A-Húnavatnssýsla

Opið hús í Bílskúrsgalleríinu á Blönduósi

Opna húsið í Bílskúrsgalleríinu við Kvennakólann á Blönduósi sem frestað var á fimmtudaginn verður haldið á morgun, þriðjudag 28. nóvember. Þá ætla listamenn nóvembermánaðar hjá Textílsetrinu að sýna vinnu sína. Í tilkynningu frá Textílsetrinu segir að ásamt ullarsokkunum, sem eru auðvitað nauðsynlegastir alls á þessum árstíma, verði hellingur af öðru dásamlegu sem listamennirnir hafa unnið undanfarið til sýnis.
Meira

Samstarfsnefnd um sameiningu hefur hafið störf

Húni.is segir frá því í dag að samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu hafi komið saman einu sinni frá því að sveitarfélögin fjögur, Blönduós, Skagaströnd, Húnavatnshreppur og Skagabyggð, samþykktu að hefja sameiningaviðræður.
Meira

Opið hús í listamiðstöðinni Nesi í dag

Í dag, laugardaginn 25. nóvember, verður opið hús í listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd þar sem listamenn nóvembermánaðar munu sýna verk sín. Opið verður frá klukkan 16 til 18 en milli klukkan 16:30 og 17:15 fer fram samspil leiklistar og persneskrar fiðlu, kvikmyndasýning, upplestur úr skáldsögu og kynning á rannsókn á bæjarskipulagi Skagastrandar. Klukkan 17:30 verður tónlist, ljóð og sjónlistasýning í kaffistofunni Einbúastíg 2.
Meira

Holtavörðu- og Öxnadalsheiði lokaðar - Appelsínugul viðvörun

Appelsínugul viðvörun er fyrir Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland. Norðan hvassviðri er á norðurlandi allt að 18-23 m/s og snjókoma, talsverð á Tröllaskaga. Skafrenningur og skyggni mjög lítið og ekkert ferðaveður.
Meira

Röskun á skólahaldi og árshátíð frestað í Varmahlíðarskóla

Vonskuveður er nú um norðanvert landið og spáir Veðurstofan norðan 18-23 m/s með talsverðri snjókomu eða skafrenningi. Búast má við slæmu skyggni og slæmu ferðaveðri bæði á fjallvegum og láglendi. Veðurhorfur á landinu eru þær að á morgun dragi úr úrkomu fyrir norðan og austan og vind fari að lægja um vestanvert landið.
Meira

Leikhópur FNV frumsýnir Bugsy Malone

Á morgun föstudag munu nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýna leikritið Bugsy Malone í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Bugsy Malone er fjölskylduleikur sem fjallar um ævintýri „gangstersins“ Bugsy Malone á bannárunum í Chicago uppúr 1930.
Meira

Opið hús í Bílskúrsgalleríinu á Blönduósi

Listamenn nóvembermánaðar hjá Textílsetri Íslands á Blönduósi verða með opið hús í Bílskúrsgalleríinu við Kvennaskólann á morgun, fimmtudaginn 23. nóvember. Í tilkynningu frá Textílsetrinu segir að ásamt ullarsokkunum, sem eru auðvitað nauðsynlegastir alls á þessum árstíma, verði hellingur af öðru dásamlegu sem listamennirnir hafa unnið undanfarið til sýnis.
Meira

Húni.is liggur niðri í kjölfar kerfishruns 1984

Eins og margir hafa tekið eftir hefur húnvetnski fréttamiðillinn Húni.is legið niðri í vikutíma eða allt frá því að kerfishrun varð hjá hýsingaraðila vefsins 1984. Húnahornsmenn eru niðurbrotnir yfir ástandinu en vonast til að úr rætist sem fyrst.
Meira

Kærur vegna skotæfingasvæðis á Blönduósi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur borist kæra frá Oddi Hjaltasyni og Blomstra ehf. þar sem kært er deiliskipulag fyrir skotæfingasvæði á Blönduósi en gefið var út framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdanna þann 26. september sl.
Meira

Búist við áframhaldandi hvassviðri og snjókomu

Eftir hríðarhvell síðasta sólarhringinn hafa margir vegir teppst. Ófært er milli Fljóta og Siglufjarðar en þar féll snjóflóð á vegin í gær. Einnig er Þverárfjall og Holtavörðuheiði ófærar samkvæmt vef Vegagerðarinnar, einnig Brattabrekka svo suðurleiðin er lokuð eins og er. Verið er að moka Öxnadalsheiði og er hún fær. Þæfingur er milli Sauðárkróks og Fljóta sem og í Hrútafirði en annars er krap eða snjóþekja á helstu leiðum.
Meira