A-Húnavatnssýsla

Íslendingar hvattir til að ferðast innanlands

Ferðamálastofa stendur í sumar fyrir átaki til að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar og kaupa vörur og þjónustu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Áhersla verður á kynningu á net- og samfélagsmiðlum og verður umferð beint inn á vefinn ferdalag.is en þar verður hægt að nálgast nánari upplýsingar um fjölbreytta ferðaþjónustu um allt land.
Meira

REKO afhendingar á Blönduósi og Sauðárkróki

REKO afhendingar verða á Blönduósi og Sauðákróki á morgun, fimmtudaginn 7. maí, en þar geta neytendur pantað vörur milliliðalaust frá hinum ýmsu framleiðendum á svæðinu. Markmiðin með REKO eru m.a. að koma upp sölu- og dreifingarkerfi sem sparar tíma og peninga, að auka viðskipti með vörur úr héraði og efla nærsamfélagsneyslu og gera matarhandverki og heimavinnslu hærra undir höfði.
Meira

Sjóðir sem frumkvöðlum stendur til boða að sækja í

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, hafa birt á vef sínum yfirlit yfir ýmsa sjóði sem standa frumkvöðlum til boða fyrir hin ýmsu verkefni. Í flestum þeirra er auglýst eftir umsóknum einu sinni á ári og fellur það yfirleitt á sama tímabili á hverju ári.
Meira

Tilslakanir vegna Covid19

Covid19 veirusýkingin sem geisað hefur hér á landi síðastliðna mánuði er nú á hraðri niðurleið. Enn höfum við þó ekki náð fullum sigri á faraldrinum, þar sem enn greinast ný smit og töluverður fjöldi fólks er enn í einangrun. Hér á Norðurlandi vestra urðum við vel vör við sjúkdóminn þar sem að 35 einstaklingar veiktust, sem allir hafa náð bata. Það má þakka skjótum viðbrögðum og mikilli samstöðu íbúa að ekki kom til aukinnar útbreiðslu sjúkdómsins.
Meira

Engar takmarkanir á skólahaldi með nýjum Covid reglum

‍Á miðnætti tóku gildi nýjar reglur um takmörkun á samkomum til 1. júní nk. og nær til skipulagðra viðburða þar sem fleiri en 50 manns koma saman og tekur til landsins alls. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli fólks sé yfir tveir metrar. Takmörkun á samkomum. Smit á Íslandi hefur nú þegar haft nokkur áhrif á getu Landspítala til að veita heilbrigðisþjónustu og kallar það á frekari viðbrögð til að varna því að veiran breiðist hratt út.
Meira

Gengið á Tindastól í blíðviðri

Það var blíðan í gær á Norðurlandi vestra og margir notuðu tækifærið og viðruðu sig pínulítið. Blönduósingurinn Róbert Daníel Jónsson tók sig til og gekk á Tindastól ásamt Ernu konu sinni og hundinum Hrappi en þau fóru upp að Einhyrningi syðri sem er í 795 metra hæð og útsýnið hreint magnað.
Meira

Grafalvarleg staða grásleppuveiða

Þegar þetta er skrifað að kveldi annars maí eru margir grásleppubátar að sigla í land með net sín vegna reglugerðar sem sjávarútvegsráðherra undirritaði um stöðvun grásleppuveiða. Gríðarlega góð veiði hefur verið hjá bátunum, svo mikil að elstu menn muna vart annað eins. Hins vegar er kvótinn búinn, hin heilaga tala Hafró. Sá dagafjöldi sem ráðherra gaf út, 44 dagar á hvern bát eru fullnýttir hjá nokkrum (innan við 10%), aðrir áttu einhverja daga eftir, margir voru nýbyrjaðir og enn aðrir ekki komnir til veiða.
Meira

Grásleppuveiðar stöðvaðar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um stöðvun veiða á grásleppu á þessu fiskveiðiári. Ástæðan er að fyrirséð er að veiðarnar muni fljótlega nálgast ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um að heildarafli á þessu fiskveiðiári verði ekki meiri en 4.646 tonn. Frá þessu er greint á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Meira

Lærissneiðar með bláberjasultu og snickersbitar

Það voru sauðfjárbændurnir á Mýrum 2 við austanverðan Hrútafjörð, þau Ólöf Þorsteinsdóttir og Böðvar Sigvaldi Böðvarsson, sem gáfu lesendum Feykis sýnishorn af því hvað þeim þykir gott að bera á borð í 19. tbl. ársins 2018. „Við bjóðum upp á lambalærissneiðar og snickersbita sem eru góðir með kaffinu. Uppskriftin af snickersbitunum er tekin af vefnum ljúfmeti. com. Þangað höfum við sótt margar uppskriftir sem eru notaðar aftur og aftur,“ sögðu þau Ólöf og Böðvar.
Meira

Sókn Landsvirkjunar í þágu atvinnulífsins: 12 milljarða framkvæmdir og afslættir til stórnotenda

Landsvirkjun hyggst leggja um 12 milljarða króna til ýmissa nýframkvæmda, endurbóta og viðhalds á orkuvinnslusvæðum á næstu þremur árum, veita tímabundna afslætti af raforkuverði til viðskiptavina meðal stórnotenda sem nema um 1,5 milljörðum króna, undirbúa rannsóknar- og þróunarverkefni á Suðurlandi og Norðurlandi í samstarfi við hagaðila í nærsamfélaginu og flýta verkefnum á sviði stafrænnar þróunar. Nýlega var tilkynnt að Landsvirkjun myndi greiða 10 milljarða króna í arð til ríkissjóðs í ár, eða meira en tvöfalt hærri upphæð en á síðasta ári. Vonir standa til að Landsvirkjun muni áfram skila eigendum sínum arði á komandi árum.
Meira