A-Húnavatnssýsla

Mild veður með umhleypingum í nóvember

Fimm félagar Veðurklúbbs Dalbæjar sáu um samantekt veðurupplýsinga að þessu sinni þar sem farið var yfir tunglkomu, músagang, tengsl við veður fyrsta vetrardag og margt fleira. Í fundargerð kemur fram að spámenn hafi einnig velt fyrir sér hvort rjúpnastofninn, sem er víst í sögulegu lágmarki núna, gæti eitthvað tengst veðrum undanfarin ár en sáu ekki endilega bein tengsl þar á milli.
Meira

Húnavatnshreppur markar stefnu í ferðaþjónustu

Stefnumörkun ferðaþjónustu í Húnavatnshreppi hefur verið lögð fram hjá sveitarstjórn en þar er kveðið á um hvaða verkefni sveitarfélagið muni leggja áherslu á næstu tvö ár og verður sendur sem forgangslisti í áfangastaðaáætlun fyrir árið 2021. Á heimasíðu hreppsins kemur fram að fleiri áningarstaðir þarfnist greiningar og síðan fjármagns og yrðu þeir teknir fyrir í framhaldinu.
Meira

Gætt´að hvað þú gerir maður! - Leiðari Feykis

Nú stendur yfir tuttugasti og sjötti aðildarríkjafundur Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP26) í Glasgow. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í gær með erindi á leiðtogaráðstefnu en með henni eru tæplega 60 þátttakendur frá Íslandi, m.a. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, sem tekur þátt í hliðarviðburðum tengdum orkumálum og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem einnig mun taka þátt í hliðarviðburðum og tvíhliðafundum, m.a. um vernd og endurheimt votlendis, um súrnun sjávar og um alþjóðlegan samning sem unnið er að um loftslagsmál, viðskipti og sjálfbærni, eins og hægt er að fræðast um á vef stjórnarráðsins.
Meira

Fjölgun í öllum landshlutum - Norðvestlendingar orðnir 7426 talsins

Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum á tímabilinu frá 1. desember 2020 til 1. nóvember sl. en hlutfallslega var fjölgunin mest á Suðurlandi eða um 3,2% og á Suðurnesjum um 2,5%.
Meira

Eftirspurn greiðslumarks mjólkur langt umfram framboð

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bárust 187 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark mjólkur þann 1. nóvember 2021. Þrettán vildu selja en fjöldi kauptilboða var alls 174. Þetta er síðasti markaður ársins og taka viðskiptin gildi frá 1. janúar 2022.
Meira

Njótum töfra aðventunnar í heimabyggð

Á heimasíðu Blönduósbæjar segir frá því að bærinn stefnir á að gefa út viðburðadagatal með dagskrá flestra þjónustuaðila, kirkjunnar, félaga, safna og skóla auk upplýsinga um tónleika, jólamarkaði og öðru því sem fylgir aðventunni.
Meira

Margmenni í opnu húsi Byggðastofnunar

Byggðastofnun bauð síðasta föstudag gestum og gangandi að koma og fagna með starfsfólki stofnunarinnar að hafa tekið í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði undir starfsemi sína á Sauðárkróki. Ekki stóð á gestakomunni og segir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri, ánægjulegt að sjá þann áhuga sem fólk sýnir starfsemi stofnunarinnar og þeim verkefnum sem hún vinnur að.
Meira

Landsliðsmanni vikið úr landsliðinu í hestaíþróttum

Stjórn Landssambands hestamannafélaga (LH) og landsliðsnefnd sendu frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem sagt er frá þeirri ákvörðun hennar að víkja einum landsliðsmanni úr landsliðshópi Íslands í hestaíþróttum. Fram kemur að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi nýtilkominna upplýsinga um dóm sem landsliðsmaðurinn hlaut fyrir kynferðisbrot, en stjórn sambandsins og landsliðsnefnd hefði ekki verið kunnugt um dóminn.
Meira

Eingöngu leyfilegt að veiða rjúpu eftir hádegið

Veiðitímabil rjúpu hefst í dag 1. nóvember og stendur út mánuðinn en samkvæmt tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er heimilt að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en veiðibann á miðvikudögum og fimmtudögum líkt og undanfarin ár.
Meira

Rekaviður í listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd

Laugardaginn 30.október var sýningin „Rekaviður – lifandi gagnabanki“opnuð í listamiðstöðinni Nesi að Fjörubraut 8 á Skagaströnd og við sama tækifæri var heimildamynd um rekavið frumsýnd. Sýningin verður opin frá kl. 13-17 mánudag til miðvikudags nú í fyrstu viku nóvember.
Meira