feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.03.2020
kl. 08.13
Tölur um fjölda smitaðra af kórónaveirunni breytist nú dag frá degi. Á vef Landlæknis er greint frá því að fjórtán einstaklingar á fimmtugs og sextugsaldri hafi verið greindir hér á landi með kórónaveiruna, sem veldur COVID-19 sjúkdómi, en á Mbl.is í morgun eru þeir sagðir 16. Í öllum tilfellum eru tilfellin staðsett á Höfuðborgarsvæðinu og yfir þrjúhundruð einstaklingar eru í sóttkví. Engin merki eru um það að kórónuveiran hafi borist milli manna hér á landi en flest smitin eru rakin til Ítalíu, sem er eitt þeirra landa sem skilgreint er með mikla smitáhættu.
Meira