A-Húnavatnssýsla

Brynja Barðadóttir lætur af störfum

Brynja Barðadóttir lét af störfum á leikskólanum Barnabæ á Blönduósi um síðustu mánaðamót en þá hafði Brynja starfað í 41 ár hjá Blönduósbæ. Hún útskrifaðist sem fóstra árið 1974 frá Fósturskóla Íslands og hóf störf á leikskólanum árið 1976. Þá var leikskólinn starfræktur í húsnæði grunnskólans.
Meira

Blóðbankabíllinn á ferðinni

Blóðbankabíllinn verður með blóðsöfnun á Sauðárkróki miðvikudaginn 10. maí frá kl. 12:00-17:00 og fimmtudaginn 11. maí frá kl. 09:00-11:30. Bíllinn verður á planinu við Skagfirðingabúð. Hann verður svo á Blönduósi fimmtudaginn 11. maí frá klukkan 14:00 til 17:00 þar sem hann verður staðsettur á planinu hjá N1.
Meira

Tónleikar á fimmtudag en ekki í kvöld

Í síðasta Sjónhorni urðu þau leiðu mistök að dagsetning á tónleikum Kirkjukórs Sauðárkróks í Hólaneskirkju misritaðist. Hið rétta er að tónleikarnir verða fimmtudaginn 11. maí kl. 20:30. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Meira

Sunnudagsljóðið

Sunnudagsljóðið er eftir Ingunni Snædal og heitir „ósk“.
Meira

Segjum matarsóun stríð á hendur!

Það var Kristín S. Einarsdóttir sem tók til í ísskápnum og leyfði lesendum Feykis að fylgjast með í 18. tölublaði Feykis 2015: Mikið er rætt um matarsóun þessa dagana og víst er að á heimilum landsmanna og í verslunum er miklum verðmætum kastað á glæ í formi matar sem rennur út eða skemmist. Þetta verður nokkuð áþreifanlegt hjá þeim sem flokka rusl, því þá sést best að lífræni úrgangurinn getur skipt kílóum í viku hverri.
Meira

Áfram hlýtt og bjart

Undanfarna daga hefur veðrið aldeilis leikið við okkur hér á norðanverðu landinu og hitatölur farið yfir 20°C á mörgum stöðum. Í gær mældist hiti t.d. 22,8°C á tveimur stöðum á norðausturhluta landsins, í Ásbyrgi og í Bjarnarey, sem er litlu minna en hæsti hiti alls síðasta sumars sem var 24,9°C að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Vedur.is.
Meira

Rumba í lok mánaðarins

Þriðjudaginn 2. maí 2017 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Hófst hann kl. 14:00 og voru fundarmenn ellefu talsins. Fundinum lauk kl. 14:25. Farið var yfir spágildi veðurspár fyrir aprílmánuð og voru fundarmenn sammála um að þar hefði vel tekist til.
Meira

Allt er nú til - frumflutningur á Íslandi hjá Höfðaskóla á Skagaströnd

Nemendur á unglingastigi í Höfðaskóla á Skagaströnd vinna nú að uppsetningu á söngleiknum Allt er nú til eftir Crouse & Weidman (seinni útgáfa). Tónlist er eftir Cole Porter. Það er Ástrós Elísdóttir sem leikstýrir hópnum. Hún er að vísu ekki bara leikstjórinn að þessu sinni, heldur líka þýðandi verksins sem og söngtexta. Allt er nú til (á fummálinu Anything goes) hefur aldrei verið sýnt áður á Íslandi og því er hér ekki bara frumsýning á ferðinni, heldur frumflutningur á þessu leikriti hér á landi.
Meira

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aðalfundar sunnudaginn 7. maí kl. 12-16 í húsnæði Samfylkingarinnar á Akranesi, Stillholti 16-18. Á aðalfundi verða hefðbundin aðalfundarstörf. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður kjördæmisins, og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpa fundinn og taka þátt í umræðum.
Meira

Ólögleg skotveiði og hraðakstur

Um helgina lagði Lögreglan á Norðurlandi vestra hald á skotvopn manna sem skotið höfðu friðaða fugla ásamt því að gera feng þeirra upptækan en mál mannanna verður tekið fyrir hjá embættinu eftir helgina. Bendir löreglan á það á Facebook síðu sinni að menn ættu að kynna sér upplýsingar um veiðitímabil og friðunartíma fugla sem nálgast má á vef Umhverfisstofnunar http://ust.is/einstaklingar/veidi/veiditimabil/.
Meira