A-Húnavatnssýsla

Ég lofa :: Leiðari Feykis

Loforð er eitthvað sem við gefum þegar við viljum að eitthvað gangi eftir sem við getum haft áhrif á og fylgjum eftir. Loforð er skuldbinding sem hver og einn verður að standa við og efna. Annað eru svik. Öðru máli gegnir um vilja sem er eiginleikinn til að framkvæma, ef maður nennir því eða kemur því í verk þó einhver ljón séu í veginum. Ég hef t.d. margoft sýnt vilja minn til ýmissa verkefna en aldrei framkvæmt án þess að hafa lofað því sérstaklega.
Meira

FG hafði betur í Gettu betur

Lið FNV tók þátt í 16 liða úrslitum í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í beinni útsendingu á Rás2 í gærkvöldi. Eftir spennandi keppni reyndust fjölbrautungar úr Garðabæ sterkari á svellinu og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum í sjónvarpssal með 22-18 sigri.
Meira

Fjórir úr Hvöt á hæfileikamótun N1 og KSÍ

Fjórir ungir knattspyrnudrengir úr Hvöt Andri Snær Björnsson, Eyjólfur Örn Þorgilsson, Gunnar Bogi Hilmarsson og Trausti Þór Þorgilsson hafa verið boðaðir til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir drengi á Norðurlandi. Æfingin fer fram miðvikudaginn 18. janúar næstkomandi í Boganum á Akureyri.
Meira

FNV mætir FG í Gettu betur í kvöld

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, heldur áfram í kvöld og lið FNV, sem lagði Menntaskólann í Kópavogi í fyrstu umferð, mætir liði Fjölbrautaskólans í Garðabæ í 16-liða úrslitum. Viðureignin fer fram í kvöld, 16. janúar, klukkan 20:35 í beinni útsendingu á Rás 2.
Meira

Yfir 20 lögaðilum á Norðurlandi vestra hótað slitum

Ríkisskattstjóra hefur verið falið að koma fram skiptum eða slitum á þeim lögaðilum sem ber að skrá raunverulega eigendur en hafa vanrækt skráningarskyldu samkvæmt lögunum. Á heimasíðu Skattsins kemur fram að fyrirhugað sé að krefjast skipta eða slita á þessum lögaðilum fyrir dómi og eru yfir 20 þeirra á Norðurlandi vestra.
Meira

Nýjasta rit Húnavöku komið í dreifingu

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga hefur gefið út ársritið Húnavöku frá árinu 1961. Nýverið kom út 61. og 62. árgangur ritsins í einni bók, en lítil þúfa í formi veiru setti allt skipulag og undirbúning útgáfunnar úr skorðum um stund. Feykir setti sig í samband við Magdalenu Berglindi Björnsdóttur, ritstjóra Húnavökunnar, og spurðist fyrir um efnistök.
Meira

Skagafjörður leiðandi í Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands

Gerðar hafa verið viðamiklar breytingar á þjónustu og umsýslu er varðar barnavernd á Íslandi sem tóku gildi þann 1. janúar sl. Breytingarnar felast fyrst og fremst í því að þjónustusvæði einstakra barnaverndarþjónustu hafa verið skilgreind að nýju og er nú áskilið að á bak við hverja barnaverndarþjónustu skuli vera 6000 íbúar að lágmarki.
Meira

Pavel ráðinn þjálfari Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls gekk í dag frá samningi við Pavel Ermolinskij um að hann taki nú þegar við sem þjálfari meistaraflokks karla. Pavel er einn sigursælasti leikmaður sem íslenskur körfuknattleikur hefur nokkurn tíma átt. Hann byrjaði enda snemma og lék fyrsta leik sinn í úrvalsdeild KKÍ með ÍA árið 1998, þá aðeins ellefu ára gamall. Það er væntanlega met sem seint eða aldrei verður slegið!
Meira

Útlit fyrir hina bestu skíðahelgi í Stólnum

Það er útlit fyrir hið álitlegasta veður um helgina, stilltu og fallegu en það er vissara að klæða sig vel ætli fólk út undir bert loft því hitastigið gæti nálgast mínus 20 gráðurnar. Það eru örugglega margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar (!) og hyggjast smella á sig skíðum og renna sér í Tindastólnum.
Meira

Laus staða sviðsstjóra fjölskyldusviðs

Skagafjörður óskar eftir að ráða drífandi og framsýnan leiðtoga í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Fjölskyldusvið Skagafjarðar samanstendur af þremur meginstoðum sem starfa samþætt; félagsþjónustu, frístundaþjónustu og fræðsluþjónustu, ásamt öflugri stoðþjónustu sérfræðinga sem vinna þvert á sviðið.
Meira