A-Húnavatnssýsla

Tíu lög og einir tónleikar

Páskadagur er í dag og landsmönnum hefur gefist kostur á að heimsækja sínar páskamessur á netinu að þessu sinni. Þeir sem sváfu yfir sig og misstu af prédikunum um upprisuna geta sótt sína messu á YouTube og meðtekið gleðiboðskapinn. Nú ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skella sér í tónlistarferðalag hér á Feyki. Hér gefur að líta nokkra hlekki á Jútjúbb-slóðir, skreyttar örpælingum umsjónarmanns Tón-lystarinnar á Feyki sem mögulega geta glatt nokkrar sálir. Hér ægir saman gömlu og nýju.
Meira

Páskadagur

Samkvæmt trúarhefð kristinna manna var það á sunnudeginum á páskum gyðinga sem María Magdalena og María móðir Jakobs (Markúsarguðspjallið 16. kafla) sáu að Jesús var ekki lengur í gröfinni því að hann hafði risið upp frá dauðum. Kristnir menn halda þess vegna páskadaginn sem gleði og fagnaðardag. Jesús lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi á krossinum og það gerir páskana að mestu hátíð kristinna manna og forsendu kristinnar trúar.
Meira

Kotasælubollur og karamellukaka

Matgæðingar vikunnar í 16. tbl. Feykis 2018 voru þau Kristín Guðbjörg Jónsdóttir og Hannes Guðmundur Hilmarsson sem búa á Kolbeinsá 1 sem stendur við norðanverðan Hrútafjörð, Strandasýslumegin. Þau hjón eiga fjögur börn og búa með 680 fjár ásamt því að vera með vélaútgerð. Ennfremur reka þau ferðaþjónustu á næstu jörð, Borgum, þar sem þau leigja út einbýlishús árið um kring. Þau gefa okkur uppskriftir að kotasælubollum sem Guðbjörg segir að séu ótrúlega góðar með súpum eða þá bara með kaffinu og einnig af köku með karamellukremi sem er bæði góð sem kaffimeðlæti og sem eftirréttur.
Meira

Tíu einstaklingar í einangrun á Norðurlandi vestra

Alls hafa 25 einstaklingar náð bata eftir að hafa greinst með Covid 19 veiruna á Norðurlandi vestra en enn sæta tíu manns einangrun á svæðinu, samkvæmt tölum frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra. Alls sitja 32 í sóttkví en 438 hafa lokið henni.
Meira

Föstudagurinn langi

Föstudagurinn langi er síðasti föstudagur fyrir páska. Þá minnast kristnir menn píslargöngu Jesú, krossfestingar hans og dauða á krossi, en samkvæmt guðspjöllunum gerðust þessir atburðir á síðasta föstudag fyrir páska. Þá var Jesú krossfestur ásamt tveimur ræningjum sem höfðu einnig verið dæmdir til krossfestingar.
Meira

Guðný Zoëga lætur tímann líða

Að þessu sinni leitum við ráða hjá Guðnýju Zoega varðandi tímaeyðslu. Guðný starfar nú sem lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum en áður starfaði hún sem fornleifafræðingur hjá Byggðasafni Skagfirðinga. Svo var Guðný í Útsvars-liði Skagafjarðar sem náði ágætum árangri á sínum tíma.
Meira

Skírdagur – Upphaf páskahátíðar

Skírdagur er síðasti fimmtudagur fyrir páska og var upphafsdagur hinnar fornu páskahátíðar Gyðinga. Þennan dag minnast kristnir þess að Kristur þvoði fætur lærisveinanna fyrir hina heilögu kvöldmáltíð sem kölluð hefur verið síðasta kvöldmáltíðin.
Meira

Tvær asískar kássur

Góður pottréttur klikkar sjaldan og gengur við flest tækifæri. Í uppskriftamöppu umsjónarmanns matarþáttar Feykis leynist ógrynni uppskrifta af pottréttum með hinum ýmsu kryddum og blæbrigðum. Í 15. tbl. Feykis árið 2018 birtust uppskriftir að tveimur slíkum með austurlensku sniði, ólíkar en báðar afbragðsgóðar.
Meira

Heimur norðurljósa – Ísland – Heimildarmynd eftir Árna Rúnar Hrólfsson sýnd í Sjónvarpi Símans

Af hverju að elta Norðurljósin? Hvað eru norðurljósin? Hvernig er að upplifa norðurljósin í fyrsta skipti sem erlendur ferðamaður? Áhrif norðurljósa á íslenska list og menningu? Eftir langt ferli er heimildarmyndin Heimur norðurljósa – Ísland, eftir Árna Rúnar Hrólfsson, komin út á Sjónvarpi Símans Premium og verður einnig á dagskrá í kvöld, fimmtudaginn 9 apríl kl 19:00.
Meira

Tindastóll kynnir körfuboltabúðir á Króknum í ágúst

Körfuknattleiksdeild Tindastóls er ekki af baki dottin og kynnir nú Körfuboltabúðir Tindastóls sem verða haldnar á Sauðárkróki dagana 11.-16. ágúst næstkomandi. Búðirnar eru hugsaðar fyrir leikmenn á aldrinum 9-18 ára (fædda á árunum 2002-2011) og bæði drengi og stúlkur. Yfirþjálfari Körfuknattleiksbúða Tindastóls verður Baldur Þór Ragnarsson.
Meira