A-Húnavatnssýsla

Vel heppnaðir afmælistónleikar Sóldísar

Fullt var út úr dyrum í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði í gær á 10 ára afmælistónleikum Kvennakórsins Sóldísar. Á þeim degi er markar upphaf góunnar, konudegi, hefur kórinn, allt frá stofnun, staðið á sviði Miðgarðs og sungið á tónleikum sem ávallt hafa verið vel sótti.
Meira

BioPol á Skagaströnd og Háskólinn á Akureyri endurnýja samstarfssamning

Sjávarlíftæknisetrið BioPol á Skagaströnd og Háskólinn á Akureyri undirrituðu nýlega samning um endurnýjun samstarfs milli stofnananna til næstu fimm ára en þær hafa átt samstarf frá stofnun BioPol árið 2007.
Meira

Bolludagsbollur

Nú er bolluvertíðin í hámarki, bolludagur á mánudaginn og landsmenn munu væntanlega hesthúsa fjölmargar bollur um helgina. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að birta bolluuppskriftir þar sem alnetið er stútfullt af slíkum þessa dagana. Tilbrigðin eru ótalmörg og í sjálfu sér eru því kannski lítil takmörk sett með hverju fylla má bollurnar, bara nota það sem bragðlaukunum líkar og láta hugmyndaflugið ráða.
Meira

Er vinnustaður bara hugarástand? - Vefráðstefna SSNV

Næstkomandi fimmtudag, 27. febrúar klukkan 10:00, stendur SSNV fyrir vefráðstefnu um möguleika dreifðra byggða þegar kemur að svokölluðum skrifstofusetrum (e. coworking space). Vefráðstefna þessi er hluti af verkefninu Digi2Market sem styrkt er af Norðurslóðaáætlun.
Meira

Skimun getur bjargað lífi – hugaðu að heilsunni og pantaðu tíma

Krabbameinsfélagið býður upp á brjóstamyndatöku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki daganna 24-27. febrúar og á Blönduósi daganna 2. - 3. mars. Konur um allt land fá sent boð í pósti þegar komið er að næstu krabbameinsleit hjá þeim.
Meira

Helena söng til sigurs í Söngkeppni NFNV

Helena Erla Árnadóttir sigraði í Söngkeppni NFNV sem fram fór í gærkvöldi með lagið Anyone eftir Demi Lovato. Í öðru sæti hafnaði Rannveig Sigrún Stefánsdóttir með lagið Bring Him Home eftir Colm Wilkinson og Ingi Sigþór Gunnarsson endaði í þriðja sæti með lagið Á sjó með Hljómsveit Ingimars Eydal.
Meira

Bein útsending frá Söngkeppni NFNV

Söngkeppni NFNV fer fram í kvöld í sal Fjölbrautaskólans þar sem boðið verður upp á tólf atriði. Keppni hefst núna klukkan 20 og er í beinni útsendingu. Á hverju ári er haldin undankeppni fyrir söngkeppni framhaldsskólanna þar sem nemendur skólans láta ljós sitt skína en í ár átti hún að fara fram á Valentínusardaginn 14. febrúar en var frestað vegna veðurs.
Meira

Greta Clough ráðin markaðs- og viðburðarstjórnand Prjónagleði 2020

Greta Clough hefur verið ráðin sem markaðs- og viðburðarstjórnanda Prjónagleðinnar 2020 sem haldin verður á Blönduósi dagana 12.-14. júní næstkomandi en Textílmiðstöð Íslands hlaut á dögunum styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra til ráðningarinnar. Greta tók til starfa þann 17. febrúar síðastliðinn að því er segir á Facebooksíðunni Textílmiðstöð Íslands - þekkingarsetur á Blönduósi.
Meira

Læknamiðill - Magnús Ólafsson skrifar

Öll þráum við að vera laus við að sjúkdómar herji á okkur, en stundum lendum við í slysum eða veikindum. Þá þarf að takast á við þá raun. Oftast getum við fengið góða hjálp frá okkar öfluga heilbrigðiskerfi, stundum næst ekki sá árangur, sem við vildum.
Meira

Vel tókst til með borun á Reykjum

Borun er lokið á fjórðu vinnsluholunni á Reykjum við Húnavelli vegna viðbótarvatnsöflunar fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Verði árangur fullnægjandi mun það auka rekstraröryggi veitunnar til framtíðar, segir á heimasíðu RARIK.
Meira