A-Húnavatnssýsla

Örmagna ferðamaður sóttur á Vatnsrásarhöfuð

Síðdegis í gær, fimmtudag, óskuðu tveir ferðamenn sem voru á ferð að eða frá íshelli í Kötlujökli eftir aðstoð, þar sem annar þeirra hafði örmagnast á göngunni. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að fólkið hafi verið statt á Vatnsrásarhöfði, rétt norður af Remundargilshöfði, þar sem liggur þekkt gönguleið úr Þakgili að Kötlujökli.
Meira

Sigurdís Sandra Tryggvadóttir gefur út sitt fyrsta lag

Tónlistarkonan Sigurdís Sandra Tryggvadóttir gefur út í dag sitt fyrsta lag, gamla dægurlagið I Get Along Without You Very Well sem hún hefur sett í glænýjan búning. Sigurdís byrjaði að læra á píanó sjö ára gömul við Tónlistarskóla Austur-Húnvatnssýslu og útskrifaðist af listnámsbraut frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2013 og lauk samhliða framhaldsprófi í klassískum píanóleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri.
Meira

Mikið um að vera á skíðasvæði Tindastóls

„Ert þú tilbúin í stærsta skíða- og snjóbrettaviðburð Skagafjarðar frá upphafi?“ er spurt á viðburðasíðu sem stofnuð hefur verið á Facebook og er þá átt við Tindastuð 2023 sem haldið verður í þriðja skiptið, laugardaginn 25. mars. Þar er á ferðinni einstök skíða- og snjóbretta upplifun, sem engin ætti að láta framhjá sér fara.
Meira

Júróvisíon-stemning hjá Kvennakórnum Sóldísi - Góð upphitun fyrir úrslitakvöldið um síðustu helgi

Júróvision-upphitunin náði hámarki um helgina þegar ljóst varð hver verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva sem fram fer í Liverpool á Englandi í maí. Þar náði Diljá með lagið Power að hafa betur gegn OK-i þeirra Langa Sela og Skugganna í einvígi eins og sjónvarpsáhorfendur gátu fylgst með á RÚV. Eyfirðingum og nærsveitarfólki stóð til boða að fá sérstaka Júróvisjón-upphitun hjá Kvennakórnum Sóldísi fyrr um daginn í félagsheimilinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit og eins og við mátti búast var kátt í höllinni.
Meira

Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum unnu fjórganginn í Meistaradeild KS í gærkvöldi

Glæsilegri keppni í fjórgangi í Meistaradeild KS í gærkvöldi lauk með sigri Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum. Á Facebooksíðu deildarinnar kemur fram að keppnin hafi verið jöfn og skemmtileg þar sem mjótt var á munum á mörgum vígstöðum.
Meira

Norðurlandsúrvalið fór sigurferð til Danmerkur

Feykir sagði frá því í lok janúar að sex knattspyrnustúlkur af Norðurlandi vestra voru valdar í Norðurlandsúrvalið sem er skipað stúlkum fæddum 2007-08. Nú um mánaðarmótin fór hópurinn í frábæra keppnisferð til Danmerkur þar sem þær spiluðu við FC Nordsjælland og Brøndby sem eru með frábært yngri flokka starf og hafa á að skipa sterkum liðum sem talin eru með þeim bestu í þessum aldursflokki í Danmörku. Norðurlandsúrvalið gerði sér lítið fyrir og vann báða leikina.
Meira

Strandveiðar í stórsókn

Aðalfundur Strandveiðifélags Íslands var haldinn þann 5. mars sl. á eins árs afmælisdegi félagsins. Strandveiðifélag Íslands var stofnað 5. mars 2022 í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu. Félagið telur um 300 manns og ágæt mæting var á fundinn.
Meira

Uppbygging á Blönduósi og 33 lóðir til úthlutunar

Nú í lok febrúar auglýsti Húnabyggð 33 lóðir til úthlutunar í nýju hverfi á Blönduósi. Um er að ræða 22 einbýlishúsalóðir og ellefu par- og raðhúsalóðir og eru þær staðsettar við Fjallabraut, Holtabraut, Hólabraut og Lækjarbraut. Í samtali við RÚV segir Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, uppbygginguna svara þeirri eftirspurn sem hafi verið eftir húsnæði í sveitarfélaginu.
Meira

Kuldi ríkjandi á næstunni þrátt fyrir aukna birtu sólar :: Veðurklúbbur Dalbæjar

Veðurklúbbur Dalbæjar fundaði í gær og spáði að venju í veðrið. Mættir voru, Jón Garðarsson, Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Guðlaugsson, Ragnhildur Von Weisshappel og Kristján Loftur Jónsson.
Meira

Íslistaverk við heitu pottana í Blönduóslauginni

Það þarf ekki alltaf mikið til að gleðja augað og næra sálina. Á Facebook-síðu Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi sagði í gær frá því að ekki hafi allir verið ósáttir við að vorið, sem kom á dögunum, væri búið í bili. Ein listakonan sem nú starfar við Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi sá tækifæri í nýföllnum snjónum við heita pottinn í sundlauginni og skapaði hin fínustu listaverk sem pottverjar gátu notið á meðan þeir hleyptu yl í kroppinn í kaldri norðanáttinni.
Meira