feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
25.11.2017
kl. 11.03
Í dag, laugardaginn 25. nóvember, verður opið hús í listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd þar sem listamenn nóvembermánaðar munu sýna verk sín. Opið verður frá klukkan 16 til 18 en milli klukkan 16:30 og 17:15 fer fram samspil leiklistar og persneskrar fiðlu, kvikmyndasýning, upplestur úr skáldsögu og kynning á rannsókn á bæjarskipulagi Skagastrandar. Klukkan 17:30 verður tónlist, ljóð og sjónlistasýning í kaffistofunni Einbúastíg 2.
Meira