Garðbæingar gerðu fjögur mörk í síðari hálfleik á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
04.09.2022
kl. 14.39
Það var spilað í 3. deild karla í knattspyrnu í gær og á Blönduósvelli tók lið Kormáks/Hvatar á móti sprækum Garðbæingum í liði KFG. Gestirnir eygja enn möguleika á að næla í sæti í 2. deild og leikurinn því mikilvægur fyrir þá. Heimamenn geta tæknilega séð enn fallið í 4. deild en þá þurfa svo óvæntir hlutir að gerast að það yrði rannsóknarefni ef svo færi. Markalaust var í hálfleik en lið KFG fann mark heimamanna fjórum sinnum í síðari hálfleik og fór því heim með stigin þrjú. Lokatölur 0-4.
Meira