A-Húnavatnssýsla

Fáeinir aðilar að skoða áform um að reisa hótel í Skagafirði

Ísland er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem aldrei fyrr og nýting á hótelherbergjum alla jafna mikil. Á Norðurlandi er hins vegar mikil þörf fyrir aukið gistirými en í frétt á RÚV kemur fram að bætt nýting utan háannatímans, vaxandi eftirspurn og þörf fyrir fjárfestingu í gistirýmum einkenni stöðuna í norðlenskri ferðaþjónustu og er þar vísað til greiningar KPMG á gistirýmum á Norðurlandi sem var unnin fyrir Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

40 ára afmæli mögnuðustu þingræðu sögunnar – Flokksræðið gegn fólkinu

Hinn 23. nóvember 1982 eða fyrir 40 árum flutti Vilmundur Gylfason eina mögnuðustu þingræðu sem flutt hefur verið. Þetta er kröftug, ástríðufull og skemmtileg ræða þar sem íslensk stjórnkerfi er tekið á beinið. Þrátt fyrir gjörbreytt samfélag búum við í dag, árið 2022, við sama stjórnkerfi og árið 1982. Vandamálin í dag eru í meginatriðum hin sömu og fyrir 40 árum og tillögur Vilmundar um leiðir til úrbóta eru enn í fullu gildi og sígildar. Spurning er kannski hvort stjórnkerfið í dag hafi orðið faglegri en fyrir 40 árum og færst fjær flokksræðinu. Mál eins og salan á Íslandsbanka í vor benda ekki til þess að orðið hafi breytingar, sama má segja um mál ÍL-sjóðs og nú síðast lífeyrisaukasjóð LSR. Allt eru þetta dæmi um mál sem bera vitni um grátlegt fúsk og vanhæfni stjórnkerfisins sem kosta ríkissjóð og almenning tugi og jafnvel hundruð milljarða króna.
Meira

Aragrúi hugmynda fæddist á hugmyndafundum vegna uppbyggingar í gamla bænum á Blönduósi

Síðastliðið miðvikudagskvöld var haldinn í Reykjavík hugmyndafundur vegna deiliskipulags í gamla bænum á Blönduósi. Sambærilegur fundur fór fram í Félagsheimilinu á Blönduósi á þriðjudagskvöld. Um 110 manns sóttu fundina, um 55-60 á Blönduósi og um 50 í Reykjavík. Margir tugir ef ekki hundruð tillagna komu fram á fundunum.
Meira

Viðburðarík aðventuhelgi á Norðurlandi vestra

Það er fyrsta helgi í aðventu núna og mikið um að vera á Norðurlandi vestra. Nú á hádegi hefst Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks í íþróttahúsinu á Króknum og í kjölfarið verður hátíðarstemning þegar ljós verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi og hefst athöfnin kl. 15:30. Á Blönduósi verður Aðventuhátíð í Blönduóskirkju á morgun sem og afmælishátíð í Sauðárkrókskirkju. Í kvöld verður söngur, gaman og gleði í Skagafirði og víða verða verslanir opnar og markaðir af ýmsu tagi,
Meira

Tækifæri til fjárfestingar í gistirýmum á Norðurlandi

Bætt nýting utan háannar, vaxandi eftirspurn og þörf fyrir fjárfestingu í gistirýmum er einkennandi fyrir þá stöðu sem blasir við í norðlenskri ferðaþjónustu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í greiningu KPMG á gistirýmum á Norðurlandi, sem unnin var fyrir Markaðsstofu Norðurlands í haust.
Meira

Hvað gerist þegar kona fer?

Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar býður öllum þeim sem áhuga hafa á fyrirlestur með Ásdísi Ýr Arnardóttur fjölskyldufræðingi sem ber heitið „Hvað gerist þegar kona fer? Hvernig má styðja við konur sem vilja slíta ofbeldissambandi?“ og fjallar um þær aðstæður og tilfinningar sem gjarnan myndast þegar kona yfirgefur ofbeldissamband.
Meira

„Þekktu rauðu ljósin“ 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi 2022

,,Þekktu rauðu ljósin - Soroptimistar hafna ofbeldi” er slagorð íslenskra Soroptimista í 16 daga átakinu að þessu sinni. Átakið sem leitt er af Sameinuðu þjóðunum og er alþjóðlegt hefst 25. nóvember og því lýkur 10. desember.
Meira

Alþingi í eina viku

Í síðustu viku áskotnaðist undirrituðum sá heiður að taka sæti á Alþingi Íslendinga fyrir Miðflokkinn. Óhætt er að segja að ýmislegt hafi komið á óvart við þingmannsstörfin, en þau eru um margt ólík öðrum störfum sem ég hef tekist á við.
Meira

Góð þátttaka í Starfamessunni

Í gær var Starfamessa haldin í húsakynnum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en það er SSNV sem stendur fyrir messuhaldinu. Að sögn Steinunnar Gunnsteinsdóttur, sem var í forsvari messunnar ásamt Freyju Rut Emilsdóttur, þá tókst Starfamessan afar vel en hana sóttu allir nemendur 8.-10.bekkja grunnskólanna á Norðurlandi vestra, um 250-300 nemendur, auk þess sem sýningin var vel sótt af nemendum FNV.
Meira

Skagaströnd fékk flest stig á félagssvæði Kjalar

Kjölur stéttarfélag stóð ásamt níu öðrum bæjarstarfsmannafélögum að gerð könnunarinnar Sveitarfélag ársins síðastliðið vor en spurningar í könnuninni voru lagðar fyrir félagsfólk stéttarfélaganna í strörfum hjá sveitarfélögum. Könnunin var gerð í samstarfi við Gallup og byggð upp með hliðstæðum hætti og útnefningar fyrirtækis ársins og stofnunar ársins byggja á. Á starfssvæði Kjalar ríkti mest ánægja meðal starfsmanna Skagastrandar en minnst í Skagafirði.
Meira