Gul veðurviðvörun í gildi til morguns
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
20.12.2020
kl. 11.11
Gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir Strandir og Norðurland vestra og gildir hún til klukkan ellefu í fyrramálið, mánudaginn 21. desember. Í spá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir norðaustan hvassviðri með vindhraða á bilinu 13-20 m/s. Reiknað er með talsverðri snjókomu eða éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Meira