Samstarfsyfirlýsing undirrituð vegna uppbyggingar hótels á Skagaströnd
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
06.04.2023
kl. 18.01
Það hefur lengi verið í bígerð að koma á fót hótelstarfsemi á Skagaströnd og fyrir tæpu ári síðan var sagt frá því að stefnt væri að því að breyta gömlu húsnæði Síldarverksmiðju ríkisins á Skagaströnd í hótel. Nú í gær, réttu ári síðar, var samþykkt samstarfsyfirlýsing á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar, milli sveitarfélagsins og Fasteignafélagsins Þingeyrar, um undirbúning að uppbyggingu á glæsilegu hóteli á Skagaströnd. Hótelið hefur hlotið vinnuheitið Herring Hotel.
Meira