A-Húnavatnssýsla

Gleðilegt nýtt ár

Feykir óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum árs og friðar og þakkar samfylgdina á því liðna.
Meira

Hugið vel að dýrunum um áramót

Áramótin er framundan og því vill Matvælastofnun minna dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum á meðan á flugeldaskotum stendur. Slíkar sprengingar kunna að valda dýrunum ofsahræðslu og geta þau valdið slysum á sjálfum sér og öðrum við slíkar aðstæður. Eru því dýraeigendur hvattir til aðgera viðeigandi varúðarráðstafanir fyrir gamlárskvöld og þrettándann til að fyrirbyggja slík slys.
Meira

Hættu nú alveg!

„Þrátt fyrir allt átti ég gott ár og góðar samverustundir með mínum nánustu. Ég ætla að minnast þessa árs fyrir þær – ekki þess sem ekki gekk eftir,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, þegar Feykir spyr hvað það sé sem hún hafi mest séð eftir að hafa ekki geta gert á árinu. Unnur býr á Hvammstanga og stjörnumerkið hennar er tvíburi. Árinu lýsir hún með þessum þremur viðeigandi orðum: „Hættu nú alveg!“
Meira

Dökkt útlit á Heiðarfjalli á Langanesi - Siddi gull

Nýlega kom út bókin Siddi gull – æviminningar Sigmars Ó. Maríussonar gullsmiðs. Það er Guðjón Ingi Eiríksson sem skráði og Bókaútgáfa Hólar sem gefur út. Margt hefur á daga Sigmars drifið, hann missti ungur móður sína, var settur í fóstur, en strauk þaðan og 21 árs gamall lenti hann í bílslysi og missti þar báða fætur. Fleira hefur á honum dunið, en hann hefur aldrei gefist upp þótt á móti hafi blásið og leikur hin létta lund sem honum var gefin þar stórt hlutverk. Til gamans má geta þess að bróðir Sigmars, Aðalsteinn Maríusson, býr á Sauðárkróki, víða kunnur fyrir steinsmíði og múrverk.
Meira

Tilkynning frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi!

Kjörstjórn póstkosningar Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið vegna strangra sóttvarnarreglna sem skapað hafa verulega erfiðleika við framkvæmd póstkosningarinnar að fresta kosningunni um 15 daga. Frestunin byggir á heimild í reglum um póstkosningu 40.gr.
Meira

Sauðfjárverndin var í raun Skagfirðingurinn Jón Konráðsson - Kindasögur 2

Hjá bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi kom út fyrir jólin bókin Kindasögur, 2. bindi, eftir Aðalstein Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónasson. Fyrra bindi Kindasagna kom út á síðasta ári og hlaut afbragðsgóðar viðtökur landsmanna. Höfundarnir ákváðu því að bæta við öðru bindi með fleiri frásögnum af afrekum og uppátækjum íslenskra kinda.
Meira

Flugeldasýningar og áramótaveðrið

Eins og flestum mun vera kunnugt verða ekki haldnar áramótabrennur þetta árið þó margir vildu sjálfsagt sjá árið sem er að líða fuðra upp á góðum bálkesti. Engu að síður verða þó haldnar flugeldasýningar á vegum björgunarsveitanna á morgun, rétt eins og venja er, en þó verður sums staðar brugðið út af hefðinni varðandi tíma og staðsetningu.
Meira

Gamli góði gleðigjafinn

„Það skemmtilegasta, sem kemur upp í huga minn þegar ég lít til baka á árið, eru uppákomur Eika Hilmis, sem hann deildi með samferðafólki sínu á Facebook,“ segir Ingi Jónasson þegar hann er inntur eftir því hvað hafi verið broslegast á árinu. Ingi, kannski best þekktur sem Ingi Vaff hér heima, er gamall Feykispenni en stendur nú við stýrið hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Aptic og gerir út frá Skövde í Svíaríki. Hann er hrútur, notar skóbúnað í númerinu 45 og segist hafa lært margt nýtt á árinu sem er að líða.
Meira

Útköll lögreglu og slökkviliðs vegna sorpbrennslu á aðfangadag

Lögreglan á Norðurlandi vestra, ásamt Brunavörnum á svæðinu vilja vekja athygli íbúa á því að ekki er heimilt að losa úrgang utan viðurkenndra móttökustöðva sorps. Sama á við um brennslu úrgangs utan viðurkenndra brennslustöðva.
Meira

Grænbók um byggðamál

Grænbók um byggðamál, sem ætlað er að meta stöðu byggðamála og vera grundvöllur fyrir nýja stefnumótun í byggðamálum til fimmtán ára, hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar um grænbókina en frestur til að skila umsögn er til og með 25. janúar 2021.
Meira