A-Húnavatnssýsla

Íslenskt- gjörið svo vel

Fyrir helgi undirrituðu þau Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, samning um sameiginlegt kynningarátak stjórnvalda og atvinnulífs um að verja störf og auka verðmætasköpun undir heitinu: Íslenskt – gjörið svo vel.
Meira

Heimagerðir hamborgarar og hollari sjónvarpskaka

Hjónin Arnrún Bára Finnsdóttir og Kristján Ásgeirsson Blöndal lögðu til uppskriftir í matarþátt Feykis í 18. tbl. 2018. Þau búa á Blönduósi þar sem Kristján er fæddur og uppalinn en Arnrún kemur frá Skagaströnd. Kristján er annar stýrimaður á Arnari HU 1 og Arnrún starfar sem hárgreiðslumeistari auk þess að vera í kennaranámi. Jafnframt reka þau litla smábátaútgerð. „Við hjónin leggjum mikið upp úr hreinu mataræði og gerum flest alveg frá grunni. Þessir hamborgarar eru lostæti og slá alltaf í gegn. Þeir eru svo miklu betri en þessir „venjulegu”. Við mælum eindregið með að fólk prófi og sé ekki hrætt við sætkartöflubrauðin. Þau eru mjööög góð, við lofum,“ segja þau Arnrún og Kristján.
Meira

Samstaða um helstu hagsmunamál Húnvetninga

Eitt meginmarkmið verkefnisins Húnvetnings er að koma helstu hagsmunamálum Austur-Húnvetninga á framfæri við stjórnvöld. Sameiningarnefnd sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu hefur á fundum sínum fjallað um helstu styrkleika, veikleika, áskoranir og tækifæri svæðisins og íbúa. Samstaða er um það meðal sveitarfélaganna að brýnustu verkefni næstu missera séu á sviði atvinnu- og samgöngumála.
Meira

Svipmyndir frá smábátahöfninni á Skagaströnd

Það var víða blíða á Norðurlandi vestra á sumardaginn fyrsta sem Íslendingar fögnuðu í gær. Enda var líf við smábátahöfnina á Skagaströnd þegar blaðamann Feykis bar að garði; reyndar engin læti og örugglega engin ástæða til þegar sólin skín og vindurinn hvílir lúin bein.
Meira

Skráning hafin í Körfuboltabúðir Tindastóls

Feykir greindi frá því fyrr í mánuðinum að Körfuknattleiksdeild Tindastóls yrði með körfuboltabúðir á Króknum dagana 11.–16. ágúst 2020. Búðirnar eru ætlaðar körfuboltakrökkum á aldrinum 9-18 ára, bæði strákum og stelpum. Nú í vikunni hófst skráning í búðirnar á viðkomandi Facebook-síðu.
Meira

Rannsaka líðan þjóðar á tímum COVID-19

Vísindamenn Háskóla Íslands hafa í samstarfi við Embætti landlæknis og sóttvarnarlæknis hrundið af stað vísindarannsókninni Líðan þjóðar á tímum COVID-19. Markmiðið með rannsókninni er að afla sem mestrar þekkingar á áhrifum faraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna til þess m.a. að geta í framtíðinni brugðist enn betur við áhrifum samfélagslegra áfalla á borð við heimsfaraldur. Öllum einstaklingum eldri en 18 ára sem hafa rafræn skilríki er boðið að taka þátt í rannsókninni á vefsíðunni lidanicovid.is.
Meira

Strandveiðar leyfðar á almennum frídögum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur undirritað reglugerð um strandveiðar árið 2020. Er hún efnislega samhljóða reglugerð um strandveiðar síðasta árs að öðru leyti en því að lagaheimild ráðherra til að banna strandveiðar á almennum frídögum er ekki nýtt í þessari reglugerð. Því verður á þessari vertíð strandveiða ekki bannað að stunda veiðar á almennum frídögum að því er segir í frétt á vef ráðuneytisins.
Meira

Treystum á ferðaþjónustuna

Ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur byggst upp á löngum tíma. Að uppbyggingunni hafa komið þrautseigir frumkvöðlar, hugsjónamenn sem hafa séð tækifæri til þess að byggja upp sitt samfélag, skapa tekjur og búa til ný störf. Á undanförnum árum hefur áherslan verið mikil á að gera ferðaþjónustu að heilsársatvinnugrein með aukinni markaðssetningu á vetrinum og stöðugri vöruþróun. Fyrirtækjum hefur fjölgað um allt land og fjárfestingar aukist en innviðauppbygging ekki haldið í takt við eftirspurn ferðamanna eftir heimsóknum á svæðið.
Meira

Rekstrargrundvöllur margra fyrirtækja horfinn

Rekstrargrundvöllur margra fyrirtækja á Norðurlandi vestra er horfinn vegna kórónuveirufaraldursins þar sem ferðaþjónustan skipar stóran sess í rekstrinum segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, í samtali við Ríkisútvarpið í morgun. Hún segir annan aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar nokkur vonbrigði fyrir fyrirtæki á svæðinu. Samtökin hafa sjálf reynt að bregðast við með fjárframlagi.
Meira

Gleðilegt sumar!

Í dag er sumardagurinn fyrsti, yngismeyjadagurinn, og óskar Feykir öllum gleðilegs sumars og þakkar fyrir sögulegan vetur. Dagurinnn er einnig sá fyrsti í Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl (það er fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl). Sumar og vetur frusu ekki saman að þessu sinni á Norðurlandi vestra.
Meira