Kórónaveiran greinist á Íslandi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
28.02.2020
kl. 16.22
Í dag greindist fyrsta staðfesta tilfellið af COVID-19 kórónaveirunni á Íslandi og hefur hættustig almannavarna verið virkjað vegna þess. Greint hefur verið frá því að íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hafi verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir veirunni. Maðurinn er ekki alvarlega veikur en sýnir dæmigerð einkenni COVID-19 sjúkdóms sem eru hósti, hiti og beinverkir.
Meira