„Virkilega stoltur af strákunum“
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
10.09.2021
kl. 14.21
„Tilfinningin var ólýsanleg. Langþráður draumur að rætast hjá leikmönnum, þjálfarateymi, meistaraflokksráði og stuðningsmönnum okkar. Við lögðum allt okkar í verkefnið og uppskárum eftir því. Ég er því virkilega stoltur af strákunum,“ segir Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari og leikmaður Kormáks Hvatar, þegar Feykir spurði hann hvernig tilfinningin hafi verið þegar dómarinn flautaði til leiksloka á Blönduósi á þriðjudag og ljóst var að liðið hafði tryggt sér sæti í 3. deild að ári. Kormákur Hvöt spilar á morgun við lið KH á Origo-vellinum í Reykjavík en þar ræðst hvort liðið verður Íslandsmeistari í 4. deild.
Meira