A-Húnavatnssýsla

Stefnt að opnun gönguskíðabrautar í vikunni

Það hefur snjóað talsvert í Stólinn síðustu vikuna og góðar líkur á að gönguskíðabraut verði opnuð á næstu dögum á skíðasvæði Tindastóls. Á Fésbókarsíðu skíðasvæðisins kemur fram að búið sé að staðfesta, í Covid-fárinu, að gönguskíðabrautir séu nú leyfðar og því ekki seinna vænna fyrir skíðafólk að dusta rykið af skíðunum og fara að smyrja.
Meira

Aukið svigrúm til kennslu í tónlistarskólum

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út að draga skuli úr takmörkun á skólastarfi í tónlistarskólum og auka þannig svigrúm til tónlistarkennslu til og með 1. desember. Þá verður tónlistarskólum heimilt að sinna einstaklingskennslu en halda skal tveggja metra reglu milli starfsfólks og nemenda. Hámarksfjöldi verður sambærilegur og í grunnskólum; 25 hjá eldri nemendunum, þ.e. í 5.–10. bekk en 50 hjá yngri nemendum. Tveggja metra reglan gildir um nemendur í 8.–10. bekk en ef víkja þarf frá henni skulu notaðar andlitsgrímur.
Meira

„Niðurskurðurinn er greinilega ekki að virka“

Fyrrum formaður læknafélagsins, Sigurbjörn Sveinsson, skrifaði grein á bloggsíðu sína um niðurskurð riðufjár og segir aðgerðirnar ekki virka. „Er ekki kominn tími til að beita öðrum og hægvirkari rannsóknaraðferðum en tafarlausum niðurskurði á þessa hægvirku sýkingu til að komast til botns í hegðun hennar? spyr Sigurbjörn.
Meira

Vilja að stofnað verði sérstakt ráðuneyti sem fer með málefni landbúnaðar- og matvælaframleiðslu í landinu

Á aukalandsþingi Miðflokksins sem haldið var í gær var samþykkt málefnaályktun þar sem m.a. segir að tryggja þurfi óskorað vald yfir auðlindum þjóðarinnar með því að hafna frekari innleiðingu á orkustefnu ESB, afturkalla samþykkt um 3. orkupakkann og koma í veg fyrir framsal ríkisvalds til erlendra stofnana.
Meira

Tryggja aðgang iðnnema að vinnustaðanámi

Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti ríkisstjórn í gær drög nýrrar reglugerðar um vinnustaðarnám og starfsþjálfun iðnnema í framhaldsskólum. Drögin verða kynnt í samráðsgátt stjórnvalda. „Markmið nýrrar reglugerðar er annars vegar að færa ábyrgðina á því að iðnnámsnemandi komist í vinnustaðanám frá nemendunum sjálfum til skólanna, og hins vegar að auðvelda núverandi nemendum í iðnnámi að ljúka starfsþjálfun þrátt fyrir sveiflur í atvinnulífinu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Meira

Að flytja aftur heim :: Áskorandapenninn Lee Ann Maginnis Blönduósi

Árið 2014, þegar ég var nýútskrifuð úr háskóla, gerðist svolítið sem átti aðeins eftir að breyta framtíðaráformunum. Ég var búin að ráða mig í vinnu við Háskólann á Bifröst og ætlaði mér að búa þar áfram eftir útskrift. Ég hafði líka nokkuð mörgum árum áður tekið þá ákvörðun að flytja aldrei aftur á Blönduós þegar ég flutti þaðan.
Meira

Einn í einangrun á Norðurlandi vestra

Aðeins einn situr í einangrun á Norðurlandi vestra samkvæmt upplýsingum aðgerðastjórnar almannavarna svæðisins og sóttkvíarlistinn er auður. „Þetta lítur betur og betur út hjá okkur og við skulum bara vona það besta,“ segir á Facebooksíðu lögregluembættisins. Þar segir einnig að ný tafla komi ekki fyrr en eftir helgi, nema eitthvað sérstakt breytist. Sá eini sem er skráður á listann sætir einangrun í póstnúmerinu 551.
Meira

Hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar 2021

Um þessar mundir er verið að hleypa af stokkunum hinni árlegu hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar á Blönduósi, sem haldin verður 11. – 13. júní 2021. Að þessu sinni gengur samkeppnin út að hanna og prjóna vesti, fyrir barn eða fullorðinn.
Meira

Miðflokkurinn heldur aukalandsþing á laugardaginn

Aukalandsþing Miðflokksins verður haldið nk. laugardag klukkan 13 á fjarfundarkerfinu Zoom. Í tilkynningu frá flokknum segir að til hafi staðið að halda reglulegt Landsþing flokksins en af augljósum ástæðum verði ekki um slíkt að ræða. Hins vegar er stefnt á að halda Landsþing í apríl 2021 þar sem kosið verður í embætti og fleira.
Meira

Engin kórónuveira fannst á minkabúum

Matvælastofnun hefur tekið sýni á öllum minkabúum landsins vegna kórónuveirunnar og reyndust þau öll neikvæð en fyrirskipaðar hafa verið hertar sóttvarnir á minkabúum. Tekin voru sýni á öllum níu minkabúum landsins og þau send í greiningu á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum og hjá Íslenskri erfðagreiningu. Niðurstöður liggja nú fyrir og voru þau öll neikvæð.
Meira