A-Húnavatnssýsla

Feykir mælir með þessum partýkræsingum

Ef þú ætlar að halda upp á partý í kvöld þá eru þessar kræsingar eitthvað sem þú ættir að bjóða upp á.
Meira

Viktor Smári ánægður með lífið í Hæfileikamótun N1 og KSÍ

Þessa dagana fer fram Hæfileikamótun N1 og KSÍ drengja í Miðgarði í Garðabæ en lokahnykkurinn fer fram á Laugardalsvelli í dag. Drengirnir eru allir fæddir 2008 og eiga því að vera að spila með 4. flokki. Einn leikmaður úr liði Tindastóls/Hvatar/Kormáks er í 60 manna úrtakinu en það er Króksarinn Viktor Smári Davíðsson. Feykir hafði samband við kappann og spurði hann aðeins út í Hæfileikamótunina og fótboltann.
Meira

Úthlutunarferli Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra 2023

Opnað verður fyrir umsóknir í úthlutunarferli Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fyrir árið 2023 mánudaginn 26. september nk. Í tilkynningu á vef SSNV segir að umsóknarfrestur sé til kl. 16:00 þriðjudaginn 1. nóvember 2022. Veittir eru styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar, verkefnastyrkir til menningarstarfs og stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstarfs.
Meira

Pétur Jóhann óhæfur á Skagaströnd og Hvammstanga

Skagfirðingurinn grínaktugi, Pétur Jóhann Sigfússon, fer léttan rúnt á Norðurlandi vestra þessa dagana. Kappinn treður upp með uppistand sitt, Pétur Jóhann óhæfur, á Skagaströnd í kvöld og kvöldið eftir mætir hann jafnvel enn hressari á Hvammstanga.
Meira

Maríuerla er Fugl ársins 2022

Þetta árið kepptu sjö fuglategundir um titilinn Fugl ársins í keppni sem Fuglavernd stóð nú fyrir annað árið í röð. Fimm fuglanna höfðu kosningastjóra sem unnu ötult og óeigingjarnt kynningarstarf fyrir sína smávini. Maríuerlan kynnti sig þó sjálf með hlýlegri nærveru sinni um allt land og þurfti ekki talsmann til að sigra keppnina með yfirburðum og 21% atkvæða. Í öðru og þriðja sæti lentu hinir ólíku en glæsilegu fuglar, himbrimi og auðnutittlingur, með 14% atkvæða hvor um sig. Alls kusu 2100 manns um fugl ársins 2022.
Meira

Hilmar Þór markahæstur og bestur í liði Kormáks/Hvatar

Aðdáendasíða Kormáks (og sennilega Hvatar líka) bíður ekki boðanna og hefur nú þegar tilkynnt val aðdáenda Kormáks/Hvatar á leikmanni, efnilegasta leikmanni og stuðningsmanni ársins 2022, þrátt fyrir að enn eigi liðið eftir að spila einn leik í 3. deildinni. Leikmaður ársins er Hilmar Þór Kárason sem hefur verið duglegur að setj'ann í sumar.
Meira

Ríflega hálf milljón safnaðist í kringum knattspyrnuleik í Kópavogi

Kormákur/Hvöt sótti lið Augnabliks heim í Kópavog síðasta laugardag en liðin áttust við í 3. deildinni. Augnablik ákvað að standa fyrir söfnun í kringum leikinn en allur aðgangseyrir rann til aðstandenda harmleiksins á Blönduósi en jafnframt var fólk sem ekki komst á leik liðanna hvatt til að leggja málstaðnum lið. Þegar upp var staðið safnaðist ríflega hálf milljón króna.
Meira

Hvert stefnir þjóðkirkjan? Ólafur Þ. Hallgrímsson skrifar

Það eru breytingar að verða í þjóðkirkjunni, sem ekki fara framhjá neinum, ekki heldur fyrrv. sveitpresti, komnum á eftirlaun, sem bregður í brún og finnst erfitt að átta sig á ýmsu, sem þar er að gerast. Stjórnsýslu kirkjunnar hefur verið skipt upp í tvö aðgreind svið, frá síðustu áramótum, sem kann að vera til bóta. Prestaköll sameinuð samkv. ákvörðunum kirkjuþings og biskupafundar
Meira

Nýprent fékk rekstarstuðning vegna Feykis

Í frétt á RÚV segir af því að 25 einkareknir fjölmiðlar hafi fengið rekstrarstuðning árið 2022. Úthlutunarnefnd veitti þremur fjölmiðlaveitum; Árvakri, Sýn og Torgi, hæstu úthlutunarupphæðina, tæplega 67 milljónir. Þessar þrjár veitur hlutu því rúmlega 200 milljónir af þeim tæpu 381 milljón sem úthlutað var. Nýprent á Sauðárkróki, sem gefur út Feyki og heldur úti Feykir.is, fær stuðning sem nemur 4.249.793 kr.
Meira

FISK Seafood býður áhorfendum á úrslitaleik Tindastóls og FH

Nú er það baráttan um grasið! Síðasti fótboltaleikur sumarsins á Króknum fer fram nú á föstudagskvöldið þegar Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) mætir og spilar hreinan úrslitaleik við lið Tindastóls um efsta sætið í Lengjudeildinni. Bæði liðin hafa þegar tryggt sér sæti í Bestu deildinni að ári og því engin pressa – aðeins metnaður og vilji til að krækja í titilinn. Það er því ekkert annað í stöðunni en að fjölmenna undir flóðljósin í stúkuna góðu og styðja Stólastúlkur til sigurs. FISK Seafood býður áhorfendum á völlinn þannig að þetta er bara rakið dæmi!
Meira