Íslendingar hvattir til að ferðast innanlands
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
06.05.2020
kl. 11.17
Ferðamálastofa stendur í sumar fyrir átaki til að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar og kaupa vörur og þjónustu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Áhersla verður á kynningu á net- og samfélagsmiðlum og verður umferð beint inn á vefinn ferdalag.is en þar verður hægt að nálgast nánari upplýsingar um fjölbreytta ferðaþjónustu um allt land.
Meira
