A-Húnavatnssýsla

Opið hús í Nes listamiðstöð

Á morgun, miðvikudaginn 28. ágúst verður opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd þar sem listamenn mánaðarins munu sýna vinnu sína.
Meira

Stofnun Félags smáframleiðenda matvæla í burðarliðnum

Stofnfundur Félags smáframleiðenda matvæla verður haldinn þann 3. september nk. frá kl. 13-15 í fundarsal í húsakynnum Samtaka iðnaðarins, Borgartúni 35, 104 Reykjavík.
Meira

Samningur um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar í Blönduósbæ

Undirritaður hefur verið samningur um að frá og með 1. september 2019 muni Blönduósbær taka yfir götulýsingarkerfi sveitarfélagsins, og allt sem því tilheyrir. RARIK hefur í áratugi sett upp og rekið götulýsingarkerfi vítt og breitt um landið. Ákveðin kaflaskil urðu þegar raforkulög nr. 65 frá árinu 2003 tóku gildi. Samkvæmt þeim fellur götulýsing ekki undir einkaleyfisstarfsemi dreifiveitufyrirtækja.
Meira

Sérstök lán til nýbygginga á landsbyggðinni

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði í morgun breytingar á reglugerð sem gerir það að verkum að sveitarfélög, einstaklingar og óhagnaðardrifin félög á landsbyggðinni muni fljótlega geta tekið lán hjá Íbúðalánasjóði til húsnæðisuppbyggingar á stöðum þar sem önnur fjármögnun er ekki í boði. Undirritunin fór fram á Drangsnesi í Steingrímsfirði en Vestfirðir eru einmitt dæmi um landsvæði þar sem markaðsbrestur veldur því að ekki er byggt íbúðarhúsnæði þrátt fyrir mikla eftirspurn.
Meira

Hugmyndir óskast - Aðkoma íbúa í málefnum landshlutans mikilvæg – Stórfundur í Menningarhúsinu Miðgarði, þriðjudaginn 3. september kl. 13-17.

Undanfarið hefur staðið yfir vinna við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra. Sóknaráætlun hvað? Hvað er það? Er það nema von þú spyrjir…Þegar talað er um sóknaráætlun þá er í raun og veru verið að tala um framtíðarsýn. Í sóknaráætluninni erum við því að setja niður á blað í hvaða átt við viljum sjá landshlutann okkar þróast á komandi árum.
Meira

Styrkjamöguleikar Evrópuáætlana

RANNÍS stendur í þessari viku fyrir kynningarfundum á Norðurlandi um tækifæri á sviði mennta- og menningarmála. Fundirnir verða haldnir í Eyvindarstofu á Blönduósi miðvikudaginn 28. ágúst kl. 12:00-13:30, í Ráðhúsinu á Siglufirði fimmtudaginn 29. ágúst kl. 10:00-11:30 og í Verksmiðjunni, sal Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Glerárgötu 34 á Akureyri fimmtudaginn 29. ágúst kl. 15:00-16:30.
Meira

Tónlistin, hestamennskan og bæjarhátíðir – Áskorendapenninn Skarphéðinn Einarsson

Á mig skoraði Benedikt Blöndal Lárusson vinur minn og samstarfsmaður til margra ára, og fyrsta hugsunin var sú, hvurn andsk... á ég að skrifa um. Það sem mér stendur næst er tónlist þar sem ég hef starfað við tónlist og tónlistarkennslu síðan 1970 og nú sagt upp föstu starfi við Tónlistarskóla A-Hún enda kominn á þann aldur og mál er að hætta.
Meira

Sigur fyrir sögubækurnar

Það var allt undir hjá Húnvetningum í dag þegar Kormákur/Hvöt heimsótti lið Úlfanna á Framvöllinn í Reykjavík í lokaumferð 4. deildar.. Eftir sigur Hvítu riddaranna á liði Snæfells sl. fimmtudag var ljóst að ekkert annað en sigur dugði liði K/H í dag til að koma liðinu í úrslitakeppni um sæti í 3. deild að ári. Leikurinn í dag var hreint ótrúlegur en þegar í óefni var komið stigu leikmenn Kormáks/Hvatar upp og börðust til frábærs sigurs. Lokatölur 4-5 og sæti í úrslitakeppninni tryggt í fyrsta sinn í sögu sameinaðs liðs Húnvetninga.
Meira

Humarskelbrot og kjúklingabringa í soja með brokkolí, hvítlauk, hrísgrjónanúðlum og eggjum

Guðmundur Björn Eyþórsson var matgæðingur vikunnar í 32. tbl. Feykis 2017. Hann segist vera Kópavogsbúi og Hólamaður sem kom í Fjörðinn frá Kóngsins Kaupinháfn fljótlega eftir hrun og settist að heima á Hólum en það er „nafli alheimsins eins og allir á Sauðárkróki vita og þeir sem hafa búið hér,“ segir Guðmundur. Á Hólum starfar hann við háskólann sem fjármála- og starfsmannastjóri auk þess sem hann á sér gæluverkefnið Bjórsetur Íslands ásamt tveimur félögum sínum.
Meira

Stúlkur af Norðurlandi vestra sópuðu að sér verðlaunum á Akureyrarmóti í frjálsum

Akureyrarmót UFA er haldið á Þórsvelli síðsumars ár hvert. Keppt er í öllum aldursflokkum í helstu greinum frjálsra íþrótta. Undanfarin ár hefur mótið verið hluti af mótaröð FRÍ þar sem sterkasta frjálsíþróttafólk landsins keppir í stigakeppni. Nokkrar stúlkur af Norðurlandi vestra voru meðal þátttakenda um síðustu helgi og sópuðu að sér verðlaunum.
Meira