Tveir í einangrun vegna Covid-19 á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.04.2020
kl. 09.49
Samkvæmt tölum aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra frá því í gær eru tveit einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 í umdæminu, báðir á Hvammstanga, og sami fjöldi sem situr í sóttkví, annar á Hvammstanga en hinn á Sauðárkróki. Þar með hafa 33 af 35 náð bata af veikinni og 468 manns lokið sóttkví.
Meira
