Skagstrendingar vilja skemmtiferðaskip
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
23.08.2019
kl. 09.52
Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar sem haldinn var sl. þriðjudag, 20. ágúst, var tekin ákvörðun um að sækja um þátttöku í Cruise Iceland. Felur það í sér að Skagastrandarhöfn verður kynnt sem ákjósanlegur viðkomustaður fyrir skemmtiferðaskip. Var sveitarstjóra falið að ganga formlega frá aðildarumsókn.
Meira