A-Húnavatnssýsla

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2023 :: Vísnasmiðir yrki um tíðar sólarlandaferðir Íslendinga

Enn á ný stendur Safnahús Skagfirðinga fyrir vísnakeppni í aðdraganda Sæluviku, en keppninni var komið á árið 1976. Reglurnar eru sem fyrr einfaldar og góðar; annars vegar að botna fyrirfram gefna fyrriparta og eða semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er nauðsynlegt að botna allt og einnig er í lagi að senda bara inn vísu.
Meira

Starfshópur stofnaður um stefnumótun í málefnum aldraðra

Húnahornið segir frá því að á fundi öldungaráðs Húnabyggðar í vikunni hafi verið lagt til að stofnaður verði starfshópur sem hefur það hlutverk að vinna að stefnumótun í málefnum aldraðra í sveitarfélaginu. Markmiðið er að efla lífsgæði fólks með bættri þjónustu, aukinni umræðu og meiri samfélagsþátttöku eldri borgara. Lagt var til að starfshópinn skipi fjórir fulltrúar, einn frá hverjum hópi hagaðila ráðsins.
Meira

Aldrei láta neinn segja þér að eitthvað sé ekki hægt :: Pétur Arason í Fermingarblaði Feykis

Síðasta sumar var Pétur Arason ráðinn fyrsti sveitarstjóri hins nýja sveitarfélags, Húnabyggðar, sem varð til við sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps en hann var valinn úr hópi 14 umsækjenda. Pétur er fæddur og uppalinn á Blönduósi og hefur mikil tengsl við Húnabyggð, eins og fram kom í tilkynningu um ráðninguna á sínum tíma.
Meira

Svæðisáætlun úrgangs

Sveitarfélög á starfssvæðum SSNV og SSNE hafa undanfarið unnið að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Haldinn var stefnumarkandi fundur með kjörnum fulltrúum, starfsfólki sveitarfélaganna og öðrum áhugasömum þann 25. apríl 2022 og var sú vinna nýtt við gerð svæðisáætlunar.
Meira

Krakkaleikar Hvatar og Vilko haldnir í fyrsta sinn

Krakkaleikar Hvatar og Vilko voru haldnir í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi sunnudaginn 26.mars. Á Facebook-síðu frjálsíþróttadeildar USAH segir að Krakkarleikarnir séu fyrir krakka á aldrinum 5/6 - 9 ára. Þetta var í fyrsta skipti sem Krakkaleikar Hvatar og Vilko voru haldnir og heppnuðust vel.
Meira

Skortur á heitu vatni torveldar atvinnuuppbyggingu á Blönduósi

Morgunblaðið sagði frá því í umfjöllun sl. mánudag að at­vinnu­hús­næði í Húna­byggð faí ekki heitt vatn og viðbúið að at­vinnu­upp­bygg­ing verði tor­veld af þeim sökum að sögn Guðmund­ar Hauks Jak­obs­son­ar, for­seta sveit­ar­stjórn­ar Húna­byggðar. Með ákvörðunum sveit­ar­stjórna Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps, Húna­byggðar og Ása­hrepps, um að staldra við í skipu­lags­mál­um orku­mann­virkja, sé í raun komið virkj­ana­stopp á Íslandi.
Meira

Góði hirðirinn :: Leiðari Feykis

„Sannlega, sannlega segi ég yður: Ég er dyr sauðanna. Allir þeir, sem á undan mér komu, eru þjófar og ræningjar, enda hlýddu sauðirnir þeim ekki. Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig, mun frelsast, og hann mun ganga inn og út og finna haga. Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð,“ sagði Jesú forðum og hægt er að lesa í Jóhannesarguðspjalli.
Meira

Aflétta rýmingu á svæði 18 í Neskaupstað

Í tilkynningu Lögreglunnar á Austurlandi kemur fram að fundað hafi verið með Veðurstofu í morgun þar sem staðan var metin á Austfjörðum m.t.t. snjóflóðahættu og veðurs framundan. Ákveðið var að aflétta rýmingu á svæði 18 í Neskaupstað.
Meira

Ertu sjóðfélagi í Almenna Lífeyrissjóðnum?

Nú standa yfir rafrænar kosningar í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins. Almenni Lífeyrissjóðurinn er ekki þessi hefðbundni sjóður þar sem stéttarfélög og atvinnurekendur skipa hvor sinn helming stjórnar, heldur er Almenni Lífeyrissjóðurinn opinn öllum og telur um 57 þúsund sjóðfélaga. Það er vel þess virði að ráðstafa nokkrum mínútum árlega í að kynna sér fólkið sem býður sig fram til þess að móta fjárfestingarstefnu fyrir eina af þínum stærstu eignum yfir lífsleiðina. Ég er einn af frambjóðendum ársins í ár og ég vil leggja áherslu á þrennt sem stjórnarmaður fái ég umboð sjóðfélaga til þess.
Meira

Mikið stuð í Tindastól um helgina

Tindastuð 2023 var haldið í þriðja skiptið sl. laugardag á skíðasvæði Tindastóls. Það var mikið um að vera frá morgni til kvölds, Íslandsmeistaramót í snocrossi, skíða- og snjóbrettaupplifun í brekkunum og tónleikar um kvöldið. Sigurður Hauksson, staðarhaldari skíðasvæðisins, sagðist vera að ná sér eftir átök helgarinnar er Feykir náði tali af honum gær.
Meira