A-Húnavatnssýsla

Þekkir þú krakka í 6. og 7. bekk?

Þá væri gaman að kanna hvort þeir hafi ekki áhuga á að taka þátt í Krakkakviss því Stöð 2 leitar nú að krökkum á aldrinum 11 og 12 ára (6. og 7. bekk) til að taka þátt í nýrri þáttaröð.
Meira

Tíu nýsköpunarteymi á Norðurlandi valin í Vaxtarrými

Tíu kraftmikil nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem mun hefja göngu sína 3. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðanátt*.
Meira

Tæpur 29 milljóna króna halli á HSN

Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) var haldinn fimmtudaginn 22. september sl. þar sem kynntar voru helstu niðurstöður rekstrarársins 2021. Helstu niðurstöður rekstrarársins eru að stofnunin var rekin með.
Meira

Ertu með hugmynd? Auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki í þrjá flokka vegna ársins 2023: Atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrki, verkefnastyrki á menningarsviði og stofn- og rekstrarstyrki á menningarsviði. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þriðjudaginn 1. nóv. nk.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd á morgun

Opið hús verður hjá Nes listamiðstöð að Fjörubraut 8 á Skagaströnd á morgun, 27. september. Tíu listamenn víða að úr heiminum hafa stundað list sína á Skagaströnd undanfarið og bjóða öllum sem vilja að kíkja á hvað búið er að skapa í norðrinu.
Meira

„Algert lykilatriði að vera í samstarfi“

2. flokkur kvenna Tindastóls/Hvatar/Kormáks spilaði við Reykjanesúrvalið (RKVG) á Sauðárlróksvelli síðastliðinn föstudag. Leikurinn var hress og skemmtilegur á að horfa og fór fram við fínar aðstæður. Tvívegis náði heimaliðið forystunni en gestirnir jöfnuðu og stálu svo stigunum, sem í boði voru, undir lok leiksins. Lokatölur því 2-3.
Meira

Almannavarnir vara við vonskuveðri

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við væntanlegu óveðri á svæðinu. Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra sem tók gildi nú síðdegis og gildir fram á morgundaginn.
Meira

Stundum verða stökur til … :: Séra Hjálmar gefur út ljóðabók

Séra Hjálmar Jónsson þarf vart að kynna fyrir lesendum Feykis, þekktur fyrir prestsstörf og þingmennsku og ekki síst fyrir skemmtilegar og landsfrægar vísur. Margar þeirra hafa fengið vængi en nú er loksins hægt að nálgast kviðlinga Hjálmars í nýútgefinni bók sem ber nafnið Stundum verða stökur til … og er hluti af tækifærisvísu sem hann orti á góðri stund, eins og segir á bókarkápu.
Meira

Hæðir og lægðir í laxveiðinni

Endasprettur laxveiðimanna stendur nú yfir í helstu ám landsins en þær loka á næstu dögum. Þá skýrist hvernig til hefur tekist í laxveiðinni í sumar. Miðfjarðará lokar á morgun en hún er aflamest húnvetnsku laxveiðiánna með 1.474 laxa samkvæmt tölum frá 21. september síðastliðnum. Í umfjöllun Húnahornsins um laxveiðina kemur fram að í fyrra endaði Miðfjarðará í 1.796 löxum þannig að það er ljóst að sú tala verður ekki toppuð í ár.
Meira

Borgari á launum :: Leiðari Feykis

Þegar þessi pistill er í smíðum er að minnsta kosti 15 stiga hiti úti og líklega besta veður sumarsins hingað til. Það er nú ekki fallegt að bölva góðu veðri en ég nefndi það við prentarann að þetta væri alveg glatað að sitja inni á skrifstofu og rembast við að klára blaðið þegar hægt væri að vera á borgaralaunum eins og Píratar hafa hafa gert að tillögu sinni og lagt fram þingsályktun á Alþingi og notið blíðunnar úti.
Meira