A-Húnavatnssýsla

Lambaskankar og ostakaka með Nóa kroppi og hindberjasós

„Þar sem við erum ekkert mikið fyrir að flækja hlutina þegar kemur að eldamennsku þá eru þessir réttir í uppáhaldi hjá okkur. Við mælum klárlega með því að þið prófið þessa rétti,“ segja matgæðingar 43. tölublaðs Feykis árið 2015, þau Ástrós Villa Vilhelmsdóttir og Guðni Már Lýðsson á Skagaströnd sem buðu upp á Lambaskanka með rótargrænmeti og ostaköku með Nóa kroppi og hindberjasósu í eftirrétt.
Meira

Hugað að jólum hjá bókasafninu á Blönduósi

Héraðsbókasafnið á Blönduósi býður upp á ýmsa skemmtilega viðburði í aðdraganda jólanna, s.s. föndur, bókakynningu og bókabíó. Dagskráin er svohljóðandi:
Meira

Lífseigur vísnaþáttur - 700 þættir í 30 ár

Þau skemmtilegu, og ekki síst merkilegu tímamót eru skráð á spjöld sögunnar í Feyki vikunnar þar sem sjöhundraðasti vísnaþátturinn lítur dagsins ljós. Fyrsti þátturinn birtist í Feyki 1. apríl 1987 og fögnuðum við því 30 ára úthaldi sl. vor.
Meira

Nemendur kynna sér iðn-, raun- og tæknigreinar

Öllum grunnskólanemum í 8. til 10. bekkjum á Norðurlandi vestra var boðið að sækja starfakynningu sem hófst í morgun í Bóknámshúsi FNV en þar kynna um 30 fyrirtæki af svæðinu starfsemi sína og þau störf sem innt eru af hendi hjá þeim. Verkefnið beinir kastljósinu sérstaka á iðn-, raun- og tæknigreinar og er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands vestra.
Meira

Norðurstrandarleið á góðum rekspöl

Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá því að verkefnið Norðurstrandarleið eða Arctic Coast Way sé nú komið á góðan rekspöl. Verkefnið hefur það að markmiði að laða ferðamenn að strandlengjunni meðfram Norðurlandi, allt frá Húnaflóa til Bakkafjarðar, árið um kring, og hvetja þá til að staldra lengur við á svæðinu. Eins og Feykir.is hefur áður greint frá hefur Markaðsstofa Norðurlands umsjón með verkefninu með þátttöku 17 sveitarfélaga og ýmissa ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
Meira

Búið að birta drög að starfsleyfisskilyrðum vegna skotvallar á Blönduósi

Drög að starfsleyfi fyrir Skotfélagið Markviss vegna starfrækslu skotvallar á Blönduósi eru nú til kynningar hjá Blönduósbæ. Þeir sem telja sig málið varða eru hvattir til að kynna sér þær og gera athugasemdir ef þurfa þykir.
Meira

Húnavatnshreppur veitir styrki til ýmissa málefna

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps kom saman til fundar þann 8. nóvember síðastliðinn. Meðal efnis á dagskrá fundarins voru afgreiðslur á styrkbeiðni frá ýmsum aðilum. Samþykkti sveitarstjórn að úthluta styrkjum til ýmissa verkefna sem tengjast félagsstarfsemi, menntun, menningu og fleiru.
Meira

Kór Íslands er Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í lokaþættinum sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Kórinn sigraði í símakosningu þar sem rúmlega 40 þúsund atkvæði voru greidd og hlaut hann fjórar milljónir króna í sigurlaun.
Meira

Kjúklingaborgarar með nan-brauði og tzatziki sósu og auðveldur eftirréttur

„Það er alltaf gaman að bregða út af vananum og fá sér aðeins öðruvísi borgara. Hér er uppskrift sem aldrei klikkar og allir ættu að smakka. Setjum með auðveldan eftirrétt og því er ekkert til fyrirstöðu að græja þetta strax,“ segja matgæðingarnir Hrund Pétursdóttir og Helgi Sigurðsson á Sauðárkróki í 42. tölublaði Feykis 2015..
Meira

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd á mánudaginn kemur, þann 13. nóvember, og hefst dagskráin klukkan 13. Á vef SSNV segir að á Haustdeginum megi fá svör við spurningum eins og: „Hvað er þetta með alla þessa kínversku ferðamenn? Ætli við séum tryggð fyrir því ? Hvernig fáum við fleiri Kana til okkar ? Hvað er að frétta af beina fluginu ?“ og mörgum fleiri sem brenna á ferðaþjónustuaðilum.
Meira