A-Húnavatnssýsla

Umferð á Norðurlandi dróst saman um 40% milli ára

COVID-19 og meðfylgjandi takmarkanir hafa alls konar áhrif og breytingar í för með sér. Talsverð áhersla hefur t.a.m. verið lögð á að fólk stilli ferðalögum í hóf og þess ber augljóslega merki þegar umferðartölur eru skoðaðar. Þrátt fyrir ágætis ferðaveður í nóvember reyndist umferðin um Hringveginn 21,5% minni en fyrir ári en mestur varð samdrátturinn á Norðurlandi, eða tæplega 40%.
Meira

Rabb-a-babb 193: Guðmundur Haukur

Nafn: Guðmundur Haukur Jakobsson. Fjölskylduhagir: Giftur Kristínu Ósk Bjarnadóttir og eigum fjórar frábærar dætur og sýnishorn af hundi, Chihuahua. Starf / nám: Ég er lærður matreiðslumaður, er pípulagnameistari, á og rek N1 píparann á Blönduósi ásamt mági mínum. Er oddviti og formaður bæjarráðs á Blönduósi og hef séð um rekstur Félagsheimilisins á Blönduósi með frúnni í nokkur ár. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Veiðistöngin og bryggjan var nú vinsælt combo, a.m.k. yfir sumartímann.
Meira

Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá fimmtudegi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti fyrir stundu um breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi næstkomandi fimmtudag og munu gilda í rúmar fjórar vikur eða til 12. janúar. Áfram verða tíu manna fjöldatakmörk víðast hvar, þó með nokkrum undantekningum.
Meira

Strandir 1918 - Ferðalag til fortíðar

Út er komin bókin Strandir 1918: Ferðalag til fortíðar en það eru Sauðfjársetur á Ströndum og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofa sem gefa hana út. Ritstjóri er Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, en hún er einnig höfundur greinar í bókinni.
Meira

Nýtt litakóðunarkerfi kynnt

Nýtt litakóðunarkerfi vegna Covid-19 var kynnt á fundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. Nýja kerfið tók gildi í morgun og er það byggt á litum líkt og veðurviðvörunarkerfi Veðurstofunnar. Kerfið gerir ekki ráð fyrir að sam­komutak­mörk verði rýmkuð meira en í 100 manns meðan á far­aldr­in­um stend­ur og einnig er tveggja metra reglan í gildi inn­an allra litakóða. Um er að ræða fjóra flokka: gráan, gulan, appelsínugulan og rauðan, og er rautt ástand í gildi á landinu þessa dagana.
Meira

Varaafl bætt víða um land

Varaafl hefur verið bætt á 68 fjarskiptastöðum um land allt í fyrri áfanga við umfangsmiklar endurbætur á fjarskiptastöðum. Tilgangurinn er að efla rekstraröryggi í fjarskiptum eftir mikil óveður sem gengu yfir landið í desember 2019. Settar hafa verið upp 32 nýjar fastar vararafstöðvar, rafgeymum bætt við á tíu lykilskiptistöðvum fjarskipta, tenglar fyrir færanlegar rafstöðvar settir upp á 26 stöðum, ljósleiðaratengingum fjölgað og ýmsar endurbætur gerðar á öðrum stöðum.
Meira

Nám er tækifæri

Kófið hefur mikil áhrif á skólastarf í landinu. Á Bifröst hefur skólalífið verið í nokkuð föstum skorðum enda byggir skólinn á fjarnámi og allt frá fyrsta degi má segja að hann hafi verið Kóvíd klár. Þó þurfti að fresta námskeiðinu Mætti kvenna sem notið hefur mikilla vinsælda síðustu ár.
Meira

Ýmislegt í boði frá Stórhóli í Lýtingsstaðahreppi

Það eru allmargir smáframleiðendur sem hafa verið að bjóða upp á afurð í verkefninu Smáframleiðendur á ferðinni en það er verkefni þar sem framleiðendur geta verið með vörur sínar til sölu í sendibíl sem ferðast um Norðurland vestra á tilteknum tímum á tilteknum stöðum.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Sigurður Hansen á Kringlumýri var kjörinn maður ársins fyrir árið 2019 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2020.
Meira

Föstudagspizza, stokkandarbringa og melónusalat

Matgæðingar í tbl 42 voru þau Ólöf Rún Skúladóttir og Hartmann Bragi Stefánsson. Þau búa ásamt eins og hálfs ára syni þeirra, Hirti Þór, á Sólbakka II. Þau eru nýlega flutt aftur heim eftir nám og eru nú komin inn í búskapinn á Sólbakka með foreldrum Ólafar. Hartmann er menntaður pípari og búfræðingur, vinnur nú að mestu leyti við búið, en Ólöf, sem er lærður landfræðingur og búfræðingur, hóf nýlega starf á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga.
Meira