A-Húnavatnssýsla

Göfug markmið hálli en áll :: Leiðari Feykis

„Ef þú nærð takmarkinu þínu, þá stefnirðu greinilega ekki nógu hátt,“ sagði Michelangelo forðum. Það er göfugt að hafa háleit markmið, sérstaklega ef þau eru raunsæ. Ég t.d. er löngu hættur að reyna að setja mér markmið sem ég veit að koma aldrei til með að verða að veruleika og hrekk hreinlega í kút þegar ég dett í einhverja fáránlega dagdrauma um kílóamissi með breyttu mataræði eða stórátök í ræktinni. Mér finnst betra að hugsa eins og tækjaglaður iðnaðarmaður: Betra er að eiga en vanta!
Meira

Morgunverðarfundur: Jarðvegsmengun – áskoranir, launir og nýting auðlindar -- Uppfært

Nú kl. 9 hefst morgunfundur Verkís sem ber yfirskriftina Jarðvegsmengun – áskoranir, lausnir og nýting auðlindar. Þar munu þrír fyrirlesarar auk fundarstjóra og sérfræðingur Verkís flytja erindi. Fundurinn stendur til kl. 10.30
Meira

Eimskip gerist einn af aðal styrktaraðilum Landsbjargar

Eimskip og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa gert með sér samstarfssamning þar sem fyrirtækið gerist einn af aðal styrktaraðilum Landsbjargar, með sérstaka áherslu á að styðja við björgunarstarf og forvarnir á sjó og landi. Í sameiningu munu félögin vekja sérstaka athygli á slysavarnaverkefninu Örugg á ferðinni, sem snertir á öllum flötum samgangna, og sérstaklega hvetja til aukinnar hjálmanotkunar.
Meira

Aðalmenn og varamenn taka sæti á Alþingi

Í gær tók Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, sæti á Alþingi sem varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Eyjólf Ármannsson og mun sitja út næstu viku. Sigurjón hefur áður setið á þingi, en hann var þingmaður Frjálslynda Flokksins á árunum 2003-2007.
Meira

Nýtt veðurkort á Feyki.is í samstarfi við Bliku

Feykir hefur gert samkomulag við veðurspávefinn blika.is, sem Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur gerir út, og birtir veðurspár og -athuganir á Feykir.is. Vefur Bliku var uppfærður og betrumbættur fyrr á þessu ári en hann hefur verið í loftinu frá 2019 og byggir á sömu hugmynd og yr.no þar sem hægt er að velja staðspár fyrir tæplega 10 þúsund staði hér á landi.
Meira

Ómetanlegt samstarf Höfðaskóla við Nes listamiðstöð

Nemendur í myndmennt í Höfðaskóla á Skagaströnd heimsóttu Nes listamiðstöð og kynntust þar m.a. kínverskri leturgerð hjá þeim Martin og Wen-Hsi. Á heimasíðu skólans segir samstarfið við Nes listamiðstöð vera ómetanlegt.
Meira

Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki sem varaflugvöllur - Bjarni Jónsson skrifar

Treysta þarf stöðu Alexandersflugvallar á Sauðárkróki í grunnneti samgangna með því að skilgreina hann sem varaflugvöll og ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir og fjárfestingu í búnaði svo að flugvöllurinn geti orðið vottaður varaflugvöllur fyrir millilandavélar sem ekki geta lent á öðrum flugvöllum landsins. Í því skyni þarf að uppfæra mögulegt þjónustustig Alexandersflugvallar hvað varðar viðhald, aðstöðu, búnað, flug- og lendingaröryggi og viðbragðstíma gagnvart almennum lendingum og sjúkraflugi.
Meira

Lasanja að hætti Rósinberg og brauðið góða

Að Hlíðarvegi 24 á Hvammstanga eru til heimilis Elín Jóna Rósinberg, matgæðingur úr tbl 46, 2022, Dagur Smári, einkaerfinginn hennar, og Eva Dögg, uppáhalds tengdadóttirin. Þau mæðgin hafa alla tíð búið í Húnaþingi vestra, fyrir utan námstíma Elínar, en hafa þó aldrei verið með lögheimili annars staðar og Eva Dögg er ættuð frá Hvammstanga.
Meira

Gæðingalist er keppni í þjálfun og heimavinnu, segir Fredrica Fagerlund

Sigurvegari gæðingalistar í Meistaradeild KS í hestaíþróttum er Fredrica Fagerlund á hestinum Stormi frá Yztafelli. Hún er reiðkennari frá háskólanum á Hólum, búsett í Mosfellsbæ ásamt manni sínum Sigurði H. Örnólfssyni og tveimur börnum þeirra fimm ára og fimm mánaða. Fredrica er finnsk að uppruna en flutti til Íslands fyrir þrettán árum.
Meira

Kjúklingur í pestósósu og letingjabrauð

Það eru Kolbrún Ágústa Guðnadóttir og Atli Þór Gunnarsson sem voru matgæðingar vikunnar í tbl 44, 2022. Kolbrún er úr Reykjavík og Atli er frá Kirkjubæjarklaustri en þau fluttu að Mánaskál í Laxárdal árið 2011 en keyptu síðar jörðina Sturluhól og hafa látið fara vel um sig þar undanfarin ár. Þau eiga því í raun tvö heimili, í Skagabyggð og Húnabyggð þó að stutt sé á milli bæja.
Meira