feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.12.2020
kl. 09.48
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldið síðastliðinn föstudag og var það í fyrsta sinn sem landsþing fór fram í fjarfundi. Í frétt á vef sambandsins segir að ráðherra sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi ávarpað landsþingið og svarað spurningum landsþingsfulltrúa ásamt fjármála- og efnahagsráðherra. Áherslur sveitarstjórnarmanna voru sérstaklega á frumvarp sveitarstjórnarráðherra um breytingu á sveitarstjórnarlögum þar sem meðal annars er kveðið á um lágmarksíbúafjölda og um mikilvægi þess að tryggja sveitarfélögum fjármagn til að halda úti lögbundinni þjónustu þar sem tekjur sveitarfélaga hafa skerst verulega í kjörfar covid-19.
Meira