Síðustu forvöð að panta listagjöf
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
17.12.2020
kl. 09.48
Umsóknarfrestur til að panta Listagjöf fyrir ástvin rennur út á miðnætti í kvöld, 17. desember. Listagjöf er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og Listahátíðar í Reykjavík og kemur í framhaldi af viðbragðsverkefni þeirra, Listagjöf, sem vakti mikla lukku í Reykjavíkurborg í byrjun nóvember. Áætlað er að hið minnsta 100 listamenn muni að þessu sinni dreifa allt að 750 listagjöfum á tugi áfangastaða um land allt.
Meira