsins segir að Philippe hafi verið einstakur handverks- og listamaður sem lagði áherslu á að viðhalda gömlum íslenskum handverkshefðum sem og að nota íslenskt hráefni og efnivið eins og kostur var.
Meira

Virði en ekki byrði

Það kom ánægjulega á óvart sú niðurstaða KPMG í verkefninu, Það er gott að eldast, að eldra fólk, það er að segja 67+, skilaðu 12 milljörðum meira til sveitarfélaganna í formi útsvars og fasteignagjalda, heldur en það sem sveitarfélögin lögðu til þjónustu við þennan aldurshóp. Þetta verkefni, Það er gott að eldast, er unnið á vegum þriggja ráðuneyta, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Landssambandi eldri borgara. Það hefur einhvern veginn verið álitið að umræddur hópur væri byrði á samfélaginu en það er nú eitthvað annað.
Meira