A-Húnavatnssýsla

Notalegheit í Blönduskóla

Foreldrafélag Blönduskóla heldur jóla–notalegheit í Blönduskóla í dag milli klukkan 17 og 19. Þá mæta foreldrar og börn, ömmur og afar og allir hinir og eiga notalega stund saman við að föndra jólakort, mála piparkökur og nokkrir unglingar verða með spilastöð og kenna á spil. Pappír og ýmislegt fleira til jólakortaföndurs verður á staðnum en allir eru hvattir til að koma með liti, lím, skæri og fleira sem skemmtilegt er að nota til kortagerðar. Hægt verður að kaupa piparkökur og verður boðið upp á glassúr til skreytinga.
Meira

Vaxandi snjókoma eftir næstu tunglkomu

Þriðjudaginn 5. desember 2017 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar til að huga að veðurhorfum í jólamánuðinum. Fundurinn hófst kl. 14:00 og voru fundarmenn sex talsins, sem er óvenju fámennt, en nokkrir veðurspámenn voru uppteknir við jólaundirbúning og ýmiss viðvik, sem gera þarf á aðventu. Fundinum lauk kl. 14:25. Fundarmenn voru nokkuð sáttir með hvernig síðasta spá gekk eftir en þó reyndist heldur meiri sjókoma en reiknað var með.
Meira

Fjölbreyttar bækur til sölu hjá túrí

Bókaútgáfan túrí ehf á Laugarbakka gefur út fyrir þessi jól bókina Ár og kýr sem Jón Eiríksson á Búrfelli lét gera upp úr sínum frægu 365 kúamyndum sem hann málaði árið 2003. Einnig er túrí að selja aðrar bækur s.s. Leitin að Engli Dauðans eftir Jóhann Fönix, spennusaga sem gerist í framtíðinni. Sú bók kom út í fyrra.
Meira

Meistaradeild KS 2018 - Liðskynning

Fyrsta liðið sem kynnt er til leiks í KS deildinni í hestaíþróttum er lið Hrímnis en það er sigurvegari sl. þriggja ára og ljóst er að mörg lið vilja binda enda á þessa sigurgöngu. Liðsstjóri liðsins er sem fyrr Þórarinn Eymundsson sem alls hefur unnið einstaklingskeppnina fjórum sinnum.
Meira

Norðurlandsmót í júdó á Blönduósi

Norðurlandsmót í júdó var haldið á Blönduósi sl. laugardag. Keppendur voru samtals 42 og komu frá þremur Júdófélögum á Norðurlandi: Pardusi á Blönduósi, Tindastóli á Sauðárkróki og KA á Akureyri.
Meira

Aðventan er að hefjast

Aðventan hefst í dag, sunnudaginn 3. desember. Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini en þau þýða „koma Drottins“. Aðventan hefst á 4. sunnudegi fyrir jóladag og þegar aðfangadagurinn lendir á sunnudegi eins og gerist í ár er hann síðasti sunnudagur í aðventu. Aðventan hefst því eins seint og mögulegt er þetta árið. Aðventan er einnig kölluð jólafasta sem kemur til af því að fyrr á öldum mátti ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt, á þessum tíma.
Meira

Jólamarkaðir út um allt um helgina

Þessa dagana er jólaundirbúningurinn að hefjast hjá flestum og ekki er ólíklegt að margir noti helgina til að tylla upp einhverjum jólaljósum, útbúa aðventuskreytinguna, nú eða finna þá gömlu, baka nokkrar smákökur og þeir fyrirhyggjusömu fara kannski að skrifa á jólakortin og pakka inn jólagjöfunum. Fyrir þá sem ekki eru búnir að finna það sem á að fara í pakkana og vantar kannski eitthvert smáræði er upplagt að kíkja á jólamarkað en þar er alltaf hægt að finna margt skemmtilegt dót. Og fyrir þá sem ekki vilja kaupa neitt, þá er bara að njóta jólastemningarinnar sem svífur yfir og er alveg ókeypis.
Meira

Er reykskynjarinn í lagi?

Dagur reykskynjarans er í dag, 1. desember. Dagurinn er notaður til að hvetja fólk til að prófa reykskynjarana á heimilinu og skipta um rafhlöður eftir þörfum. Einnig er upplagt að nota daginn til að huga að öðrum eldvörnum á heimilinu.
Meira

Sálfræðisetrið ehf. hefur starfsemi á Hvammstanga og Blönduósi

Sálfræðisetrið ehf. hefur starfsemi á Hvammstanga og Blönduósi nú í desember. Sofia B. Krantz, sálfræðingur, mun bjóða upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Hún verður með viðveru á Hvammstangabraut 5 á mánudögum og þriðjudögum kl. 9:00–17:00 og á skrifstofu Félags- og skólaþjónustu A-Hún., Flúðabakka 2 á miðvikudögum og fimmtudögum, einnig kl. 9:00-17:00.
Meira

Árshátíðir tveggja skóla í dag

Árshátíð yngra stigs Varmahlíðarskóla, sem frestað var vegna veðurs fyrir viku, verður haldin í dag kl. 16:30 í Menningarhúsinu Miðgarði. 1. og 2. bekkur ætla að sýna íþróttaálfasprell en nemendur 3.-6. bekkjar munu gefa áhorfendum innsýn í Ævintýralandið þar sem gömlu, góðu ævintýrin verða fléttuð saman á óvæntan hátt. Að lokinni sýningu verða kaffiveitingar í Miðgarði. Höfundur Ævintýralandsins er Ásthildur Cesil Þórðardóttir.
Meira