A-Húnavatnssýsla

Þjóðarleikvangur fyrir knattspyrnu í sjónmáli

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hefja viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu, að tillögu mennta- og menningarmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Með slíkum viðræðum er mikilvægt skref stigið í þeirri vegferð að byggja keppnisaðstöðu sem stenst alþjóðlegar kröfur, en undanfarin ár hefur Laugardalsvöllur þurft undanþágur og sérstakan viðbúnað vegna keppnisleikja í alþjóðlegum mótum.
Meira

Kristín ráðin í starf menningar-, íþrótta og tómstundafulltrúa á Blönduósi

Krístín Ingibjörg Lárusdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf hjá Blönduósbæ sem auglýst hefur verið að undanförnu en það er starf Menningar-, íþrótta og tómstundafulltrúa Blönduósbæjar. Hún starfar nú sem launafulltrúi á skrifstofu Blönduósbæjar og mun sinna því starfi þar til nýr launafulltrúi hefur verið ráðinn en hún mun formlega taka við hinu nýja starfi um næstu áramót.
Meira

Þrír nýir doktorar tengdir Háskólanum á Hólum

Nýlega fóru fram þrjár doktorsvarnir við Háskóla Íslands sem áttu það sammerkt að doktorsefnin tengdust Háskólanum á Hólum. Þetta voru þær Ragnhildur Guðmundsdóttir, Hildur Magnúsdóttir og Agnes-Katharina Kreiling en þær eiga þaðsameiginlegt að rannsóknir þeirra snúa að mikilvægum áður ókönnuðum þáttum í lífríki og vistkerfi Íslands og niðurstöður þeirra leggja grunn að áframhaldandi rannsóknum til upplýstrar ákvarðanatöku.
Meira

Blönduósbær mætir útgjaldaaukningu ársins með lántöku

Húni.is greinir frá því að á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar í síðustu viku var lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2020 en hann byggir á breyttum forsendum um tekjur og gjöld á yfirstandandi ári. Samtals er um útgjaldaaukningu að ræða og nemur hún 135,3 milljónum króna sem mætt verður með lántöku. Stærsta einstaka breytingin er lækkað framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 45,1 milljón króna.
Meira

Áskoranir og tækifæri á óvissutímum

28. ársþing og fjórða haustþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra var haldið föstudaginn 23. október með fjarfundi en þetta var í fyrsta skiptið sem þing samtakanna er haldið með þessum hætti og tókst framkvæmdin vel. Daginn áður stóð SSNV fyrir vefráðstefnu sem bar yfirskriftina Framtíð atvinnulífs á Norðurlandi vestra. Fyrirlesarar komu úr ýmsum áttum en allir áttu það sameiginlegt að ræða um þau tækifæri sem felast í landshlutanum, í landbúnaði, sjávarútvegi, ferðaþjónustu, nýsköpun og menningu svo fátt eitt sé talið. Feykir hafði samband við Unni Valborgu Hilmarsdóttur, framkvæmdastjóra SSNV, og lagði fyrir hana nokkrar spurningar.
Meira

Fræðimenn við HÍ taka þátt í verkefni um nýjar nýsköpunarmiðstöðvar á gömlum iðnaðarsvæðum í Evrópu - Ein þeirra staðsett á Blönduósi

Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og fulltrúar á vegum Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eru meðal þátttakenda í alþjóðlega verkefninu CENTRINNO sem nýlega hlaut 8,2 milljón evra styrk (1,3 milljarður ISK) úr Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins. Í hlut Háskóla Íslands koma tæpar 28 milljónir en heildarstyrkur íslensku þátttakendanna er í kringum 130 milljónir íslenskra króna.
Meira

Konni og Luke í liði ársins

Það náðist að ljúka um það bil 20 umferðum í 3. deild karla í knattspyrnu í sumar og haust. Niðurstaðan eftir að KSÍ flautaði mótið af er sú að lið KV og Reynis Sandgerði fara upp í 2. deild en Álftanes og Vængir Júpiters falla í 4. deild. Tindastóll endaði hins vegar í sjöunda sæti með 25 stig, vann sex leiki, gerði sjö jafntefli og tapaði sjö leikjum. Í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni var lið sumarsins valið.
Meira

Ný netverslun smáframleiðenda í loftið

Vörusmiðjan BioPol á Skagaströnd hóf starfsemi haustið 2017 en þar er vottað vinnslurými fyrir smáframleiðendur og einstaklinga sem geta leigt rýmið með tólum og tækjum og framleitt það sem þeir óska sér þó innan leyfilegra marka. Þórhildur M. Jónsdóttir er verkefnastjóri smiðjunnar og segir mikla grósku í starfseminni. Nýlega opnaði netverslun á heimasíðu Vörusmiðjunnar þar sem smáframleiðendur bjóða upp á sínar vörur.
Meira

Setti á sig svuntuna og reyndi sitt besta

Matgæðingur vikunnar í tbl 39 var Magnús Ásgeir Elíasson sem býr á Stóru Ásgeirsá í Húnavatnssýslunni. Þar stundar hann smá búskap ásamt því að reka hestaleigu og gistingu. Vinkona hans á næsta bæ, Sigríður Ólafsdóttir í Tungu, skoraði á hann að taka þetta verkefni að sér því hún taldi hann vera betri kokk.
Meira

Vinnustofur Uppbyggingarsjóðs færðar í fjarfund

Vinnustofur fyrir þá sem eru að vinna að umsóknum í Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra hafa verið færðar í fjarfund í ljósi aðstæðna. Á heimasíðu SSNV kemur fram að boðið verður upp á vinnustofu í gegnum fjarfundaforritið Zoom mánudaginn 9. nóvember, kl. 16-17. Þar er einnig minnt á að umsóknarfresturinn renni út kl. 16:00 mánudaginn 16. nóvember nk.
Meira