Sigurdís Sandra Tryggvadóttir gefur út sitt fyrsta lag
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Það var lagið
10.03.2023
kl. 09.55
Tónlistarkonan Sigurdís Sandra Tryggvadóttir gefur út í dag sitt fyrsta lag, gamla dægurlagið I Get Along Without You Very Well sem hún hefur sett í glænýjan búning. Sigurdís byrjaði að læra á píanó sjö ára gömul við Tónlistarskóla Austur-Húnvatnssýslu og útskrifaðist af listnámsbraut frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2013 og lauk samhliða framhaldsprófi í klassískum píanóleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri.
Meira
