A-Húnavatnssýsla

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegra páska

Páskadagur (Dominica Resurrectionis Domini) er sunnudagur í páskum, en páskar eru haldnir fyrsta sunnudag eftir að tungl verður fullt næst eftir vorjafndægur. Samkvæmt trúarhefð kristinna manna var það á sunnudeginum á páskum gyðinga sem María Magdalena og María móðir Jakobs (Markúsarguðspjallið 16. kafla) sáu að Jesús var ekki lengur í gröfinni því að hann hafði risið upp frá dauðum, samkvæmt WikiPedia. Kristnir menn halda þess vegna páskadaginn sem gleði og fagnaðardag. Jesús lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi á krossinum og það gerir páskana að mestu hátíð kristinna manna og forsendu kristinnar trúar.
Meira

KS hækkar verð til bænda vegna sölu á hrossakjöti til Japan

Kaupfélag Skagfirðinga hækkaði skilaverð til bænda á hrossakjöti um síðustu mánaðamót vegna aukinnar sölu til Japan. Verð fyrir kílóið af fullorðnum hrossum hækkar úr 70 krónum í 105 krónur fyrir kílóið. Þetta kemur fram í Bændablaðinu og á Bbl.is.
Meira

Besta súpa í heimi og bleikja í ofni

Það voru þau Þórey Edda og Guðmundur Hólmar á Hvammstanga sem áttu uppskriftir í 15. tölublaði Feykis árið 2015. Þau buðu upp á aspassúpu með humri og bleikju í ofni. „Einfaldlega besta súpa í heimi. Sem sagt, þetta er súpan sem er alltaf á jólunum hjá okkur en er auðvitað í lagi að hafa við önnur tilefni. Nú þegar sumarið nálgast hentar vel að hafa uppskrift af bleikju í ofni við höndina. Einföld og góð,“ segja Þórey Edda Elísdóttir og Guðmundur Hólmar Jónsson.
Meira

HSN á Blönduósi fær höfðinglega gjöf

Á dögunum barst Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi vegleg peningagjöf að upphæð 300.000 kr. til minningar um Helgu Lárusdóttur sem hefði orðið 95 ára í dag, 14. apríl, en hún lést í september á síðasta ári. Það var dóttir Helgu, Ragnhildur Helgadóttir, sem afhenti gjöfina.
Meira

„Ég er ekki jafn feimin“

Ungt fólk telur ráðstefnu UMFÍ - Ungt fólk og lýðræði hafa jákvæð áhrif á sig. Það telur að eftir ráðstefnuna sé það reynslunni ríkara í mannlegum samskiptum, það hafi meiri kjark en áður til að viðra skoðanir sínar og að þar öðlist það reynslu sem nýtist í starfi og vinnu.
Meira

Línudans sýnd í Sauðárkróksbíó - Barátta gegn lagningu Blöndulínu 3

Heimildamyndin Línudans verður sýnd í Króksbíói nk. laugardagskvöld en hún fjallar um baráttu bænda og landeigenda í Skagafirði og Eyjafirði fyrir því að Landsnet breyti áformun sínum um lagningu Blöndulínu 3. Krafist hefur verið að tekið verði tillit til annarra atvinnugreina en stóriðju og að náttúruverndarsjónarmið verði virt
Meira

Sjónvarp Símans til allra landsmanna

Þúsundir landsmanna fá nú tækifæri til að sjá Sjónvarp Símans. Sjónvarpsstöðinni, sem áður var aðeins dreift um gagnvirkt sjónvarpskerfi, er nú dreift rétt eins og RÚV og næst því hvar sem móttaka sjónvarps er möguleg. „Við erum sannarlega ánægð að allir landsmenn geti fylgst með Sjónvarpi Símans – hvort sem er í afdölum, sumarbústaðahverfum, yfir netið eða loft,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðlunar og markaða, hjá Símanum.
Meira

Krossgátuverðlaun Fermingafeykis

Dregið hefur verið úr innsendum lausnum í verðlaunakrossgátu fermingarblaðs Feykis. Þátttaka var mjög góð og allar lausnir réttar sem sendar voru inn. Feykir þakkar öllum fyrir þátttökuna. Rétt lausn er: Gleðilega páska.
Meira

Sveitarfélög í Húnavatnssýslum taka þátt í Arctic Coast Way

Á heimasíðu Blönduósbæjar kemur fram að sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu hafi í síðustu viku ákveðið að verða þátttakendur í verkefninu Arctic Coast Way og einnig hefur Húnaþing vestra tekið ákvörðun um aðild að því. Eins og áður hefur komið fram á feykir.is er markmið verkefnisins að styrkja stöðu Norðurlands í markaðssetningu innanlands og erlendis og að hvetja ferðamenn til að staldra lengur við á Norðurlandi, að draga fram helstu áherslur og vinna markvisst að uppbyggingu staðanna sem að veginum liggja og að gera Norðurland að freistandi valkosti fyrir ferðamenn árið um kring.
Meira

Opnunartími sundlauga um páskahelgina

Nú styttist í páska og verða þá sjálfsagt margir á faraldsfæti. Sundlaugarnar á svæðinu bregðast við með lengri opnunartíma eins og sjá má hér:
Meira