A-Húnavatnssýsla

Það hvessir og spáð er lítilsháttar snjókomu

Eftir stillt veður síðustu daga snýr veturkonungur aðeins upp á sig í nótt og á morgun. Spáð er 10-18 m/sek á morgun og ef nebba er stungið út fyrir dyrakarm má berlega finna að blástur er þegar hafinn. Norðanáttinni fylgir lítilsháttar snjókoma á svæðinu en bæði vindur og éljagangur gengur niður á miðvikudagsmorgni.
Meira

Flúðabakkaverkefnið kynnt

Á upphafsdögum janúarmánaðar var sagt frá því að undirrituð hefði verið viljayfirlýsing um byggingu átta íbúða fyrir 60 ára og eldri við Flúðabakka á Blönduósi. Nú liggur fyrir að kynna verkefnið fyrir fólki og verður opinn fundur haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 18. janúar klukkan 20:00.
Meira

„Nú reynir á okkur öll“

Vofveiflegir atburðir eiga sér nú stað í Grindavík en eins og vafalaust landsmenn allir hafa fylgst með í fjölmiðlum í dag þá hófst eldgos í túnfæti Grindvíkinga í morgun, fyrst utan varnargarðsins nýreista, en í hádeginu opnaðist jörð innan hans og hraun hóf að renna inn í bæinn. Það er ljóst að hugur landsmanna er nú hjá Grindvíkingum sem mega upplifa þá hörmung að horfa á hús sín brenna í beinni útsendingu en þegar þetta er ritað hefur hraunið kveikt í þremur húsum. Sveitarstjórnir Skagafjarðar og Húnaþings vestra hafa þegar sent Grindvíkingum góðar kveðjur.
Meira

Stólastúlkur með góðan sigur á Austfjarðaúrvalinu

Kvennalið Tindastóls náði í góðan sigur í dag á Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu en stelpurnar mættu þá Austfjarðaúrvalinu sem er sameiginlegt lið FHL og Einherja. Úrslit leiksins urðu 4-0 og fylgdu stelpurnar þar með vel eftir 2-0 sigri sem vannst á liði Völsungs um síðustu helgi.
Meira

Lögregluvarðstöð á Hvammstanga formlega vígð

Í gær fór fram vígsla nýrrar lögregluvarðstöðvar á Hvammstanga við hátíðlega athöfn. Fjölmenni kom saman í stöðinni að Höfðabraut 6 til að fagna þessum tímamótum. Það hefur verið baráttumál sveitarstjórna um langa hríð að bæta löggæslu í sveitarfélaginu með opnun mannaðrar lögregluvarðstöðvar. Stöðin opnaði í haust en formleg opnun var semsagt í gær.
Meira

Ísland mætir Serbíu í dag

Fyrsti leikur strákanna okkar í handboltalandsliðinu á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi er í dag, þegar íslensku strákarnir mæta Serbíu og hefst leikurinn klukkan 17:00.
Meira

Söngleikurinn Grease verður sýndur í Miðgarði í kvöld

Það er tilhlökkunarefni í byrjun hvers árs þegar árshátíðarleikrit eldri bekkja Varmahlíðarskóla eru sett á fjalirnar. Engin breyting verður á í ár því í kvöld, föstudaginn 12. janúar, ælta nemendur í 8. - 10. bekk að sýna leikritið Grease og er handritið eftir Gísla Rúnar Jónsson en það er Íris Olga Lúðvíksdóttir sem leikstýrir verkinu.
Meira

Vegagerðin varar við ísingu og hálku í dag

Á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að nú séu vegir flestir blautir og þegar kólnar fer hægt og bítandi í hægum vindi, myndast ísing og lúmsk hálka. Þetta á eftir að gerast framan af degi á fjallvegum og inn til landsins, en við sjávarsíðuna í kvöld og nótt.
Meira

Kaldavatnsleki í útbænum og heitavatnslaust í Blönduhlíð

Það er nóg að gera í Veitunum þessa stundina, en hitaveita í Blönduhlíð liggur niðri vegna bilunar í dælustöð á Syðstu-Grund. Unnið er að viðgerð. Þá er fyrirhuguð viðgerð á leka í kalda vatninu á Króknum og mun þurfa að loka fyrir rennsli í útbænum. Lokað verður við Faxatorg, og allt svæðið þar utan við verður vatnslaust að Skagfirðingabraut og Freyjugötu undanskildum. Lokunin hefst kl. 13 og óljóst er hvenær viðgerð lýkur.
Meira

Brynjar Elefsen nýr forstjóri BL

Brynj­ar Elef­sen Óskars­son tók við starfi for­stjóra bílaum­boðsins BL um ára­mót. Brynjar hef­ur starfað hjá BL und­an­far­inn ára­tug, þar af sem fram­kvæmda­stjóri sölu­sviðs merkja BL á Sæv­ar­höfða frá ár­inu 2019. 
Meira