Fæðubótarefni fyrirbyggja ekki sýkingar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.03.2020
kl. 14.51
Matvælastofnun vekur athygli á því að þessa dagana sé mikið um auglýsingar á vörum sem eigi að styrkja ónæmiskerfið og koma í veg fyrir sýkingar, m.a. af völdum kórónuveirunnar. Vill Matvælastofnun vara fólk við slíkum upplýsingum og bendir á að slíkar staðhæfingar séu rangar og villandi fyrir neytendur, fæðubótarefni séu matvæli og ekki megi eigna þeim þá eiginleika að fyrirbyggja sýkingar eða lækna sjúkdóma. Þetta gildi einnig um matvæli almennt.
Meira