A-Húnavatnssýsla

Lestrarömmur og -afar óskast

Lestur hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár og eru flestir meðvitaðir um mikilvægi hans. Þannig hefur lestri verið gert hærra undir höfði en áður í fjölmörgum skólum með ýmsum hætti, s.s. lestrarátaki, yndislestri o. fl. Blönduskóli fer skemmtilega leið þegar kemur að þessu máli en svohljóðandi tilkynninng birtist í dag á vef skólans.
Meira

Magnað lið Kormáks/Hvatar í undanúrslit 4. deildar

Kormákur/Hvöt gerði sér lítið fyrir og lagði Hamar frá Hveragerði í hörkuleik á Blönduósvelli í gær með tveimur mörkum gegn einu og komst þar með áfram í undanúrslit 4. deildar á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Fyrri leikur liðanna fór 3 – 2. Bæði lið misnotuðu víti í leiknum.
Meira

Stórátaks þörf í atvinnumálum á Norðurlandi vestra

Á fundi stjórnar SSNV sem haldinn var þann 6. ágúst sl. var lögð fram greining á fjölda starfandi einstaklinga í landshlutanum og samanburð á milli áranna 2005, 2010 og 2018, byggt á tölum frá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að milli áranna 2010 og 2018 fjölgar starfandi einstaklingum á Norðurlandi vestra um 141 sem er 3,1% fjölgun. Á sama tíma er fjölgunin á landinu öllu 23%.
Meira

Umhleypinga- og vætusamur september

Þriðjudaginn 3. september klukkan 14:00 mættu 13 félagar Veðurklúbbsins á Dalbæ til fundar til að fara yfir spágildi síðasta mánaðar. Samkvæmt tilkynningu frá spámönnum eru þeir sáttir við hvernig spáin gekk eftir í meginatriðum.
Meira

Stefnir í hörkurimmu á Blönduósi

Nú er um að gera fyrir stuðningsmenn Kormáks/Hvatar að skella sér á Blönduósvöll og styðja við bakið á sínum mönnum en þeir verða í eldlínunni í dag í úrslitakeppni í 4. deildar. Leikurinn sker úr um það hvort heimamenn eða lið Hamars í Hveragerði komist áfram í undanúrslit. Leikurinn hefst kl. 17:15.
Meira

Sextíu sóttu um nýliðunarstuðning í landbúnaði

Þann 1. september rann út umsóknarfrestur fyrir nýliðunarstuðning í landbúnaði. Alls bárust 60 umsóknir og segir á heimasíðu Matvælastofnunar að öllum umsækjendum verði svarað fyrir 1. desember.
Meira

Fyrsti í sköfu á Norðurlandi vestra

Haustið er farið að minna duglega á sig með dimmum kvöldum og lækkandi hita yfir nóttina þannig að kartöflugrös fara að falla og berin í stórhættu. Íbúar á Norðurlandi vestra þurftu margir hverjir að grípa í sköfuna í morgun og hreinsa bílrúður áður en lagt var af stað þó frostið hafi kannski ekki verið neitt verulegt.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar enn í góðum séns

Leikmenn Kormáks/Hvatar mættu á Grýluvöllinn í Hveragerði í blíðuveðri síðastliðinn föstudag og öttu kappi við lið Hamars í átta liða úrslitum 4. deildar. Húnvetningar mættu örlítið brotnir til leiks en tveir Spánverjar voru í banni eftir hasarinn í lokaleik liðsins í B-riðlinum viku áður. Það fór svo að Hvergerðingar fóru með sigur af hólmi, lokatölur 3-2.
Meira

Tækifæri dreifðra byggða í fjórðu iðnbyltingunni

Fimmtudaginn 5. september standa landshlutasamtökin og Nýsköpunarmiðstöð fyrir málþingi um tækifæri dreifðra byggða í fjórðu iðnbyltingunni. Óhætt er að segja að þingið sé með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem það fer fram með sömu dagskrá á sex stöðum á landinu en verður jafnframt sent út á internetinu. Hægt verður að taka þátt með því að mæta á einhvern þessara sex staða sem eru Borgarnes, Ísafjörður, Sauðárkrókur, Akureyri, Reyðarfjörður og Selfoss eða tengjast netinu.
Meira

Auðlindir skulu vera í þjóðareign

Landsstjórn og þingflokkur Framsóknar hélt sinn árlega sameiginlega vinnufund á Sauðárkróki um helgina. Þar var m.a. ályktað um að flutningskostnaður raforku verði jafnaður á kjörtímabilinu, sem er ein af mikilvægustu byggðaaðgerðum sem ráðast þarf í. „Framsóknarflokkurinn hefur ávallt staðið vörð um að í landinu búi ein þjóð sem þarf að hafa jafnan aðgang að grunnþjónustu og þarna er mikilvægt skref stigið í þá átt,“ segir í ályktuninni.
Meira