A-Húnavatnssýsla

Reiðsýningin á Hólum í dag

Hin árlega reiðsýning Hólanema er í dag, 20. maí. Þessi sýning hefur skapað sér sess sem hápunktur lokadagskrár hjá BS-nemum í reiðmennsku og reiðkennslu, sem nú hafa lokið öllum sínum prófum. Nemendur sýna þá í verki margt af því sem þeir hafa lært í reiðmennsku í þriggja ára námi sínu hér við skólann. Sú hefð hefur skapast að reiðkennari lýsi jafnóðum því sem fram fer, fyrir áhorfendum og hefur það mælst vel fyrir. Í lok sýningar klæðast nemarnir síðan í fyrsta skipti hinum bláu einkennisjökkum, með rauða kraganum. Og veitt eru verðlaun fyrir góðan árangur í reiðmennsku.
Meira

Yfirlögregluþjóninum á Blönduósi sagt að taka pokann sinn

Kristjáni Þorbjörnssyni, sem starfaði sem yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, var sagt upp störfum í gærmorgun og staða hans lögð niður. Tveir yfirlögregluþjónar voru áður hjá embættinu, Kristján með aðsetur á Blönduósi og Stefán Vagn á Sauðárkróki.
Meira

Uppsögnum frestað um viku

Sjúkraflutningamenn á Blönduósi hafa frestað gildistöku uppsagna um eina viku í von um að kjaradeila þeirra leysist en sex af þeim sjö sjúkraflutningamönnum sem starfa hjá HSN á Blönduósi hafa sagt upp störfum.
Meira

Unnur Valborg í stjórn Markaðsstofu

Þrír nýir stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, á aðalfundi sem haldinn var á Hótel KEA þriðjudaginn 16. maí. Kosið var um tvær stöður aðalmanna á Norðurlandi eystra, þar sem fjórir voru í framboði, og eina stöðu á Norðurlandi vestra en þar var einn frambjóðandi.
Meira

Byggðarráð Blönduósbæjar skorar á Velferðar- og Fjármálaráðuneytið að ljúka við gerð kjarasamnings við sjúkraflutningamenn

Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar, sem haldinn var í gær, var samþykkt ályktun vegna þess óvissuástands sem skapast hefur í sjúkraflutningum í Austur-Húnavatnssýslu. Sex sjúkraflutningamenn í hlutastarfi hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi, hafa sagt upp störfum vegna óánægju með kaup og kjör. Segja þeir að ósamræmi sé á milli launa hlutastarfandi sjúkraflutningsmanna innan starfssvæðis HSN.
Meira

Veturinn vill ekki fara

Það var frekar vetrarlegt um að litast í utanverðum Skagafirði þegar menn fóru á fætur í morgun. Í Fljótum var alhvítt þegar Halldór skólabílstjóri á Molastöðum lagði í hann og segist hann á Facebooksíðu sinni vera þakklátur fyrir að vera enn á nagladekkjunum.
Meira

Agnes og Friðrik dæmd að nýju í haust

Lögfræðingafélag Íslands ætlar í haust að efna til ferðar á slóðir síðustu aftökunnar á Íslandi og „endurupptaka“ mál þeirra Agnesar Magnúsdóttur vinnukonu á Illugastöðum og Friðriks Sigurðssonar frá Katadal. Þau voru dæmd til dauða og tekin af lífi við Þrístapa í Vatnsdalshólum þann 12. janúar 1830 fyrir að myrða þá Natan Ketilsson bónda á Illugastöðum og Pétur Jónsson vinnumann.
Meira

Aukasýning á Allt er nú til

Annað kvöld, fimmtudag 18. maí kl. 20:00, verður aukasýning á söngleiknum Allt er nú til sem leiklistardeild Höfðaskóla á Skagaströnd frumsýndi í byrjun mánaðarins. Þegar hefur verið sýnt þrisvar sinnum fyrir þéttsetnu húsi og mjög góðar viðtökur ánægðra leikhúsgesta. Sýnt er í Félagsheimilinu Fellsborg.
Meira

Ályktun kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi um sjávarútvegsmál

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem kom saman til fundar á Akranesi þann 7. maí sl. sendi frá sér svohljóðandi ályktun um sjálvarútvegsmál:
Meira

Langar þig í nýja eldhúsinnréttingu?

Það að skipta um eldhúsinnréttingu getur verið mikið vesen og mjög kostnaðarsamt sem fáir nenna að vaða í nema með miklum undirbúningi og góðu skipulagi en það er hægt að fara ódýrari leiðir án þess að rífa allt út og tæma budduna. Skagfirðingurinn hún Guðrún Sonja Birgisdóttir flutti nýverið á Blönduós þar sem hún er að opna í byrjun júní bæði gistiheimilið Retro við Blöndubyggð 9 og veitingahúsið Retro sem verður staðsett á Aðalgötu 6 á Hótel Blöndu. Einnig festi hún kaup á íbúð þar í bæ og það fyrsta sem hún ákvað gera var að mála og filma eldhúsinnréttinguna sína.
Meira