Syngjandi Húnar á sunnudaginn
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
14.12.2024
kl. 09.00
Það styttist í tónleika Jólahúna sem fara fram í Félagsheimilinu á Blönduósi sunnudaginn 15. desember og hefjast á slaginu sex. Það er að mestu sami hópurinn sem kemur fram núna og var í fyrra en að sögn Árnýjar Bjarkar Brynjólfsdóttur, yfirjólahúns, er algjörlega frábær stemning í hópnum, „æfingarnar ganga eins og í sögu og einkennast fyrst og fremst af hlátri, samvinnu og góðri vináttu. Það er hreint út sagt ómetanlegt að hafa þau með sér í liði.“ Veðrið hefur þó aðeins haldið hópnum á tánum sem er kannski ekki skrítið miðað við árstíma, en gular og appelsínugular veðurviðvaranir hafa heiðrað hópinn með nærveru sinni á æfingum, aðeins raskað tímasetningum og ferðaplönum svo nú er komin mikil spenna í hópinn að sjá veðurspá fyrir tónleikadaginn sjálfan.
Meira