Tröllaskagahólf skilgreint sem sýkt hólf
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.11.2020
kl. 10.04
Í ljósi staðfestra riðutilfella í Tröllaskagahólfi er hólfið nú skilgreint í heild sinni sem riðusýkt hólf næstu 20 árin frá síðasta staðfesta tilfelli, eftir því sem fram kemur á heimasíðu MAST. Þegar riðuveiki er staðfest taka gildi ýmsar takmarkanir sbr. reglugerð um útrýmingu á riðuveiki, m.a. er nú óheimilt að flytja sauðfé til lífs milli hjarða, eða hvaðeina milli bæja innan hólfsins, sem getur borið smitefni milli staða nema með leyfi héraðsdýralæknis og að uppfylltum skilyrðum.
Meira