A-Húnavatnssýsla

Elskar að kenna í listavali í Árskóla

Ásta Búadóttir býr á Sauðárkróki, er alin upp á Hvalnesi á Skaga, en flutti tvítug til Sauðárkróks. Bjó í fjögur ár á Höfn í Hornafirði, þar sem hún hóf sinn búskap, en flutti aftur í Skagafjörðinn. Árið 1991 flutti hún til Reykjavíkur í nám, en kom svo aftur eftir námið og hefur verið í Skagafirðinum síðan. Hún er matreiðslumeistari og kennari í Árskóla.
Meira

Folsom Prison Blues var fyrsta lagið sem Inga fílaði í botn / INGA SUSKA

Að þessu sinni er það Inga Rós Suska Hauksdóttir sem svarar Tón-lystinni en hún er Blönduósingar, fædd 2006. Hún er því alveg 16 ára gömul og þegar farin að láta til sín taka músíkinni. Hún steig á stokk á Húnavöku nú í sumar við fínar undirtektir og söng sig inn í hjörtu viðstaddra við gítarundirleik Elvars Loga tónlistarkennara. Í haust stefnir Inga síðan á söngnám við Tónlistarskólann á Akureyri og ætlar að stunda nám á sviðslistabraut við MA. „Ég er rosalega spennt fyrir því!“ sagði hún þegar blaðamaður Feykis lagði fyrir hana nokkrar spurningar í Facebook-skilaboðum í lok júlí.
Meira

Sýslumaður Íslands verður á Húsavík

Morgunblaðið greinir frá því í dag að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra sé búinn að ákveða hvar sýslumaður Íslands verði staðsettur eftir boðaða sameiningu allra sýslumannsembætta landsins undir eina stjórn. Er ákvörðun ráðherra m.a. byggð á greiningu Byggðastofnunar.
Meira

Sjöundi tapleikur Kormáks/Hvatar í röð kom í Árbænum

Lið Húnvetninga spilaði tuttugasta leik sinn í 3. deildinni sl. miðvikudagskvöld en lið Kormáks/Hvatar hefur átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið. Þeir mættu til leiks með nokkuð laskaðan hóp í Árbæinn þar sem lið Elliða beiða eftir þeim en Árbæingarnir voru aðeins með stigi meira en gestirnir og mátti því búast við jöfnum leik. Svo fór ekki því heimamenn náðu fljótt yfirhöndinni og unnu að lokum 4-1 sigur.
Meira

Upphafsfundur rammasamnings með sveitarfélögum um aukið framboð á húsnæði

Næstkomandi mánudag 12. september kl.12.00 verður haldinn upphafsfundur um rammasamning á milli ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða á árunum 2023-2032. Fundurinn verður haldinn hjá HMS í Borgartúni 21 en honum verður jafnframt streymt í gegnum Teams.
Meira

Svipmyndir frá vel heppnaðri Dylanhátíð á Skagaströnd

Bob Dylan er án efa einn merkasti listamaður samtímans. Hann er búinn að vera lengi að. Gefið út plötur í 60 ár og verið skrýddur flestum verðlaunum og enn er í fersku minni þegar hann var of upptekinn að mæta til að taka á móti nóbelsverðlaununum. Árið 2021 náði hann þeim merka áfanga að verða áttræður. Þá stóð til að halda hátíð honum til heiðurs á Skagaströnd en það þurfti að fresta henni þegar enn ein bylgja veirunnar lét á sér kræla.
Meira

Stelpurnar í 4. flokki lutu í gras eftir vítaspyrnukeppni

Það var hörkuleikur á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi þegar Tindastóll/Hvöt/Kormákur og Stjarnan/Álftanes mættust í undanúrslitum Íslandsmótsins í 4. flokki kvenna. Fjórða flokk skipa leikmenn sem eru 14 ára og yngri og er óhætt að fullyrða að stelpurnar gáfu allt í leikinn sem fór bæði í framlengingu og að lokum vítaspyrnukeppni þar sem gestirnir að sunnan höfðu á endanum betur og tryggðu sig í úrslitaleik gegn liði FH. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2 en liðunum tókst ekki að reka smiðshöggið í framlengingu.
Meira

Ljósmyndasýning Richard Nürnberger á Skagaströnd

Þýski ljósmyndarinn Richard Nürnberger mun opna ljósmyndasýningu sína í Salthúsi gistiheimili á Skagaströnd nk. laugardag 10. september. Allir velkomnir.
Meira

Vonir standa til að það náist að steypa brúardekkið fyrir veturinn

Vel gengur með uppbyggingu Þverárfjallsvegar í Refasveit og Skagastrandarvegar um Laxá en þar leggja Skagfirskir verktakar um 12 km veg auk þess að byggja 14 metra háa og rúmlega hundrað metra langa brú.
Meira

Kristinn Hugason til Ísteka

Kristinn Hugason, sem áður starfaði sem forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal, hefur verið ráðinn samskiptastjóri líftæknifyrirtækisins Ísteka. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 og sérhæfir sig í að vinna lyfjaefni úr hryssublóði.
Meira