Gul veðurviðvörun yfir alla helgina
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
30.01.2025
kl. 09.58
Það er boðið upp á gula veðurviðvörun á Vestur-, Suðvesturlandi og miðhálendinu í dag. Norðurland vestra virðist sleppa nokkuð vel en þó gæti hvesst nokkuð í Húnavatnssýslunum. Gengur í suðaustan 13-18 m/s með snjókomu eða slyddu öðru hvoru, segir í veðurspá Veðurstofunnar fyrir daginn í dag, en snýst í suðvestan 8-13 með stöku éljum í kvöld. Hiti kringum frostmark. Suðaustan 18-25 og dálítil rigning á morgun en hiti 3 til 10 stig.
Meira