A-Húnavatnssýsla

Allir með Feyki!

Það er forvitnilegur Feykir sem kom út í dag, stútfullur af fróðlegu og skemmtilegu efni. Í aðalefni blaðsins er fjallað um Ernuna, skipsflakið á Borgarsandi við Sauðárkrók, saga þess rifjuð upp og fjöldi mynda fylgir með sem sýnir skipið í mismunandi brúkun og ástandi. Glæst skip sem endaði í ljósum logum.
Meira

Vestur-Húnvetningar með afurðahæstu sauðfjárbúin

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, RML, hefur birt niðurstöður úr afurðaskýrsluhaldi sauðfjárræktarinnar fyrir framleiðsluárið 2019. Fjallað er um niðurstöðurnar á vef Bændablaðsins þar sem segir að útkoman sé góð í heildina og niður­stöður keimlíkar því sem árið 2018 skilaði. Fleiri bú ná þó mjög góðum árangri og búum á topplistunum fjölgar.
Meira

Óheimil heilsufullyrðing um lýsi

Matvælastofnun hefur gefið Lýsi hf. fyrirmæli vegna notkunar heilsufullyrðinga við markaðssetningu fæðubótarefnisins „Fríar fitusýrur og þorskalýsi“. Tilefni fyrirmælanna er að við markaðssetningu fyrirtækisins var gefið til kynna að neysla vörunnar gæti verið gagnleg við að eyðileggja hjúpaðar veirur, s.s. herpes, RS og kórónaveirur, og fyrirbyggja smit.
Meira

Matvælasjóður stofnaður til að efla nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, lagði í gær fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um stofnun Matvælasjóðs en markmiðið með að setja hann á fót er að efla nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu. Stofnun sjóðsins er hluti af öðrum áfanga aðgerða til að bregðast við áhrifum COVID-19 og verður 500 milljónum króna varið til stofnunar hans á þessu ári.
Meira

Ábyrgðir 30 þúsund námslána felldar niður

Vextir og greiðslubyrði allra núverandi námslána mun lækka, ráðstöfunartekjur greiðenda munu hækka og ábyrgðir á 30 þúsund námslánum verða felldar niður fái lagafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um Menntasjóð námsamanna framgang á Alþingi.
Meira

MAST auglýsir dýralæknastöður í Húnaþingi

Matvælastofnun hefur framlengt auglýsingu eftir sjálfstætt starfandi dýralæknum til að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu í dreifðum byggðum landsins og er markmiðið að tryggja dýraeigendum nauðsynlega almenna þjónustu og bráðaþjónustu við dýr á landssvæðum þar sem fjöldi dýra er takmarkaður eða verkefni dýralækna af skornum skammti.
Meira

Rannís styrkir störf fyrir ellefu háskólanema á Norðurlandi vestra

RANNÍS hefur tilkynnt um niðurstöðu fyrri úthlutunar úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir árið 2020. Alls var sótt um rúmlega 243 milljónir króna eða laun í 811 mannmánuði og bárust 189 umsóknir í ár fyrir 281 háskólanema. Að þessu sinni hafði sjóðurinn um 105 milljónir króna til úthlutunar og hlutu alls 73 verkefni styrk. Í styrktum verkefnum eru 125 nemendur skráðir til leiks í alls 350 mannmánuði.
Meira

Enginn í einangrun á Norðurlandi vestra

Sannarlega hefur stórum áfanga verið náð í Covid baráttunni á Norðurlandi vestra þar sem allir 35 sem smituðust af kórónaveirunni hafa náð bata og því enginn skráður í einangrun á svæðinu, samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra.
Meira

Aukaúthlutun til ferðamannastaða

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ráðstafað 200 milljóna króna viðbótarframlagi til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á árinu 2020 með hliðsjón af vinnu stjórnar sjóðsins frá úthlutun ársins 2020 í mars síðastliðinn.
Meira

Drög að tillögu að matsáætlun í kynningu Blöndulínu 3 - Elín Sigríður Óladóttir skrifar

Uppbygging nýrrar kynslóðar byggðalínu er hafin og er fyrsti áfanginn í þeirri uppbyggingu þrjár nýjar 220 kV háspennulínur á Norður- og Austurlandi. Þær eru Kröflulína 3 frá Kröfluvirkjun í Fljótsdalsstöð, en framkvæmdir við lagningu hennar eru þegar hafnar.
Meira