A-Húnavatnssýsla

Tesla opnar ofurhleðslustöð við Staðarskála í næstu viku

Mogginn segir frá því að raf­bíla­fram­leiðand­inn Tesla muni í næstu viku opna nýja of­ur­hleðslu­stöð fyr­ir viðskipta­vini sína við Staðarskála í Hrútaf­irði. Alls verða átta hlöður á stöðinni en afl þeirra er 250 kW en það er fimm­falt það sem fyrstu hraðhleðslu­stöðvarn­ar sem sett­ar voru upp hér á landi gátu annað.
Meira

Riða staðfest á þremur bæjum til viðbótar í Skagafirði

Riða á bæjunum Grænumýri í Blönduhlíð, Syðri-Hofdölum í Viðvíkursveit, og Hofi í Hjaltadal hefur verið staðfest. Sauðféð sem riðan greindist í kom frá Stóru-Ökrum þar sem riða var staðfest í síðustu viku.
Meira

Fjölgar í sóttkví á Norðurlandi vestra

Einn einstaklingur var skráður í einangrun á Norðurlandi vestra í dag eftir að hafa greinst með kórónuveiruna og í kjölfarið þurftu nokkrir að fara í sóttkví. Alls eru tólf manns í sóttkví í landshlutanum, flestir í dreifbýli Skagafjarðar eða tíu alls, en tveir eru í Austur-Húnavatnssýslu.
Meira

Leitað að nýjum framkvæmdarstjóra Selaseturs Íslands

Nú fer hver að verða síðastur að senda inn umsókn um stöðu framkvæmdarstjóra Selaseturs Íslands á Hvammstanga en umsóknir þurfa að berast fyrir 1. nóvember sem er næsti sunnudagur. Með þarf að fylgja afrit af prófskírteinum, ferilskrá og nöfn tveggja meðmælenda. Um er að ræða fullt starf í eitt ár með möguleika á framlengingu.
Meira

Litlar kjötbollur, Pavlova og fljótlegt brauð

Matgæðingar í tbl. 29 árið 2018 voru þau Ármann Óli Birgisson og Matthildur Birgisdóttir sem eru fædd og uppalin hvort í sinni sýslunni, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði. Þau búa á Blönduósi ásamt tveimur dætrum sínum og sögðu að markmið fyrir það sumar hafir verið að njóta og skapa fjölskylduminningar.
Meira

Styrktarreikningur stofnaður fyrir fjölskyldu Jósefs Kristjánssonar

Maðurinn sem lést í vinnuslysi í malarnámu í Lambafelli aðfararnótt fimmtudagsins síðasta hét Jósef Guðbjartur Kristjánsson, fæddur þann 28. nóvember 1967. Jósef hélt heimili sitt ásamt eftirlifandi unnustu sinni, Hafdísi Jóhannsdóttur, að Bifröst í Borgarfirði. Hann lætur eftir sig níu börn á aldrinum frá 8 ára til 31 árs, barnabörn og forelda búsetta í Skagafirði.
Meira

Pósturinn kynnir Póstbox til sögunnar

Á Facebook-síðu Póstsins mátti nú á dögunum sjá myndir af hressum köppum við uppsetningu á nýjum Póstboxum Póstsins hér á Norðurlandi vestra. Fyrsta boxið var sett upp við Birkimel í Reykjavík en 30 ný Póstbox verða sett upp víðsvegar um landið nú í ár og hafa nú verið sett upp á Blönduósi og Sauðárkróki.
Meira

Polio Plus dagurinn er í dag

Í dag 24. október er dagur Polio Plus um allan heim. Rótarýhreyfinginn setti sér það markmið að útrýma lömunarveiki í heiminum og hefur fengið alþjóðlegar stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar með sér í lið. Frá árinu 1988 hefur þetta verið langstærsta verkefni Rótarýhreyfingarinnar til þessa en í ágúst sl. náðist sá stóri áfangi að losa Afríku við þessa veiki.
Meira

Vill að Byggðastofnun taki yfir póstmál

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hefur í hyggju að Byggðastofnun á Sauðárkróki taki yfir póstmál, hlutverk sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur haft með að gera hingað til. Drög að frumvarpi þess eðlis voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Með því á að leitast við að tryggja jafnan rétt landsmanna til alþjónustu póstsins.
Meira

Landbúnaður - Hvað er til ráða?

Á Norðurlandi vestra er öflugur landbúnaður og er íslensk matvælaframleiðsla umfangsmikill hluti af efnahagslífi. Miklar neyslubreytingar eru að eiga sér stað og stendur greinin á krossgötum. Neyslubreytingar almennings, aukin alþjóðleg sem og innlend samkeppni og breyttur ríkisstuðningur hafa valdið lægri tekjum á framleiðslueiningu hjá bændum. Á móti hefur vaxandi ferðamannafjöldi, nýsköpun í störfum á landsbyggðinni og stærri bú vegið á móti. Mikill stuðningur landsmanna er við innlenda framleiðslu. Ríkisstjórnin hefur tekið á nokkrum þeim þáttum sem munu ýta undir jákvæða þróun. Í þessari grein verður tæpt á samstarfi afurðastöðva, frelsi til heimavinnslu, tollasamningum, sýklalyfjaónæmi og fæðuöryggi.
Meira