A-Húnavatnssýsla

Leiðbeiningar um Covid 19 - myndútskýring

Hér kemur myndútskýring um hvað má og hvað má ekki á þessum furðulegu tímum sem við erum að ganga í gegnum þessa dagana. Þessi mynd kom á vefnum heilsugeasla.is og vonandi geta einhverjir nýtt sér þetta ef þeir eru í einhverjum vafa. Ég er örugglega búin að lesa þetta oft síðustu vikurnar en alltaf finnst mér betra að sjá allt myndrænt, festist eitthvað betur í heilanum á mér :)
Meira

Bjössi Óla og Sossu lætur tímann líða

Þriðji lífskúnstnerinn okkar og tímaeyðir er Arnbjörn Ólafsson en hann höndlar markaðs- og þróunarmál hjá Keili – miðstöðvar vísinda, fræða og mennta sem staðsett er í Reykjanesbæ. Bjössi er kannski sá aðili sem hefur síðustu misserin stuðlað hvað mest að aukinni flugumferð í lofthelgi Sauðárkróks í gegnum starfsemi Flugskóla Keilis.
Meira

Tæpar 30 milljónir á Norðurland vestra úr húsafriðunarsjóði

Úthlutað hefur verið úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2020 og verða veittir að þessu sinni alls 228 styrkir að upphæð 304.000.000 kr. Alls bárust 272 umsóknir, þar sem sótt var um rétt rúmlega einn milljarð króna, eftir því sem kemur fram á heimasíðu Minjastofnunar.
Meira

Hvenær þarft þú að fara í sóttkví?

Það eru margir að velta því fyrir sér hvort eða hvenær þeir eigi að fara í sóttkví. Á vef ruv.is var birt mjög gott skýringarmyndband sem ég mæli með að allir horfi á til að hafa þetta á hreinu þar sem að fyrstu smitin eru komin á þetta svæði.
Meira

Afhenti Orgelsjóði Blönduóskirkju eina milljón króna

Í dag, 30. mars, fagnar Sigurjón Guðmundsson frá Fossum í Svartárdal, 85 ára afmæli sínu. Við þau tímamót ákvað hann að afhenda Orgelsjóði Blönduóskirkju eina milljón króna. Í gær fór fram látlaus athöfn í Blönduóskirkju þar sem Sigurjón afhenti fjármunina með formlegum hætti. Viðstaddir athöfnina voru séra Úrsúla Árnadóttir, sóknarnefnd Blönduóskirkju og spilaði Eyþór Franzson Wechner, organisti tvö verk á orgelið.
Meira

Vill að íþróttastarf liggi niðri í samkomubanni

Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, leggur áherslu á að allt íþróttastarf eigi að liggja niðri á meðan samkomubannið er í gildi og segir á heimasíðu UMFÍ að borist hafi vísbendingar um að íþróttafólk félaga sé að stunda íþróttaæfingar úti í litlum hópum þrátt fyrir strangt samkomubann. Það finnst henni ekki til fyrirmyndar.
Meira

Undirbúningur að sameiningu sveitarfélaga dregst á langinn

Undirbúningsvinna fyrir sameiningu sveitarfélaga víða um land, þar á meðal í Austur-Húnavatnssýslu, dregst á langinn vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Róbert Ragnarsson, framkvæmdastjóra RR ráðgjafar sem fer með verkefnastjórn í sameiningarviðræðum sveitarfélaga á fjórum stöðum á landinu; á Suðurlandi, á Austurlandi, í Þingeyjarsýslu og í Austur-Húnavatnssýslu.
Meira

Vefráðstefna um stöðu og framtíð úrgangsmála á Norðurlandi

Vefráðstefna um stöðu og framtíð úrgangsmála á Norðurlandi verður haldin á miðvikudaginn kemur, 1. apríl, klukkan 13.00-16.30. Ráðstefnan er öllum opin og verður slóð á viðburðinn birt á viðburðasíðu ráðstefnunnar á Facebook og á Facbook síðum SSNV og SSNE
Meira

Hrafnhildur Viðars lætur tímann líða

Áfram höldum við í að leita til sérfræðinga í að láta tímann líða en ljóst er að margur situr heima þessa dagana, sumir tilneyddir en aðrir af skynsemis sjónarmiðum. Að þessu sinni tökum við hús á Hrafnhildi Viðars á Víðigrundinni á Króknum sem er nú alla jafna með puttann á púlsinum og í takt við tímann.
Meira

Ekki allt svart

Eins og vænta má hefur Covid-19 veirufaraldurinn haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í landinu enda mikið um afbókanir og fáir á ferðinni. Þetta er erfiður baggi fyrir ferðaþjónustuna en menn mega samt ekki afskrifa hana eins og fram kemur í viðtali Karls Eskils Pálssonar við Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, á sjónvarpsstöðinni N4. „Það er ekki allt svart og menn sjá tækifæri í þessu líka,“ segir Arnheiður.
Meira