A-Húnavatnssýsla

Stjórnarsáttmálinn - Samstarf um sterkara samfélag

Sáttmáli Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis verður undirritaður í Listasafni Íslands í dag. Í sáttmálanum eru sett fram metnaðarfull og framsýn markmið um velferð, mannréttindi og loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð, stórsókn í uppbyggingu á innviðum um allt land og eflingu heilbrigðis- og menntakerfa, eins og segir í sameiginlegri fréttatilkynningu frá flokkunum þremur. Um 100 aðgerðir og áherslumál er að finna í sáttmálanum í þágu þessara markmiða og annarra verkefna.
Meira

Gjöf til verðandi foreldra í Húnavatnssýslum

Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa hefur ákveðið að gefa verðandi foreldrum í Húnavatnssýslum bókina Fyrstu 1000 dagarnir, barn verður til eftir Sæunni Kjartansdóttur sálfræðing.
Meira

Upplestur á aðventu á Heimilisiðnaðarsafninu

Á morgun, föstudaginn 1. des. kl. 16:00, mun Heimilisiðnaðarsafnið standa fyrir upplestri á bókum sem koma út fyrir þessi jól. Lesarar verða þau Sigmundur Ernir Rúnarsson og Kolbrún Zophaníasdóttir.
Meira

Viðskiptahraðall fyrir nýjar hugmyndir og fyrirtæki í ferðaþjónustu

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.
Meira

Jólablað Feykis komið út

Út er komið Jólablað Feykis, stútfullt af skemmtilegu efni. Það verður borið inn á öll heimili á Norðurlandi vestra í vikunni og að sjálfsögðu til áskrifenda utan þess svæðis. Blaðið verður einnig aðgengilegt á Netinu.
Meira

Jólabasar í Skagabúð

Jólabasar kvenfélagsins Heklu verður haldinn í Skagabúð sunnudaginn 3. desember frá kl: 14-17. Þar verður ýmislegt til sölu, s.s jólakort og pappír, gott úrval af heimaunni vöru og handverki.
Meira

Ný póstnúmer tekin upp í dreifbýli

Þann 1. desember mun Pósturinn gera nokkrar breytingar á póstnúmerum landsins. Fela þær í sér að sérstakt póstnúmer verður tekið upp á svæðum í dreifbýli sem áður féllu undir sama póstnúmer og næsti þéttbýliskjarni. Hægt verður að þekkja flest nýju póstnúmerin á því að síðasta talan í þeim hækkar um einn.
Meira

Svæðisfundur um Norðurstrandarleiðina á Blönduósi

Næstkomandi fimmtudag, 30. nóvember kl. 20:00, verður haldinn svæðisfundur vegna ferðamannavegarins Norðurstandarleiðar - Arctic Coast Way á veitingastaðnum Borginni á Hótel Blöndu.
Meira

„Skemmdist lítið sem ekkert, enda amerískur“

Vegurinn um Vatnsskarð var lokaður sl. sunnudag þegar unnið var að því að losa vörubíl sem endaði utan vegar þremur dögum fyrr en þá geisaði mikið óveður á Norðurlandi. Verkið var seinlegt að sögn Jóhannesar Þórðarsonar, tók u.þ.b. 5-6 klukkutíma.
Meira

Bach í Blönduósskirkju

Á morgun, þriðjudaginn 28. nóvember klukkan 20:00, verða haldnir styrktartónleikar í Blönduósskirkju þar sem tilefnið er að safna fé fyrir orgelsjóð kirkjunnar. Þá mun Eyþór Franzson Wechner, organisti kirkjunnar leika verk eftir Johann Sebastian Bach.
Meira