A-Húnavatnssýsla

Höfuðstöðvar RARIK til síns heima

Undirrituð hefur lagt inn þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi ályktar að stefna skuli að flutningi höfuðstöðva RARIK á landsbyggðina og að kannað verði á grundvelli hagsmuna félagsins hvar væri hentugast að byggja upp höfuðstöðvarnar og efla starfsstöðvar RARIK um landið.
Meira

Mesta hlutfallslega fjölgunin á árinu í Akrahreppi

Íbúum á Norðurlandi vestra hefur fjölgað um 1,2% eða um 86 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2019 til 1. desember 2020 samkvæmt tölum Þjóðskrár. Mest fjölgaði í Sveitarfélaginu Skagafirði eða um 54 einstaklinga en hlutfallsleg fjölgun varð mest í Akrahreppi, 2,4%
Meira

Ekkert lát á norðanstorminum

Enn er óveður á landinu og eru vegir víða illfærir eða lokaðir af þeim sökum. Þá fellur skólahald og skólaskstur niður á nokkrum stöðum. Norðan stormurinn sem geysað hefur um landið frá því í gær heldur sínu striki og er vonskuveður víðast hvar með tilheyrandi röskun á samgöngum. Á Norðurlandi vestra eru margir vegir lokaðir eða ófærir. Fjallvegirnir um Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall og Öxnadalsheiði eru lokaðir en á vef Vegagerðarinnar segir að verið sé að moka Öxnadalsheiði og takist vonandi að opna hana innan skamms.
Meira

Vínbúðin á Blönduósi á nýjum stað

Húnahornið flytur frétt af því að í síðustu viku flutti Vínbúðin á Blönduósi í húsnæði Ámundakinnar að Húnabraut 4, eftir að hafa verið nokkur ár á Húnabraut 5. Vínbúðin flytur því í mun stærra rými og getur boðið Húnvetningum og gestum þeirra fjölbreyttara úrval af guðaveigum. Þá verður aðgengi eins og best verður á kosið, svo og nálægð við aðra þjónustu.
Meira

Ástir, ástarsorgir, sigrar og töp – og Tinder

Sumarið 2016 var Björgvin nokkur Gunnarsson ráðinn til sumarafleysinga á Feyki og þeysti um Norðurland vestra og nágrannasveitir á KIA-bifreið sinni. Björgvin, telst til Fellsbæinga, er semsagt frá Fellabæ sem er í næsta nágrenni við Egilsstaði. Fyrir jólin stefnir Björgvin, sem nú býr í Hafnarfirði, á að gefa út sína sjöttu ljóðabók undir listamannsnafninu Lubbi klettaskáld. Bókin ber hið ágæta nafn Svolítið sóðalegt hjarta og þar eru ástir, ástarsorgir, sigrar og töp – og Tinder – í öndvegi.
Meira

Umdeilt frumvarp um hálendisþjóðgarð

Umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um hálendisþjóðgarð en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þjóðlendur í sameign þjóðarinnar innan miðhálendislínu verði gerðar að þjóðgarði. Mun þjóðgarðurinn ná yfir um 30% af Íslandi en um helmingur svæðisins nýtur nú þegar verndar. Má þar nefna Vatnajökulsþjóðgarð, Hofsjökul og Þjórsárver, Kerlingarfjöll, Landmannalaugar og Hveravelli.
Meira

Óskað eftir samstarfsaðila um rekstur tjaldsvæðisins á Blönduósi

Blönduósbær óskar eftir samstarfsaðila um rekstur tjaldsvæðisins á Blönduósi, sem er í Brautarhvammi við þjóðveg 1. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Blönduósbæjar fyrir 15. desember næstkomandi þar sem fram komi m.a. hugmyndir umsækjanda um rekstur svæðisins.
Meira

Gul veðurviðvörun í dag og á morgun

Nú er gul veðurviðvörun í gildi um allt land sem gildir til miðnættis annað kvöld. Gert er ráð fyrir vaxandi norðanátt, víða hvassviðri eða stormi eftir hádegi og jafnvel enn hvassara í vindstrengjum sunnanlands. Búist er við snjókomu á norðurhelmingi landsins og verður sums staðar talsverð ofankoma að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.
Meira

Jólalag dagsins - Alein um jólin

Þær Svala Björgvins og Ragga Gísla sungu lagið Alein um jólin í Jólagestum 2016. En eins og segir í textanum ætti enginn að þurfa að vera aleinn um jólin. Pössum upp á náungann og þá sem á stuðningi þurfa að halda og þá geta allir átt góð jól.
Meira

Óbreyttar sóttvarnaráðstafanir til 9. desember

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til miðvikudagsins 9. desember næstkomandi. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að þetta sé gert í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis sem ræður gegn því að slaka á sóttvörnum núna vegna þess hvernig faraldurinn hefur þróast síðustu daga.
Meira