feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Hestar, Vestur-Húnavatnssýsla
22.02.2023
kl. 08.58
Keppni í Meistaradeild KS í hestaíþróttum hefst í kvöld á gæðingalist, sem áður kallaðist gæðingafimi, en þar eru sýndir vel þjálfaðir gæðingar á listrænan hátt, þar sem öll þjálfunarstigin eru sýnd. Hinar keppnirnar, fjórgangur fer fram 8. mars; fimmgangur 17. mars; slaktaumatölt 5. apríl; 150m og gæðingaskeið sumardaginn fyrsta 20. apríl og lokakvöldið er svo áætlað 28. apríl þegar keppt verður í tölti og flugskeiði.
Meira