A-Húnavatnssýsla

Það er líf í landinu

Svo að landsbyggðin vaxi og dafni er mikilvægt að til staðar sé öflug byggðastefna ásamt góðum fjarskiptum og góðu vegakerfi. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið sem finna má í byggða- fjarskipta og samgönguáætlunum. Hægt er að fylgjast með framgangi þessara áætlana á nýrri heimasíðu sem haldið er úti af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Vefurinn er undir léninu vegvisir.is og er gagnvirkur upplýsingarvefur þar sem hægt verður að fylgjast með fjármögnun, framvindu og árangri í yfir 500 verkefnum og stöðu 60 árangursmælikvarða.
Meira

Sumaropnunartímar sundlauga á Norðurlandi vestra

Nú þegar sumarið er komið í fullt swing er gott að kynna sér opnunartíma sundlauganna á Norðurlandi vestra. Á Norðurlandi vestra eru glæsilegar sundlaugar sem enginn verður svikin af að heimsækja. 
Meira

Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi

Viðreisn kynnir nú framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fara fram þann 25. september. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, leiðir listann. Í 2. sæti er Bjarney Bjarnadóttir, kennari, Starri Reynisson, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, situr í 3. sæti listans og Ingunn Rós Kristjánsdóttir, sálfræðinemi, er í 4. sæti.
Meira

Kormákur/Hvöt á sigurbraut í fjórðu deildinni

Kormákur/Hvöt lagði leið sína í Fagralundinn í Kópavogi Laugardagskvöldið 5. Júní sl. þar sem að liða Vatnalilja tók á móti þeim í D-riðli 4. Deildarinnar. Leikurinn endaði 1:2 fyrir Kormák/Hvöt.
Meira

Sameiningartillagan felld á Skagaströnd og í Skagabyggð

Í gær var kosið um sameiningartillögu fjögurra sveitarfélaga í austur Húnavatnssýslu; Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Skagastrandar. Tillagan var felld á Skagaströnd þar sem  69,2 % íbúa sögðu nei við sameiningu og í Skagabyggð  54,7 % íbúa sem sögðu nei. 89,4 % íbúa í Blönduósbæ sögðu já við sameiningu og í Húnavatnshrepp sögðu 56,6 % íbúa já.
Meira

Styttist í mikla prjónahátíð á Blönduósi - Fimmta Prjónagleðin haldin um næstu helgi

Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi í fimmta sinn dagana 11. - 13. júní nk. og er búist við mikilli prjónahátíð. Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið sem tengjast prjónaskap, garni og ull, fjölbreytta fyrirlestra, spennandi prjónatengda viðburði og svo hefur Garntorgið mikið aðdráttarafl fyrir prjónafólk. Einnig er haldin hönnunar og prjónasamkeppni í tengslum við hátíðina.
Meira

Nýja stúkan opnuð formlega á morgun og frítt á völlinn

Það verður gleði á Sauðárkróksvelli á morgun, laugardaginn 5. júní, en þá fer fram formleg opnun á nýrri áhorfendastúku við gervigrasvöllinn. Stúkan verður opnuð kl. 15:30 en kl. 16:00 hefst síðan leikur Tindastóls og Vals í Pepsi Max deild kvenna og í tilefni af stúkuopnuninn verður frítt á völlinn í boði knattspyrnudeildar Tindastóls.
Meira

Hvetur alla íbúa að taka þátt í kosningunni - Ingvar Björnsson Húnavatnshreppi

Ingvar Björnsson býr á Hólabaki í Þingi og rekur, ásamt Elínu Aradóttur konu sinni, kúabú og textíl- og hönnunarfyrirtæki sem framleiðir vörur undir vörumerkjunum Lagður og Tundra. Þau hjón eiga þrjú börn, Aðalheiði 15 ára, Ara 12 ára og Elínu 8 ára. Ingvari finnst faglega hafi verið staðið að undirbúningi sameiningar og er hlynntur þeim.
Meira

Ókostur að skipta börnum úr dreifbýlinu í báða skólana - Erla Jónsdóttir Skagabyggð

Erla Jónsdóttir býr í Kambakoti í Skagabyggð, framkvæmdastjóri Lausnamiða, sem er bókhalds- og rekstrarráðgjafa fyrirtæki með skrifstofu á Skagaströnd. Einnig stundar hún kolefnisjafnaða sauðfjárframleiðslu á jörðunum Kambakoti og Hafursstöðum ásamt Jóhanni Ásgeirssyni, eiginmanni sínum og börnum þeirra, Freyju Dís og Loga Hrannari. Erla er ekki hlynnt sameiningu og telur hana snúast meira um skiptingu starfa á milli Skagastrandar og Blönduóss frekar en nokkuð fyrir íbúa Skagabyggðar.
Meira

Telur stærra sveitarfélag verða öflugra að öllu leyti - Sigurlaug Gísladóttir Blönduósi

Sigurlaug Gísladóttir, sem fædd er og uppalin í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, býr nú á Blönduósi og rekur verslunina Húnabúð þar í bæ, sem er hvoru tveggja í senn, kaffihús með blóm og gjafavörur.
Meira