A-Húnavatnssýsla

Vill sjá aukin framlög inn í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Sveitarstjóri Blönduósbæjar er Valdimar O Hermannsson og hann svaraði góðfúslega spurningum Feykis um stöðu og horfur sveitarfélagsins á tíma heimsfaraldurs. Valdimar tók við stöðu sveitarstjóra á Blönduósi að loknum kosningum sumarið 2018. Líkt og aðrir sveitarstjórar og oddvitar sem svöruðu Feyki þá segir Valdimar að besta almenna aðgerð ríkisins gagnvart sveitarfélögunum væru aukin framlög inní Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Meira

Er eins og við flest

Þórhildur María er matgæðingur af líf og sál en hún sá um matarþáttinn í tbl. 40 í Feyki núna í október. Þórhildur eða Tóta eins og hún er kölluð finnst fátt skemmtilegra en að smakka mat og prufa nýja rétti. „Ég gef mér samt oft of lítinn tíma til að elda heima og er bara eins og við flest, eldamennskan má helst ekki taka neinn tíma, kvöldmaturinn þarf helst að vera klár á 20 mínútum og max 40 mínútur þá með frágangi í eldhúsinu. En ef við ætlum að gera hlutina frá grunni taka þeir bara aðeins lengri tíma. Ég ætla að gefa ykkur hér tvær mjög ólíkar uppskriftir sem er gott að njóta á haustin. Haustið er tími sem við viljum heita rétti sem ylja og veita ánægju,“ segir Tóta.
Meira

Sendibíll fullur af góðgæti

Það hafa eflaust margir, sem fylgjast með Vörusmiðju BioPol á Facebook, orðið varir við smáframleiðendur á Norðurlandi vestra þar sem þeir hafa verið áberandi síðustu vikurnar eftir að sérútbúinn sendibíll fór á flakk með vörurnar þeirra í þeim tilgangi að selja þær. Þetta flotta verkefni sem kallast Smáframleiðendur á ferðinni virkar þannig að sá aðili sem er að framleiða afurð getur boðið upp á hana í þessum bíl sem staðsettur er í tiltekinn tíma á nýjum og nýjum stað (nokkra daga í röð) á Norðurlandi vestra. Áhugasamir geta svo komið og keypt vörur frá smáframleiðendum á þessum fyrirfram ákveðnu stöðum eða til að sækja það sem pantað var í gegnum netverslunina hjá vorusmidja.is
Meira

Það mun reynast erfitt að fjármagna lögbundin verkefni

Oddviti Akrahrepps er Hrefna Jóhannesdóttir sem auk þess er skipulagsfulltrúi hjá Skógrækt ríkisins, skógfræðingur og skógarbóndi á Silfrastöðum. Hún svaraði spurningum Feykis um stöðu Akrahrepps og framtíðarhorfur á tímum COVID-19. Hrefna segir að það muni reynast mörgum sveitarfélögum erfitt að fjármagna lögbundin verkefni og kallar eftir auknum fjármunum í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Meira

Útsvarstekjur lækkuðu um 15,5% fyrstu sex mánuði ársins

Feykir sendi sveitarstjórum og oddvitum sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra nokkrar spurningar tengdar stöðu þeirra og horfum á þessum sérstöku tímum sem við lifum. Fyrst til að svara var Dagný Rósa Úlfarsdóttir í Skagabyggð en auk þess að gegna starfi oddvita Skagabyggðar er Dagný Rósa kennari í Höfðaskóla á Skagaströnd.
Meira

Matarsending sem lífgar heldur betur upp á tilveruna

Framtak þeirra Björns Þórs Kristjánssonar og Söndru Kaubriene, sem eiga og reka veitingastaðinn B&S Restaurant á Blönduósi, hefur mælst vel fyrir hjá bæjarbúum en þau hafa sent öllum Blönduósingum 70 ára og eldri frían kvöldmat heim að dyrum. Gullborgararnir Hlynur og Silla eru yfiir sig hrifin og senda hjartans þakkir til Björns Þórs og Söndru.
Meira

Byggja upp öfluga miðstöð textíls á Blönduósi

Textílmiðstöð Íslands og Þekkingarsetur á Blönduósi tekur þátt í stóru Evrópuverkefni, CENTRINNO, undir áætluninni Horizon 2020, ásamt Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. Það er ætlað til þriggja og hálfs árs og hófst 1. september sl. Á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar segir að verkefnið snúist um að nota menningararfinn sem innblástur til nýsköpunar og blása lífi í fyrrum blómleg borgarhverfi og landshluta og er mikil áhersla lögð á að nýta möguleika stafrænnar tækni.
Meira

Endurskoðun hafin á reglum um riðu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett af stað vinnu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu við að meta og endurskoða reglur og stjórnsýslu hvað varðar málefni riðu, varnarlínu búfjár, bótafyrirkomulags vegna búfjársjúkdóma og niðurskurðar og regluverk dýraheilbrigðis. Segir á vef stjórnarráðsins að nú sé unnið að nánari skilgreiningu og afmörkun verkefnanna í verkþætti.
Meira

Átta í einangrun og einn í sóttkví á Norðurlandi vestra

Alls greindust 26 innanlandssmit sl. sólarhring og eru nú 542 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19. Ekkert nýtt smit greindist á Norðurlandi vestra en átta manns eru enn í einangrun, sex í Skagafirði og tveir á Hvammstanga. Frá mánudegi fækkaði í sóttkví á svæðinu úr sex niður í einn.
Meira

B&S sendir öllum 70 ára og eldri frían kvöldmat

Hjónin Björn Þór Kristjánsson og Sandra Kaubriene sem eiga og reka veitingastaðinn B&S Restaurant á Blönduósi ákváðu nýverið að bjóða öllum Blönduósingum 70 ára og eldri að fá frían kvöldmat heim að dyrum. Á Húni.is kemur fram að á boðstólum séu íslenskar lambakótelettur í raspi með öllu tilheyrandi.
Meira