A-Húnavatnssýsla

Skagstrendingar vilja skemmtiferðaskip

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar sem haldinn var sl. þriðjudag, 20. ágúst, var tekin ákvörðun um að sækja um þátttöku í Cruise Iceland. Felur það í sér að Skagastrandarhöfn verður kynnt sem ákjósanlegur viðkomustaður fyrir skemmtiferðaskip. Var sveitarstjóra falið að ganga formlega frá aðildarumsókn.
Meira

Miðfjarðará komin yfir þúsund laxa markið

Landssamband veiðifélaga hefur birt lista yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er hann byggður á aflatölum í lok dagsins í gær, 21. ágúst. Þar má sjá að tvær ár hafa nú bæst í hóp þeirra sem farið hafa yfir þúsund laxa markið en það eru Ytri-Rangá og Miðfjarðará þar sem veiðin er komin í 1.091 lax og situr hún nú í fjórða sæti yfir aflahæstu árnar. Þar var vikuveiðin 107 laxar. Á sama tíma í fyrra höfðu 2.039 laxar veiðst í ánni.
Meira

Sýning listamanna í Bílskúrsgalleríinu

Á morgun, föstudaginn 23. ágúst milli klukkan 15 og 18 verður haldin sýning á verkum textíllistamanna sem dvalið hafa í Kvennaskólanum á Blönduósi að undanförnu. Sýningin ber yfirskriftina She sits stitching og verður til húsa í Bóilskúrsgalleríinu að Árbraut 31.
Meira

Gæsaveiðitímabilið hafið

Gæsaveiðitímabilið hófst í gær, þriðjudaginn 20. ágúst. Stendur það til 15. mars og gildir bæði um veiðar á grágæs og heiðargæs. Í hádegisfréttum RÚV í gær var rætt við Áka Ármann Jónsson , formann Skotveiðifélags Íslands, sem segir marga hafa beðið dagsins með mikilli eftirvæntingu. Áki segir að 3-4.000 skotveiðimenn stundi gæsaveiðar að jafnaði og sé grágæsaveiðin vinsælust en af henni séu veiddir 40-45.000 fuglar hvert haust. Meira þurfi að hafa fyrir heiðargæsinni sem, eins og nafnið bendir til, heldur til uppi á heiðum og sé mjög vör um sig. Veiðin þar sé 10-15.000 fuglar.
Meira

Aðgát í umferðinni

Vátryggingafélag Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni að þessa dagana eru skólar að hefja vetrarstarf sitt og því enn meiri ástæða til þess en ella að hafa athyglina í lagi þegar ekið er nærri skólum og öðrum stöðum þar sem ungra vegfarenda er að vænta. Margir þeirra eru nýliðar í umferðinni og hafa ekki endilega allar reglur á hreinu meðan önnur sem veraldarvanari eru finnst þau jafnvel ekki þurfa að fara eftir öllum reglum, nú eða hafa ekki hugann við umferðina og eru með tónlist í eyrunum.
Meira

Fundir um mótun framtíðar Norðurlands vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, boða til funda á þremur stöðum í landshlutanum í þessari viku. Fundirnir eru haldnir í tengslum við vinnu við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra og eru þeir opnir hverjum þeim er vill hafa áhrif á stefnu landshlutans til ársins 2024.
Meira

Myndlistarsýningu Jóhanns Sigurðssonar lýkur senn

Myndlistarsýning Jóhanns Sigurðssonar, sem opnuð var á Húnavöku, stendur enn yfir í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi en á Facebooksíðu listamannsins, JoSig Art, kemur fram að nú fari að styttast í að henni ljúki.
Meira

Kormákur/Hvöt skrefi nær úrslitakeppninni

Lið Kormáks/Hvatar hefur heldur betur sýnt hvað í því býr í 4. deildinni að undanförnu en liðið hefur nú unnið átta leiki í röð og er í góðum séns með að skila sér í úrslitakeppni um sæti í 3. deild nú þegar ein umferð er eftir óleikin í B-riðli. Í gær fengu Húnvetningarnir lið ÍH í heimsókn á Blönduósvöll og unnu glæsilegan 6-0 sigur.
Meira

Ber og aftur ber

Þessi matarþáttur birtist í Feyki, 31. tbl. ársins 2017 Það er umsjónarmaður þáttarins sem skrifar: Nú haustar að og þá er fátt betra en að drífa sig í berjamó. Úr alls konar berjum er hægt að útbúa margs kyns dýrindis rétti og ætla ég að gefa ykkur nokkrar uppskriftir þar sem bláberin eru í aðalhlutverki. Möguleikanir eru ótal margir eins og sést ef maður gúgglar orðið bláber, s.s. að nota berin í þeyting (boost), baka úr þeim pæ, muffins og fleira, í marineringar á kjöt, í sósur með villibráð og svo auðvitað í alls konar eftirrétti. Berin má nota jafnt fersk sem frosin, mér þykir t.d. betra að þau séu búin að frjósa þegar ég bý til pæ úr þeim. En best og hollast er auðvitað að borða berin bara eins og þau koma fyrir af lynginu.
Meira

Allir á völlinn um helgina

Núna um helgina fara fram þrír leikir, tveir á morgun og einn á sunnudaginn. Nú er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að kíkja á völlinn og styðja liðið sitt.
Meira