A-Húnavatnssýsla

Fjölgar í tveimur sveitarfélögum af fimm á Norðurlandi vestra

Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. nóvember 2022. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Suðurnesjum eða um 6,2% sem er fjölgun um 1.793 íbúa. Íbúum á Suðurlandi fjölgaði um 4,0% á tímabilinu eða um 1.303 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 10.220 frá 1. desember 2021 sem er um 3,1%. Á Norðurlandi vestra fjölgaði um 0,3%.
Meira

Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum

Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. Þennan tíma var ekki hægt að hringja í neyðarlínuna 112 eða eiga samskipti fólks í milli vegna aðstæðna eða atvika sem kynnu að kalla á neyðaraðstoð.
Meira

Bætt bráðaþjónusta á heilsugæslustöðvum

Mikil þörf er á því að endurnýja og bæta tækjakost til bráðaþjónustu á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni. Öllu getur skipt að þær séu betur tækjum búnar til greiningar bráðavanda og slysa. Þá verður að vera til staðar vel þjálfað starfsfólk til að sinna fyrstu viðbrögðum.
Meira

Ekkert net- og símasamband við Skagaströnd í sex tíma

Húnahornið segir frá því að föstudaginn 4. nóvember síðastliðinn voru íbúar, fyrirtæki og stofnanir á Skagaströnd án net- og símasambands í sex klukkustundir þar sem ljósleiðari fór í sundur vegna framkvæmda í Refasveit. Atvikið afhjúpar alvarlega veikleika í öryggisinnviðum í sveitarfélaginu og ef upp hefðu komið tilfelli er varða líf og heilsu íbúa voru engar bjargir til staðar eða möguleiki til að kalla eftir aðstoð þar sem ekki náðist í 112 símleiðis.
Meira

Ábyrgð dýravelferðar liggur ávallt hjá eiganda

Vegna umræðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um velferð búfjár á tilteknum bæ í Borgarfirði, hefur Matvælastofnun sent út fréttatilkynningu til að árétta að stofnunin sé með málið til meðferðar. Þar kemur fram að á meðan vinnslu málsins stendur mun stofnunin sjá til þess að allir gripir búsins hafi aðgang að nægu heyi og vatni.
Meira

Mikilvægt að slökkviliðsmenn æfi reglulega

Slökkviliðsmenn Brunavarna Austur-Húnvetninga æfðu í síðustu viku björgun fastklemmdra og segir á Facebook-síðu þeirra að mjög mikilvægt sé að slökkviliðsmenn æfi reglulega hvernig beita eigi björgunarklippum og öðrum búnaði ef bjarga þarf fólki út úr bifreiðum eða öðrum klemmdum aðstæðum.
Meira

Kosið um nafn á grunnskóla Húnabyggðar

Kosning um nýtt byggðarmerki er ekki eina kosningin sem íbúum Húnabyggðar gefst færi á að taka þátt í þessa dagana því nú fer einnig fram kosning um nafn á grunnskóla Húnabyggðar. Auglýst var eftir nöfnum á skólann og bárust 119 tillögur.
Meira

Kosið milli fjögurra tillagna að nýju byggðarmerki Húnabyggðar

Fyrr á árinu var íbúakosning í Húnavatnshreppi og á Blönduósi þar sem kosið var um sameiningu sveitarfélaganna. Sameining var samþykkt og það var að ýmsu að hyggja í framhaldinu. Þar á meðal að finna nýju sameinuðu sveitarfélagi, Húnabyggð, nýtt byggðarmerki. Fyrr í sumar var auglýst eftir tillögum og nú nú er hafin kosning á milli þeirra fjögurra merkja sem þóttu álitlegust.
Meira

Hungurdiskar á Skagaheiði :: Sjaldgæft heiti á vel þekktu fyrirbrigði

Það var fallegt um að litast á Skagaheiðinni um helgina er Guðmundur Sveinsson, rjúpnaskytta á Sauðárkróki, fór þar um í veiðihug. Vildi hann lítið gefa upp um feng eða nákvæma staðsetningu þegar Feykir falaðist eftir mynd, sem hann setti á Facebook-síðu sína, til að birta í blaðinu.
Meira

Fullnýttur hælisleitendaleiðari :: Leiðari Feykis

Enn á ný standa öll spjót á ríkisstjórn Íslands varðandi brottvikningu egypskrar fjölskyldu af landinu í dag. Málið hefur vakið mikla athygli undanfarna daga og sitt sýnist hverjum. Þannig hafa margir þá skoðun að einungis sé verið að fara eftir settum lögum og reglum, sem ég tel líklegt, meðan aðrir telja jafnvel að um hreina illsku sé að ræða eða í næst versta falli af hluttektarleysi valdhafa.
Meira