Stytting vinnuviku eykur lífsgæði og hamingju
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
17.12.2020
kl. 08.13
Íslenskur vinnumarkaður hefur gjörbreyst frá því sem áður var. Tækniframfarir hafa verið gríðarmiklar undanfarna áratugi og fjölbreytni starfa er mikil. Sum þeirra eru þess eðlis að það er hægt að vinna þau í 40 tíma á viku án þess að það hafi skaðleg áhrif á meðan önnur stofna heilsu fólks í hættu, sé unnið svo lengi. Spurningin er sú hvort við ættum ekki frekar að miða lengd vinnuvikunnar við þekkingu dagsins í dag og nútímasamfélagið í stað þess að miða við samfélagið eins og það var fyrir 50 árum. Stytting vinnuvikunnar hefur verið baráttumál BSRB og aðildarfélaga undanfarin ár og var meðal þess sem ávannst í kjarasamningunum í mars síðastliðnum.
Meira
