A-Húnavatnssýsla

Pannavöllur á Skagaströnd

„Nú dreifum við gleðinni um allt land. Við erum búin að bíða mjög lengi eftir þessum pannavöllum. Þeir voru að koma. Við umpökkuðum þeim og sendum áfram til viðtakanda,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ en verið er að koma tíu slíkum völlum um landið. Einn þeirra mun verða settur niður á Skagaströnd.
Meira

Engar tilkynningar um kórónuveirusmit í minkum á Íslandi

Í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði kórónaveiru úr minkum í fólk í Danmörku ætlar Matvælastofnun að hefja skimun fyrir kórónaveiru á minkabúum landsins. Ekki er grunur um að kórónaveirusmit hafi komið upp á minkabúum hérlendis. Á heimasíðu MAST kemur fram að þegar fregnir hafi borist af kórónuveirusmiti úr fólki í minka í sumar sendi Matvælastofnun tilmæli til íslenskra minkabænda um hertar sóttvarnir á búunum og að einstaklingar með sjúkdómseinkenni haldi sig fjarri þeim.
Meira

Nóvember verður þrælmildur :: Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Í gær, þriðjudaginn 3. nóvember, mættu 14 spámenn til fundar í Veðurklúbbinn á Dalbæ til að spjalla um veðrið framundan. Þrátt fyrir að hafa ekki sent frá sér veðurlýsingu fyrir október þá líst fundarmönnum bara vel á veðrið þann mánuð.
Meira

Gul viðvörun í kortunum

Gul viðvörun vegna veðurs hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Austfirði. Í athugasemd veðurfræðings segir að suðvestan stormur verði víða um land eftir hádegi og mega íbúar Stranda og Norðurlands vestra búast við suðvestan 20-25 m/s, og staðbundnar vindhviður yfir 35 m/s. Varasamar aðstæður gætu myndast fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og er fólki einnig bent á að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón.
Meira

9 aðgerðir til að setja geðheilsu í forgang

Landssamtökin Geðhjálp standa fyrir undirskriftasöfnum á síðunni 39.is um að setja geðheilsu í forgang. Söfnuninni lýkur á miðnætti sunnudaginn 8. nóvember. Við skorum á alla landsmenn að skrifa undir og setja þannig geðheilsu í forgang. Meðfylgjandi eru 9 aðgerðir til þess að það megi takast.
Meira

Heimsóknabann á hjúkrunar- og sjúkradeildum HSN

Vegna aukins fjölda smita á Norðurlandi hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands ákveðið að loka tímabundið fyrir heimsóknir á sjúkra- og hjúkrunardeildir frá og með gærdeginum. Heimsóknarbann gildir til 17. nóvember en staðan verður þá endurmetin.
Meira

Níu í einangrun á Norðurlandi vestra

Níu einstaklingar eru í einangrun á Norðurlandi vestra, samkvæmt tölum aðgerðastjórnar svæðisins. Eitt nýtt smit greindist frá því í gær en viðkomandi var í sóttkví en alls sæta 17 aðilar nú sóttkví sem er mikil fækkun milli daga þar sem áður voru 39 manns í því úrræði, og í fyrsta sinn í þessari bylgju faraldursins í öllum póstnúmerum á Norðurlandi vestra.
Meira

Sigló hótel lánar Grunnskólanum húsnæði fyrir kennslu

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða sem tók gildi þann 3. nóvember kemur misjafnlega niður á skólastarfi. Samkvæmt henni mega grunnskólanemendur í 1. til 4. bekk mest vera 50 í rými en í 5.–10. bekk að hámarki 25 í hverju. Um þá gilda einnig tveggja metra nálægðartakmörk og ef ekki er hægt að uppfylla þau skulu nemendurnir nota grímu. Á Siglufirði var vandinn leystur á Hótel Sigló.
Meira

Fólk í sóttkví í öllum póstnúmerum Norðurlands vestra

Fátt hefur breyst í samantekt aðgerðastjórn almannavarnadeildar Norðurlands vestra frá því fyrir helgi þar sem sami fjöldi er nú í einangrun á svæðinu eða átta alls en í sóttkví fjölgaði um einn og eru því alls 39 einstaklingar sem sæta henni og í fyrsta sinn í þessari bylgju faraldursins í öllum póstnúmerum á Norðurlandi vestra.
Meira

Takmörkun á skólastarfi frá 3. nóvember

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi á morgun 3. nóvember. Sett er þau markmið að sem minnst röskun verði á skólastarfi og að starf á leikskólastigi og á fyrsta stigi grunnskóla verði óskert. Að ráði sóttvarnalæknis verður reglu um grímuskyldu breytt þannig að hún eigi ekki við um börn fædd 2011 og síðar.
Meira