A-Húnavatnssýsla

Tveir í einangrun vegna Covid-19 á Norðurlandi vestra

Samkvæmt tölum aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra frá því í gær eru tveit einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 í umdæminu, báðir á Hvammstanga, og sami fjöldi sem situr í sóttkví, annar á Hvammstanga en hinn á Sauðárkróki. Þar með hafa 33 af 35 náð bata af veikinni og 468 manns lokið sóttkví.
Meira

Hlustum á Konfúsíus - Áskorandinn Magnús Björnsson frá Hólabaki

Konfúsíus, sá mikli heimspekingur Kínverja, var eitt sinn spurður um það hvað stjórnvöldum bæri að gera eftir að friði og velmegun hefur verið komið á í kjölfar ófriðar- eða óróatíma. Hann svaraði að bragði að mennta ætti þjóðina.
Meira

Kryddlegin folaldasteik og ljós skúffukaka

Matgæðingar Feykis í 17. tbl. FEykis árið 2018 voru Kristín Guðbjörg Snæland og Sigurður Leó Snæland Ásgrímsson á Sauðárkróki. Þau deildu með lesendum uppskrift að kryddleginni folaldasteik og skúffuköku.
Meira

Fimm ný gjaldfrjáls vefnámskeið hjá Farskólanum

Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, bauð nýlega íbúum Norðurlands vestra upp á fimm gerðir fjarnámskeiða í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og stéttarfélögin Ölduna, Verslunarmannafélag Skagafjarðar, Sameyki, Samstöðu og Kjöl. Námskeiðin, sem voru öllum opin og gjaldfrjáls fyrir íbúa landshlutans, vöktu mikla lukku og heppnuðust þau vel en alls sóttu 165 manns þessi námskeið. Því hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn og bjóða upp á fimm ný námskeið.
Meira

Ný vefsýning á vef Heimilisiðnaðarsafnsins

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hefur gefið út vefsýningu sem byggir á safnfræðslu grunnskólabarna um það ferli að breyta ull í þráð til að vinna úr klæði á heimilum landins fyrr á tímum. Ber sýningin nafnið Að koma ull í fat.
Meira

Athugað með hvítabjarnarspor á Skaga

Lögreglan á Norðurlandi vestra fékk ábendingu um torkennileg spor í nágrenni sveitabæjar norðarlega á Skaga seint sl. laugardagskvöld og vöknuðu grunsemdir þá þegar að hugsanlega væri um ísbjarnarspor að ræða. Lögreglan fór á vettvang á sunnudagsmorgun og voru ummerkin mjög ógreinileg, segir á Facebooksíðu lögreglunnar, og erfitt að meta eftir hvað umrædd för væru.
Meira

Smávirkjanasjóður auglýsir eftir umsóknum

Smávirkjanasjóður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum undir 10 MW að stærð á Norðurlandi vestra.
Meira

Mikilvægt að halda fókus þó veður sé gott

Almannavarnir hafa fengið ábendingar um aukna hópamyndun unglinga á leiksvæðum að kvöldlagi og segir á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að ástæðan sé líklega gott veður og þær jákvæðu fréttir sem hafa verið að berast af þróun mála er varðar afléttingu samkomubanns.
Meira

Greiðslum til sauðfjárbænda vegna COVID-19 flýtt

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð sem flýtir stuðningsgreiðslum við sauðfjárrækt um nokkra mánuði. Er það gert til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar á íslenskan landbúnað en aðgerðin mun sérstaklega nýtast þeim stóra hópi sauðfjárbænda sem stundar aðra starfsemi samhliða búskap, t.d. í ferðaþjónustu, og hafa fundið fyrir miklum áhrifum COVID-19 á greinina.
Meira

Yfir 400 manns á atvinnuleysisskrá á Norðurlandi vestra

Alþingi samþykkti fyrir skömmu frumvarp félags- og barnamálaráðherra um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda. Lögin fela í sér að laun sem greidd eru samhliða minnkuðu starfshlutfalli koma ekki til skerðingar á atvinnuleysisbótum.
Meira