A-Húnavatnssýsla

Lóuþrælar á Blönduósi

Karlakórinn Lóuþrælar mun stíga á stokk og syngja í Blönduóskirkju nk. mánudag 24. apríl kl. 21:00. Söngstjóri er Daníel Geir Sigurðsson, undirleikur: Elinborg Sigurgeirsdóttir, píanó Ellinore Andersson, fiðla og einsöngvarar Friðrik M. Sigurðsson, Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson.
Meira

Feykigott á grillið

Sumardagurinn fyrsti er nú liðinn og góða veðrið rétt handan við hornið. Þá er rétt að rifja upp þrjár uppskriftir að óviðjafnanlegum kryddlegi sem birtust í 16. tölublaði Feykis 2015 og óhætt er að mæla með. Það er ekkert sem jafnast á við góðan grillmat til að gæða sér á á fallegu sumarkvöldi.
Meira

Ný verslun opnar á Blönduósi

Þann 15. apríl sl. opnaði ný verslun á Blönduósi sem þau hjón Edda Brynleifsdóttir og Þorsteinn Hafþórsson reka í húsnæði því er áður hýsti Vínbúðina. Verslunin er að Aðalgötu 8. Í versluninni verður alls konar handverk til sölu ásamt veiðiútbúnaði og veiðileyfum í ýmis vötn á svæðinu. Það er Húni.is sem segir frá.
Meira

Björgunarsveitir stóðu í ströngu

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga hafði í nógu að snúast þegar veturinn kvaddi og sumarið heilsaði en á miðvikudagskvöld var hún kölluð út vegna fólks sem var í vandræðum vegna óveðurs á Holtavörðuheiði. Útkallið vatt upp á sig því flutningabíll valt á sama tíma og voru allir viðbragðsaðilar á svæðinu, lögregla, slökkvilið, sjúkrabíll og liðsmenn björgunarsveitanna Heiðari, Blöndu og Strönd komnir á heiðina líka innan skamms.
Meira

Farið yfir lög um gatnagerðargjald

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir lög um gatnagerðargjald en 1. júlí næstkomandi verða liðin 10 ár frá því að lögin gengu í gildi. Á vef ráðuneytisins kemur fram að talið sé tímabært að fara yfir reynsluna af framkvæmd laganna meðal annars með hliðsjón af fyrirliggjandi dómum og úrskurðum.
Meira

Gleðilegt sumar

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn.
Meira

Garnaveiki á Ytri-Löngumýri

Nýverið var garnaveiki staðfest á sauðfjárbúi í Húnahólfi, nánar tiltekið á bænum Ytri-Löngumýri í Húnavatnshreppi. Á því svæði hefur garnaveiki greinst á tveimur öðrum bæjum síðastliðin 10 ár, eftir því sem fram kemur á heimasíðu MAST.
Meira

Öflugt umferðareftirlit skilaði áfallalausri páskahelgi í umferðinni

Lögreglan á Norðurlandi vestra var með öflugt umferðareftirlit um páskahelgina frá miðvikudegi fram á mánudag. Alls voru 134 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu á umræddu tímabili en alls hafa 227 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur það sem af er aprílmánuði. Sá sem hraðast ók var mældur á 144 km hraða.
Meira

Fermingin og undirbúningur hennar með því skemmtilegasta við starfið

Séra Halla Rut Stefánsdóttir er sóknarprestur á Hofsósi og þjónar auk þess fimm öðrum sóknum í nágrenninu. Í vor mun hún ferma sex börn í fimm athöfnum. Halla segir ferminguna og fermingarundirbúninginn skipta börnin miklu máli og hún er ekki sammála því sem oft er haldið fram að börnin fermist aðallega vegna gjafanna.
Meira

Breyting á fyrirkomulagi nýliðunarstyrkja

Matvælastofnun auglýsir eftir umsækjendum vegna breytts nýliðunarstuðnings sem veittur er til fjárfestinga í búrekstri. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði. Framlög til nýliðunarstuðnings beinast að einstaklingum í eigin nafni eða til lögaðila sem nýliði á a.m.k. 25% hlut í.
Meira