feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.06.2023
kl. 10.50
Eins og margir hafa fylgst með undanfarin misseri hefur hinn válegi búfjársjúkdómur, riða, herjað á fé bænda á Norðurlandi vestra með öllum þeim kostnaði og óþægindum sem honum fylgja. Sem betur fer eru önnur úrræði sjáanleg í nánustu framtíð en niðurskurður þeirra fjárstofna sem riða greinist í, eins og lög og reglur kveða á um hér á landi því alþjóðleg rannsókn er í gangi vegna veikinnar hér á landi. Miðvikudagskvöldið 21. júní kl. 20 hefur verið boðað til upplýsingarfundar í Miðgarði í Varmahlíð þar sem allir áhugasamir eru velkomnir. Þá er boðið upp á aukafund frá kl. 17 til 18:30 með enn meiri fróðleik þar sem fundarmönnum verður gefið tækifæri til að spyrja spurningar og „ræða málin“ beint við vísindamennina.
Meira