A-Húnavatnssýsla

Ýmist lamandi hiti eða svarta þoka :: Veður setur strik í smalamennsku

Um helgina fóru göngur og réttir víðast hvar fram á landinu og fara æði misjafnar fréttir af gangi mála sérstaklega á Norðurlandi. Sums staðar gekk allt eftir áætlunum en annars staðar hafði veður mikil áhrif og tafði framgöngu þeirra, þá einkum þoka sem umlék fjöll og dali um helgina eða sól og einmunablíða fyrir helgi.
Meira

Breytingar á póstþjónustu á Skagaströnd

Pósturinn hyggst gera breytingar á póstþjónustu, m.a. á Skagaströnd þar sem til stendur að loka pósthúsinu um miðjan janúar 2023. Þess í stað á að leggja meiri áherslu á aðrar þjónustulausnir á svæðinu. Í tilkynningu frá Póstinum segir að vilji sé til að upplýsa viðskiptavini sína um þessar fyrirhuguðu breytingar tímanlega en dreifibréf með öllum nánari upplýsingum um breytingarnar verður dreift til íbúa þegar nær dregur.
Meira

Það er eins og almáttugur eigi endalausar birgðir þokuskýja

Um liðna helgi voru víða aðal smölunar og réttardagar haustsins. Skaginn austanverður skiptist í nokkur gangasvæði og var Hafragilsfjallið og Sandfellið smalað í blíðviðri á föstudaginn, en þar er féð rekið framfyrir Þverárfjallsveginn og í veg fyrir Enghlíðinga enda að lang mestu leiti kindur þaðan. Almennur gangnadagur var síðan áætlaður á laugardaginn en þann dag varð tæplega sauðljóst vegna þoku og hreifði sig ekki nokkur maður nema flokkur mikill sem gekk Tindastólinn undir styrkri stjórn Friðriks Steinssonar.
Meira

Frítt á leik Kormáks og Hvatar gegn föllnu liði KH

Fyrir réttu ári var mikið um dýrðir í Húnaþingi, þegar sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar tryggði sér í fyrsta sinn sæti í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Römm blanda heimamanna og erlendra lykilmanna reyndist rétt í þriðju tilraun, en árin tvö á undan höfðu Húnvetningar farið í hina snúnu úrslitakeppni 4. deildar án þess að ná alla leið.
Meira

Guðrún Eik í nýrri stjórn Bjargráðasjóðs

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur skipað nýja stjórn Bjargráðasjóðs til fjögurra næstu ára en honum er ætlað að bæta tjón í landbúnaði af völdum náttúruhamfara sem ekki fæst bætt annars staðar. Guðrún Eik Skúladóttir, bóndi á Tannstaðabakka í Húnaþingi vestra er ein þriggja sem skipa stjórnina.
Meira

Bangsaspítalinn á Akureyri á laugardaginn

„Lýðheilsufélag læknanema tilkynnir með stolti að Bangsaspítalinn sívinsæli verður haldinn í fyrsta skipti á Akureyri laugardaginn 17. september næstkomandi!“ segir á Facebooksíðu heilsugæslunnar á Akureyri en þangað er öllum börnum, ásamt foreldrum eða forráðamönnum, boðið að koma með veika eða slasaða bangsa á 5. hæð milli klukkan 10 og 16.
Meira

Stokkað upp í rekstri Söguseturs íslenska hestsins

Sögusetur íslenska hestsins hefur verið starfrækt í ríflega tvo áratugi en það var stofnað að Hólum í Hjaltadal 9. júní 2001 af Hestamiðstöð Íslands, Byggðasafni Skagfirðinga og Hólaskóla. Árið 2006 var það gert að sjálfseignarstofnun og eru stofnaðilar hennar Byggðasafn Skagfirðinga og Hólaskóli. Nú er setrið á krossgötum þar sem erfiðlega hefur gengið að tryggja fjármögnun á rekstur þess. Vegna óvissu sem ríkti um reksturinn fyrr á árinu var forstöðumanni setursins, Kristni Hugasyni, sagt upp störfum og því verið lokað tímabundið a.m.k.
Meira

Aldrei of seint að gefast upp :: Áskorendapenninn Viktoría Blöndal Blönduósingur

...var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ástkær vinkona mín, Anna Margrét, skoraði á mig að vera áskorendapenni í Feyki. Ég man þá tíð þegar hún skoraði á mig að drekka heila flösku af gull kampavíni í skottinu á jeppa á Skagaströnd en nú er skorað á mig til að skrifa í héraðsblaðið Feyki.
Meira

Matgæðingur í tbl 21 - Misgáfulegir pastaréttir Dósa

Matgæðingur vikunnar í tbl 21 á þessu ári var Sæþór Már Hinriksson en hann starfar sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls ásamt því að skemmta fólki með tónlistarflutningi þegar hann má vera að og námsmaður með meiru. Sæþór er í sambúð með Karen Lind Skúladóttur og eiga þau eina dóttur saman, Sölku Sæþórsdóttur.
Meira

Augnablik lagði lið Kormáks/Hvatar í Fífunni

Næstsíðasta umferðin í 3. deild karla í knattspyrnu fór fram í dag en þá fór Kormákur/Hvöt í Kópavoginn þar sem þeir mættu liði Augnabliks. Síðustu vikur hafa verið liði Húnvetninga erfiðar og ekki náðist í stig í dag þegar áttundi tapleikurinn í röð leit dagsins ljós en lokatölur voru 4-1 fyrir heimaliðið. Staða liðsins í fallbaráttunni batnaði þó þrátt fyrir tapið þar sem bæði lið KH og Vængir Júpiters töpuðu sínum leikjum. Lið KH féll þar með í 4. deild og átta marka sveiflu þarf til, til að Vængirnir komist upp fyrir Kormák/Hvöt á stigatöflunni.
Meira