A-Húnavatnssýsla

Bjarni Guðmundsson með fyrirlestur í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi

Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri, prófessor emeratus, mun flytja fyrirlestur í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi nú á laugardaginn. Fyrirlesturinn byggir á samnefndri bók hans, Konur breyttu búháttum – Saga Mjólkurskólans á Hvanneyri og Hvítárvöllum, sem kom út árið 2016.
Meira

Bjarmanes – Menningarmiðja Norðurlands, Skagaströnd

Næstkomandi föstudag opnar Bjarmanes menningar-og samveruhús á Hólanesvegi, Skagaströnd. Að stofnun Menningarmiðju Norðurlands, sem rekur Bjarmanes: menningar- og samveruhús, standa vinkonurnar G. Eva Guðbjartsdóttir og Erla María Lárusdóttir sem búsettar eru á Skagaströnd. Þeim fannst vanta vettvang þar sem hægt væri að ýta undir menningu, listir og samveru á Skagaströnd og ákváðu að taka málin í eigin hendur.
Meira

Tvær stúlkur úr Skagafirði í U-21 í hestaíþróttum

Þær Björg Ingólfsdóttir og Þórgunnur Þórarinsdóttir úr hestamannafélaginu Skagfirðingi hafa verið valdar í U21-landsliðshóp Íslands í hestaíþróttum en skrifað var undir samninga í gærmorgun í höfuðstöðvum Landssambands hestamannafélaga í Laugardalnum. Tvær skagfirskar hestakonur eru þar á meðal tíu annarra knapa en stórt tímabil er framundan á HM ári.
Meira

Blöndulína 3 - Nokkrar athugasemdir

Blöndulína 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar hefur verið á döfinni í nær hálfan annan áratug og deilt um hvar hún skuli lögð um Skagafjörð. Nefndar voru einkum tvær leiðir fyrir línulögn, svok. Efribyggðarleið og hins vegar Héraðsvatnaleið.
Meira

Nýjasti Stóllinn kominn í dreifingu

Stóllinn, kynningarblað körfuknattleiksdeildar Tindastóls fyrir tímabilið 2022-2023, er komið út og verður dreift í öll hús á Sauðárkróki í dag. Venju samkvæmt er blaðið fullt af viðtölum og upplýsingum um körfuboltavertíðina, kynning á leikmönnum og leikjum meistaraflokka o.s.frv. Þetta er í fjórða sinn sem Stóllinn er gefinn út en þess má þó geta að sérstakur Bikar-Stóll fór á netið snemma árs 2020 þegar lið Tindastóls komst í undanúrslit bikarkeppninnar.
Meira

Hugmyndafundir vegna uppbyggingar í gamla bænum á Blönduósi

Í byrjun september var undirrituð viljayfirlýsing um uppbyggingu í gamla bænum á Blönduósi. Að því tilefni verða haldnir tveir opnir hugmyndafundir dagana 22. og 23. nóvember þar sem safnað verður saman hugmyndum fólks um uppbyggingu gamla bæjarhluta Blönduóss. Fyrri fundurinn verður í Félagsheimilinu á Blönduósi kl. 19 en sá síðari fer fram í Reykjavík.
Meira

Högni Elfar tók sæti sem varaþingmaður á Alþingi í gær

Högni Elfar Gylfason, bóndi á Korná í Skagafirði, tók sæti á Alþingi í gær sem varaþingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Bergþór Ólason í Miðflokknum. Þar flutti hann m.a. jómfrúarræðu sína í óundirbúnum fyrirspurnartíma um aðgerðir í þágu kolefnishlutleysis og spurði forsætisráðherra m.a. út í landbúnaðarmál í því sambandi. Feykir hafði samband við Högna og spurði hann út í upplifun sína af fyrsta þingmannsdeginum.
Meira

Guðrún Ósk opnar málverkasýnginu í Listakoti Dóru

Málverkasýningin Kynvættir meðal vors verður opnuð laugardaginn 19. nóvember í sýningarsal Listakots Dóru íVatnsdalshólum í Austur-Húnavatnssýslu. Verkin á sýningunni eru máluð af Guðrúnu Ósk Aðalsteinsdóttur sem er stúdent af myndlistabraut Fjölbrautaskólan í Breiðholti en hún er frá Hvolsvelli. Þetta er hennar fyrsta einkasýning en Guðrún Ósk hefur verið viðloðandi listaheiminn frá barnsaldri og tekið þátt í sýningum og viðburðum.
Meira

Leyfi fyrir framkvæmdum í Spákonufellshöfða

Húnahornið segir frá því að Umhverfisstofnun hefur veitt leyfi fyrir framkvæmdum í Spákonufellshöfða en fyrirhugað er að reisa þar fuglaskoðunarhús, bæta og afmarka bílaplan, bæta merkingar og gera úrbætur og viðbætur á göngustígum fólkvangsins. Spákonufellshöfði er friðlýstur og öll mannvirkjagerð og hvers konar annað jarðrask óheimilt nema með leyfi Umhverfisstofnunar.
Meira

Öryggisbrestir í fjarskiptum – hvað er til ráða?

Bjarni Jónsson alþingismaður skrifar grein í Feyki 12. nóvember sl. um alvarlegan öryggisbrest í fjarskiptum á Skagaströnd. Brestur sem nútíma samfélag á ekki að þurfa að þola og því rétt að taka undir áhyggjur þingmannsins. Hér verður aðeins lagt inn í þessa umræðu.
Meira