Notalegheit í Blönduskóla
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
06.12.2017
kl. 15.16
Foreldrafélag Blönduskóla heldur jóla–notalegheit í Blönduskóla í dag milli klukkan 17 og 19. Þá mæta foreldrar og börn, ömmur og afar og allir hinir og eiga notalega stund saman við að föndra jólakort, mála piparkökur og nokkrir unglingar verða með spilastöð og kenna á spil. Pappír og ýmislegt fleira til jólakortaföndurs verður á staðnum en allir eru hvattir til að koma með liti, lím, skæri og fleira sem skemmtilegt er að nota til kortagerðar. Hægt verður að kaupa piparkökur og verður boðið upp á glassúr til skreytinga.
Meira