A-Húnavatnssýsla

Kosið um Jólahús ársins á Blönduósi

Húnahornið stendur fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Um er að ræða samkeppni eða jólaleik um fallega jólaskreytt hús, hvort sem það er íbúðarhús eða fyrirtækjahús. Samkeppnin um Jólahúsið 2020 verður með svipuðu sniði og síðust ár. Þetta er í 19. sinn sem Húnahornið stendur fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi.
Meira

Horft um öxl með Hagstofunni

Hagstofan hefur gefið út nýtt myndband sem nefnist Horft um öxl. Þar er litið yfir farinn veg og fjallað um nokkrar helstu breytingar á árinu.
Meira

Breytingar á staðgreiðslu um áramót

Síðari áfangi breytinga á tekjuskatti einstaklinga tekur gildi nú um áramótin. Felur hann í sér lækkun á grunnþrepi tekjuskatts um 3,60 prósentustig og hækkun á miðþrepi tekjuskatts um 0,75 prósentustig. Nýju skattprósenturnar verða því 17% í grunnþrepi og 23,5% í miðþrepi. Við prósenturnar bætist síðan útsvarsprósenta sveitarfélaga.
Meira

Ekki fleiri fjarfundi

„Að vinna heima er ekki eins eftirsóknarvert og áður var talið,“ segir fjölmiðlaséníið Atli Fannar Bjarkason þegar hann er spurður að því hver uppgötvun ársins hafi verið. Atli Fannar býr í Vesturbænum, er ættaður frá Sjávarborg í Skagafirði í móðurætt og starfar nú sem samfélagsmiðlastjóri RÚV. Hann notar skó númer 43 og súmmerar upp árið 2020 með eftirtöldum þremur orðum: „Ekki fleiri fjarfundi.“
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Skoptastaðir í Svartárdal

Mjer finst rjett að taka þetta nafn með, þótt áður hafi verið bent á rjetta nafnið: Skopta (sjá Safn lV. bls. 433). Því að öðru leyti er það alveg órannsakað. Frumheimild þessa nafns er að finna í fjárheimtuskrá Þingeyrarklausturs árið 1220 (eða fyr). Klaustrinu er þar eignaður sauðatollur á „Scoptastodom“ (DI. I. 400).
Meira

Híbýli vindanna og Lífsins tré í miklum metum

Kristín Árnadóttir, djákni og fyrrverandi skólastjóri, svarar spurningum Bók-haldsins að þessu sinni. Kristín hefur verið mikill bókaunnandi frá blautu barnsbeini þegar hún beið eftir því að fá bækur að gjöf á afmælum og um jól. Fræðibækur, æviminningar og skáldsögur eru meðal þess efnis sem hún les mest þó lestrarefnið spanni vítt svið.
Meira

Þríeykið, þrautseigja og mjút!

„Þríeykið er sem einn maður!“ segir Vesturbæingurinn Kristjana Björg Guðbrandsdóttir þegar hún er spurð hver sé maður ársins. Kristjana gerir upp árið á Feykir.is í dag. Hún er þaulreynd fjölmiðlamanneskja en starfar nú sem sviðsstjóri prent- og miðlunarsviðs hjá IÐUNNI fræðslusetri. Ekki nóg með það; hún er sporðdreki, notar skó í númerinu 39 og pabbi hennar, Guðbrandur Magnússon, var um tíma ritstjóri Feykis. Árið í þremur orðum er að mati Kristjönu; þríeykið, þrautseigja og mjút!
Meira

Fornleifafræðingar leita að beinum jólakattarins

Nú þegar allir jólasveinarnir þrettán hafa skilað sér til byggða og þeir kumpánar farnir að tínast aftur heim til foreldra sinna er við hæfi að velta fyrir sér nokkrum spurningum varðandi þessa ævintýralegu fjölskyldu. Á Vísindavefnum er margs konar fróðleik að finna, meðal annars er þar velt upp spurningum um tilvist þeirra hjóna, Grýlu og Leppalúða.
Meira

Heima er best

ÁR ÞÚ VEIST HVAÐ :: „Mér stökk ekki bros á árinu!“ segir Gísli Einarsson Lunddælingur og Landastjóri þegar Feykir innir hann eftir því hvað honum hafi þótt broslegast árið 2020. Gísli, sem býr í Borgarnesi, er landsmönnum öllum að góðu kunnur og hann féllst á að svara ársuppgjöri Feykis með orðunum: „Að sjálfsögðu. Allt fyrir Feyki!“ Auk þess að vera dagskrárgerðarmaður á RÚV er hann vatnsberi og notar skó í númerinu 47. Árinu lýsir hann í þremur orðum á þennan klassískan máta: „Helvítis fokkings fokk!“
Meira

Gleðileg jól

Feykir óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með kærri þökk fyrir samskiptin á árinu sem senn er á enda.
Meira